Sýnið miskunn, réttlæti er fyrir alla Jóhanna Harðardóttir skrifar 19. desember 2014 07:00 Ég get ekki lengur orða bundist varðandi umræðu um kirkjuheimsóknir á vegum skólanna. Með þessu vona ég að þeir sem telja sig kristna (og þar með væntanlega miskunnsama?) sjái að sér og hætti að styðja kirkjuheimsóknir á vegum skólanna, þótt ekki væri nema til að sýna mannúð í verki. Í starfi mínu sem goði hjá Ásatrúarfélaginu er oft leitað til mín þegar eitthvað bjátar á. Þegar líður á aðventuna líður ekki sá dagur að aðstandendur grunnskólabarna hafi ekki samband við mig vegna fyrrnefndra kirkjuheimsókna og þess vanda sem hann veldur innan fjölskyldna. Í flestum tilfellum hafa foreldrar samband þegar slíkar heimsóknir eru í bígerð og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þeir vilja ekki að börnin fari í kirkjuna, en þeim er í raun stillt upp við vegg af skólayfirvöldum og kirkjunni: Annaðhvort fær barnið þitt að fara í kirkju eða það er gert að utangarðsmanni í skólanum og er þar með útsett fyrir einelti og/eða einmanaleika. Ég get lítið annað en brýnt fyrir foreldrunum að þeir beri sjálfir ábyrgð á uppeldi barna sinna og verði að taka þessa ákvörðun með tilliti til þess hvað þeir telji barninu fyrir bestu og útskýra málið fyrir þeim. Ég get lítinn stuðning veitt í þessu tilfelli, því miður er enginn góður kostur í stöðunni, svo er skóla- og kirkjuyfirvöldum fyrir að þakka. Verri eru þau tilfelli þegar foreldrar hafa samband við mig eftir slíkar heimsóknir, bæði þar sem börnin hafa farið í kirkjuheimsókn og þar sem þau hafa setið eftir í skólanum.Nokkur dæmi – fyrir heimsóknir: Heiðin börn skiptast í tvo hópa í afstöðunni gagnvart þessum heimsóknum og fer það nokkuð eftir aldri þeirra og þroska. Flest vilja þau ekki fara í kirkjuna en eiga samt mjög erfitt með að segja frá því þar sem skólayfirvöld (sem hafa komið börnunum í þessa afleitu stöðu) ætlast óbeint til þess að þau fari með því að skipuleggja viðburðinn. Skólafélagarnir og vinasambönd eru undir álagi, það er ekki fallega gert að stía heiðnum og kristnum vinum í sundur með því að þurfa að láta þá velja á milli félagsskaparins og trúarinnar. Sum barnanna vilja fara í kirkjuheimsóknir vegna utanaðkomandi þrýstings. Það er ekki þar með sagt að foreldrarnir séu tilbúnir að senda börnin þangað, vitandi að þar fer fram innræting trúar og lífsskoðana sem stríða beinlínis gegn þeirra eigin. Hér er vísvitandi verið að reka fleyg í fjölskylduna.Nokkur dæmi eftir heimsókn heiðinna barna í kirkjur: Heiðin börn verða sorglega oft fyrir aðkasti annarra barna í sambandi við þessar heimsóknir. Nokkur dæmi þekki ég þar sem börn hafa jafnvel setið undir afar óskemmtilegum athugasemdum og umræðum frá kennurum sínum eftir slíkar heimsóknir. Þetta er ótrúlega sársaukafull reynsla fyrir barn sem fer í kirkjuheimsókn á forsendum fordómaleysis. Heiðin börn skilja að vonum ekki jólaboðskap kirkjunnar sem er gjörólíkur jólaboðskap heiðinna manna og það getur verið erfitt fyrir börnin að spyrja og enn erfiðara fyrir foreldrana að útskýra eitthvað sem þeir trúa ekki sjálfir á. Þetta veldur streitu hjá bæði börnum og fullorðnum. Ég þekki þónokkur dæmi um allt frá særandi stríðni og upp í svæsið einelti meðal krakka vegna þessara skólaheimsókna. Á undanförnum árum hef ég orðið vitni að miklum og vaxandi sársauka og reiði vegna skólaheimsókna í kirkjur. Með hverju árinu sem líður versnar ástandið, reiðin vex og sársaukinn með. Kristið fólk eignar sér jólin og vill þröngva þeim 22 prósentum grunnskólabarna sem standa utan Þjóðkirkjunnar til að lúta innrætingu sinni. Nú síðast á forsendum „hefðar“ sem á engan veginn við þar sem þessar heimsóknir eru nýtilkomnar. Ég leyfi mér að segja hér fullum fetum: Það að bjóða upp á kirkjuferðir í skólum er ILLMANNLEGA gert. Vinum er stíað í sundur, fleygur rekinn í fjölskyldur og allir sem að málinu koma standa uppi með óbragð í munni í stað þess að gleðjast á aðventunni. Það sæmir hvorki skólayfirvöldum né kirkjunni að valda úlfúð og vanlíðan með þessum hætti. Og nú hafa jafnvel stjórnmálamenn lagst á sveif með þeim sem vilja mismuna fólki vegna trúarbragða. Trúmál eru einkamál og það er foreldranna að ala börn upp í trú – ríki og skólar eiga ekki að skipta sér af því. Kirkjur um allt land standa opnar foreldrum sem vilja koma með börn í messur, það getur ekki verið nauðsynlegt að reka börn þangað í hjörðum á vegum ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki lengur orða bundist varðandi umræðu um kirkjuheimsóknir á vegum skólanna. Með þessu vona ég að þeir sem telja sig kristna (og þar með væntanlega miskunnsama?) sjái að sér og hætti að styðja kirkjuheimsóknir á vegum skólanna, þótt ekki væri nema til að sýna mannúð í verki. Í starfi mínu sem goði hjá Ásatrúarfélaginu er oft leitað til mín þegar eitthvað bjátar á. Þegar líður á aðventuna líður ekki sá dagur að aðstandendur grunnskólabarna hafi ekki samband við mig vegna fyrrnefndra kirkjuheimsókna og þess vanda sem hann veldur innan fjölskyldna. Í flestum tilfellum hafa foreldrar samband þegar slíkar heimsóknir eru í bígerð og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þeir vilja ekki að börnin fari í kirkjuna, en þeim er í raun stillt upp við vegg af skólayfirvöldum og kirkjunni: Annaðhvort fær barnið þitt að fara í kirkju eða það er gert að utangarðsmanni í skólanum og er þar með útsett fyrir einelti og/eða einmanaleika. Ég get lítið annað en brýnt fyrir foreldrunum að þeir beri sjálfir ábyrgð á uppeldi barna sinna og verði að taka þessa ákvörðun með tilliti til þess hvað þeir telji barninu fyrir bestu og útskýra málið fyrir þeim. Ég get lítinn stuðning veitt í þessu tilfelli, því miður er enginn góður kostur í stöðunni, svo er skóla- og kirkjuyfirvöldum fyrir að þakka. Verri eru þau tilfelli þegar foreldrar hafa samband við mig eftir slíkar heimsóknir, bæði þar sem börnin hafa farið í kirkjuheimsókn og þar sem þau hafa setið eftir í skólanum.Nokkur dæmi – fyrir heimsóknir: Heiðin börn skiptast í tvo hópa í afstöðunni gagnvart þessum heimsóknum og fer það nokkuð eftir aldri þeirra og þroska. Flest vilja þau ekki fara í kirkjuna en eiga samt mjög erfitt með að segja frá því þar sem skólayfirvöld (sem hafa komið börnunum í þessa afleitu stöðu) ætlast óbeint til þess að þau fari með því að skipuleggja viðburðinn. Skólafélagarnir og vinasambönd eru undir álagi, það er ekki fallega gert að stía heiðnum og kristnum vinum í sundur með því að þurfa að láta þá velja á milli félagsskaparins og trúarinnar. Sum barnanna vilja fara í kirkjuheimsóknir vegna utanaðkomandi þrýstings. Það er ekki þar með sagt að foreldrarnir séu tilbúnir að senda börnin þangað, vitandi að þar fer fram innræting trúar og lífsskoðana sem stríða beinlínis gegn þeirra eigin. Hér er vísvitandi verið að reka fleyg í fjölskylduna.Nokkur dæmi eftir heimsókn heiðinna barna í kirkjur: Heiðin börn verða sorglega oft fyrir aðkasti annarra barna í sambandi við þessar heimsóknir. Nokkur dæmi þekki ég þar sem börn hafa jafnvel setið undir afar óskemmtilegum athugasemdum og umræðum frá kennurum sínum eftir slíkar heimsóknir. Þetta er ótrúlega sársaukafull reynsla fyrir barn sem fer í kirkjuheimsókn á forsendum fordómaleysis. Heiðin börn skilja að vonum ekki jólaboðskap kirkjunnar sem er gjörólíkur jólaboðskap heiðinna manna og það getur verið erfitt fyrir börnin að spyrja og enn erfiðara fyrir foreldrana að útskýra eitthvað sem þeir trúa ekki sjálfir á. Þetta veldur streitu hjá bæði börnum og fullorðnum. Ég þekki þónokkur dæmi um allt frá særandi stríðni og upp í svæsið einelti meðal krakka vegna þessara skólaheimsókna. Á undanförnum árum hef ég orðið vitni að miklum og vaxandi sársauka og reiði vegna skólaheimsókna í kirkjur. Með hverju árinu sem líður versnar ástandið, reiðin vex og sársaukinn með. Kristið fólk eignar sér jólin og vill þröngva þeim 22 prósentum grunnskólabarna sem standa utan Þjóðkirkjunnar til að lúta innrætingu sinni. Nú síðast á forsendum „hefðar“ sem á engan veginn við þar sem þessar heimsóknir eru nýtilkomnar. Ég leyfi mér að segja hér fullum fetum: Það að bjóða upp á kirkjuferðir í skólum er ILLMANNLEGA gert. Vinum er stíað í sundur, fleygur rekinn í fjölskyldur og allir sem að málinu koma standa uppi með óbragð í munni í stað þess að gleðjast á aðventunni. Það sæmir hvorki skólayfirvöldum né kirkjunni að valda úlfúð og vanlíðan með þessum hætti. Og nú hafa jafnvel stjórnmálamenn lagst á sveif með þeim sem vilja mismuna fólki vegna trúarbragða. Trúmál eru einkamál og það er foreldranna að ala börn upp í trú – ríki og skólar eiga ekki að skipta sér af því. Kirkjur um allt land standa opnar foreldrum sem vilja koma með börn í messur, það getur ekki verið nauðsynlegt að reka börn þangað í hjörðum á vegum ríkisins.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar