Enn og aftur „í kjólinn fyrir jólin“ 19. desember 2014 12:00 Þegar líða fer að jólum má gjarnan heyra eða sjá fyrirsagnir í fjölmiðlum á borð við „Í kjólinn fyrir jólin“. Þetta er frasi sem allar konur þekkja og sumar hverjar keppast mjög við að fara eftir honum, þ.e. að passa í ákveðna stærð af kjól til að vera fallegar og fínar um jólin. Hvert sem við horfum fá ungar stúlkur og konur þau skilaboð að þær eigi að vera grannar og fallegar því það muni veita þeim hamingju og velgengni. Oft er reynt að láta auglýsingarnar líta vel út og notað frægt og þekkt fólk til þess að kynna vöruna eða þjónustuna. Fallegar, unglegar og grannar konur eru oft notaðar á þennan hátt, til dæmis í kvennatímaritum, eða öðrum miðlum sem eru beinlínis ætlaðir konum. Þessar auglýsingar byggja innihald sitt á minnimáttarkennd lesandans, en í svona auglýsingum eru gjarnan ráðleggingar um hvernig konur geta bætt útlit sitt og þá um leið andlega líðan með hinum og þessum vörum. Þetta getur haft mikil áhrif á ungar stúlkur og konur, en mikilvægt er að huga að því að börn og unglingar eru viðkvæmur neytendahópur sem verða auðveldlega fyrir áhrifum frá auglýsingum. Auglýsingar sem leggja áherslu á yfirborðseinkenni og nota grannar og unglegar fyrirsætur til þess að gera vöruna/þjónustuna eftirsóknarverða, geta haft neikvæð áhrif á líkamsmynd kvenna og viðhorf þeirra til eigin þyngdar og útlits. Þess vegna þurfa auglýsendur (og fjölmiðlar) að gæta þess hvaða skilaboð þeir senda þegar þeir nota staðalímyndir í auglýsingum sínum. Fólk á stöðugt að vera í líkamsrækt, hugsa um útlitið, líta vel út og borða hollt og passa upp á aukakílóin, eða m.ö.o. t.d. að passa í kjólinn fyrir jólin. Svona umfjallanir draga ekki upp rétta mynd af heilbrigðum lífsstíl og spila án efa inn í þróun átröskunarsjúkdóma. Hjá flestum einstaklingum byrjar átröskun í kjölfar megrunar þar sem takmarkið er að losna við nokkur kíló. Desember erfiður Desembermánuður getur verið einstaklega erfiður fyrir suma aðila hvað varðar mat. Það eru jólaboð, konfekt og smákökur hér og þar, stórsteikur, ís og annar veislumatur á borðum landsmanna. Allt þetta át getur valdið fólki sem hefur verið að glíma við átröskunarsjúkdóma miklum kvíða. Sjálf hef ég glímt við átröskun og finnst enn í dag rosalega erfitt að vera í kringum allt þetta góðgæti í desember og það að heyra í fjölmiðlum áróður um að ég eigi að passa í kjólinn fyrir jólin hjálpar mér ekki að njóta alls hins góða við jólin. Að fenginni reynslu geta fjölmiðlar og svona auglýsingar haft mikil áhrif á líkamsmynd kvenna. Þeir geta ýtt undir líkamsónægju á meðal ungra stúlkna og kvenna og um leið haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og líkamsmynd. Átröskunarsjúkdómar geta verið ein birtingarmynd líkamsóánægju á meðal kvenna. Margar konur sem hafa neikvæða líkamsmynd þróa með sér átröskunarsjúkdóma á borð við lystarstol og lotugræðgi. Þær konur sem eru með neikvæða líkamsmynd hafa slæma sjálfsmynd, lítið sjálfstraust, eru þunglyndar og almennt óánægðar með eigið útlit. Megrunariðnaður Heilmikill iðnaður er í kringum megrun. Fyrirtæki sem vinna í þessum iðnaði stóla á sífellda neyslu viðskiptavina sinna. Margir þeirra einstaklinga, sem byrja í megrun, ná sjaldan, þegar til lengri tíma er litið, að viðhalda þyngdartapi sínu. Það hjálpar þessum fyrirtækjum, sem horfa á megrun, að dafna, því fólk sem mistekst að grenna sig verður óánægt með líkama sinn og reynir áfram að finna nýjar leiðir til þess að grennast. Það eyðir þá oft miklum fjárhæðum í að prófa hina og þessa megrunarkúra í von um að grennast sem fyrst. Því má í raun fullyrða að þessi iðnaður lifi á óánægju fólks og því ekki óeðlilegt að hann reyni að ýta undir óöryggi fólks með eigin líkama til dæmis með því að birta myndir af grönnum einstaklingum í auglýsingum sínum og svo framvegis. Í janúar munu dynja yfir auglýsingarnar um að koma sér í flott og gott form á nýju ári. Reynum að loka á þessi skilaboð úr fjölmiðlum, reynum að njóta jólanna, laus við áhyggjur af að borða of mikið af hinu og þessu. Ekkert mataræði er fullkomið. Gullna reglan er að allt er gott í hófi og jólin eru bara einu sinni á ári. Þó svo ég fái mér nokkra konfektmola eða smákökur þarf það ekki að jafngilda því að ég hafi borðað þrjár rjómatertur. Munum bara að útlitið er ekki allt, þar er svo miklu meira í lífinu sem skiptir máli en útlit okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar líða fer að jólum má gjarnan heyra eða sjá fyrirsagnir í fjölmiðlum á borð við „Í kjólinn fyrir jólin“. Þetta er frasi sem allar konur þekkja og sumar hverjar keppast mjög við að fara eftir honum, þ.e. að passa í ákveðna stærð af kjól til að vera fallegar og fínar um jólin. Hvert sem við horfum fá ungar stúlkur og konur þau skilaboð að þær eigi að vera grannar og fallegar því það muni veita þeim hamingju og velgengni. Oft er reynt að láta auglýsingarnar líta vel út og notað frægt og þekkt fólk til þess að kynna vöruna eða þjónustuna. Fallegar, unglegar og grannar konur eru oft notaðar á þennan hátt, til dæmis í kvennatímaritum, eða öðrum miðlum sem eru beinlínis ætlaðir konum. Þessar auglýsingar byggja innihald sitt á minnimáttarkennd lesandans, en í svona auglýsingum eru gjarnan ráðleggingar um hvernig konur geta bætt útlit sitt og þá um leið andlega líðan með hinum og þessum vörum. Þetta getur haft mikil áhrif á ungar stúlkur og konur, en mikilvægt er að huga að því að börn og unglingar eru viðkvæmur neytendahópur sem verða auðveldlega fyrir áhrifum frá auglýsingum. Auglýsingar sem leggja áherslu á yfirborðseinkenni og nota grannar og unglegar fyrirsætur til þess að gera vöruna/þjónustuna eftirsóknarverða, geta haft neikvæð áhrif á líkamsmynd kvenna og viðhorf þeirra til eigin þyngdar og útlits. Þess vegna þurfa auglýsendur (og fjölmiðlar) að gæta þess hvaða skilaboð þeir senda þegar þeir nota staðalímyndir í auglýsingum sínum. Fólk á stöðugt að vera í líkamsrækt, hugsa um útlitið, líta vel út og borða hollt og passa upp á aukakílóin, eða m.ö.o. t.d. að passa í kjólinn fyrir jólin. Svona umfjallanir draga ekki upp rétta mynd af heilbrigðum lífsstíl og spila án efa inn í þróun átröskunarsjúkdóma. Hjá flestum einstaklingum byrjar átröskun í kjölfar megrunar þar sem takmarkið er að losna við nokkur kíló. Desember erfiður Desembermánuður getur verið einstaklega erfiður fyrir suma aðila hvað varðar mat. Það eru jólaboð, konfekt og smákökur hér og þar, stórsteikur, ís og annar veislumatur á borðum landsmanna. Allt þetta át getur valdið fólki sem hefur verið að glíma við átröskunarsjúkdóma miklum kvíða. Sjálf hef ég glímt við átröskun og finnst enn í dag rosalega erfitt að vera í kringum allt þetta góðgæti í desember og það að heyra í fjölmiðlum áróður um að ég eigi að passa í kjólinn fyrir jólin hjálpar mér ekki að njóta alls hins góða við jólin. Að fenginni reynslu geta fjölmiðlar og svona auglýsingar haft mikil áhrif á líkamsmynd kvenna. Þeir geta ýtt undir líkamsónægju á meðal ungra stúlkna og kvenna og um leið haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og líkamsmynd. Átröskunarsjúkdómar geta verið ein birtingarmynd líkamsóánægju á meðal kvenna. Margar konur sem hafa neikvæða líkamsmynd þróa með sér átröskunarsjúkdóma á borð við lystarstol og lotugræðgi. Þær konur sem eru með neikvæða líkamsmynd hafa slæma sjálfsmynd, lítið sjálfstraust, eru þunglyndar og almennt óánægðar með eigið útlit. Megrunariðnaður Heilmikill iðnaður er í kringum megrun. Fyrirtæki sem vinna í þessum iðnaði stóla á sífellda neyslu viðskiptavina sinna. Margir þeirra einstaklinga, sem byrja í megrun, ná sjaldan, þegar til lengri tíma er litið, að viðhalda þyngdartapi sínu. Það hjálpar þessum fyrirtækjum, sem horfa á megrun, að dafna, því fólk sem mistekst að grenna sig verður óánægt með líkama sinn og reynir áfram að finna nýjar leiðir til þess að grennast. Það eyðir þá oft miklum fjárhæðum í að prófa hina og þessa megrunarkúra í von um að grennast sem fyrst. Því má í raun fullyrða að þessi iðnaður lifi á óánægju fólks og því ekki óeðlilegt að hann reyni að ýta undir óöryggi fólks með eigin líkama til dæmis með því að birta myndir af grönnum einstaklingum í auglýsingum sínum og svo framvegis. Í janúar munu dynja yfir auglýsingarnar um að koma sér í flott og gott form á nýju ári. Reynum að loka á þessi skilaboð úr fjölmiðlum, reynum að njóta jólanna, laus við áhyggjur af að borða of mikið af hinu og þessu. Ekkert mataræði er fullkomið. Gullna reglan er að allt er gott í hófi og jólin eru bara einu sinni á ári. Þó svo ég fái mér nokkra konfektmola eða smákökur þarf það ekki að jafngilda því að ég hafi borðað þrjár rjómatertur. Munum bara að útlitið er ekki allt, þar er svo miklu meira í lífinu sem skiptir máli en útlit okkar.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun