RÚV og menningin Haukur Logi Karlsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Í veröldinni sem var hafði Ríkisútvarpið mikilvægu hlutverki að gegna bæði í miðlun og framleiðslu útvarps- og sjónvarpsefnis. Árið 1986, fyrir 28 árum, hafði tækninni fleygt nægilega fram til þess að aðkoma ríkisins var ekki lengur forsenda fyrir íslenskum ljósvakamiðlum. Síðan er liðinn hálfur mannsaldur þar sem framfarir í tækni hafa séð til þess að hægt en örugglega hefur fjarað undan rökum fyrir ljósvakamiðlun á vegum ríkisins. Í gegnum ljósleiðara og önnur nýtísku fjarskiptakerfi reiðir Ríkisútvarpið sig núorðið á innviði í eigu annarra til þess að miðla efni sem að nokkrum hluta er framleitt af einkaaðilum. Það er því von að spurt sé hvort rekstur ríkismiðils sé tímaskekkja ef hann hefur það eina hlutverk að vera einn af mörgum milliliðum á milli fjarskiptakerfa og efnisframleiðanda. Þrátt fyrir að rökin skorti fyrir ríkismiðlun kunna enn að vera menningarleg rök fyrir aðkomu ríkisins að framleiðslu efnis. Í því samhengi er Ríkisútvarp augljóslega ekki forsenda. Ef skipuleggja ætti slíka aðkomu í dag væri það ekki gert með því að stofna Ríkisútvarp. Eðlilegast væri að þeim fjármunum sem ríkið kýs að verja í framleiðslu sjónvarps og útvarpsefnis væri úthlutað í gegnum samkeppnissjóð þar sem öllum landsmönnum gæfist kostur á að koma sínum hugmyndum að á jafnræðisgrunni. Birting gæti svo farið fram hvar sem er og jafnvel með áskilnaði um opinn aðgang. Eins og staðan er í dag er starfsmönnum Ríkisútvarpsins treyst fyrir mörg þúsund milljónum árlega til þess að framleiða og kaupa efni án þess að raunverulegt gagnsæi sé í hvernig þeim fjármunum er varið.Tímaskekkja Menningarrökin ná ekki til stórs hluta þess sem Ríkisútvarpið sinnir í dag. Kaup ríkisins á annars og þriðja flokks afþreyingarefni erlendis frá er tímaskekkja. Einkaaðilar og jafnvel bloggsíður sinna íþróttaefni betur en Ríkisútvarpið. Fréttastofan er stundum ágæt og stundum ekki. Gæðalega stendur hún öðrum miðlum ekki framar og hún er að auki alveg jafn berskjölduð fyrir pólitískum hráskinnaleik og aðrar fréttastofur. Sérstök rök fyrir aðkomu ríkisins að fréttaflutningi skortir í umhverfi þar sem fjöldi einkaaðila gerir nákvæmlega það sama með svipuðum árangri. Þegar nostalgíunni eftir því sem var á gullöld almannasjónvarpsins sleppir er fátt sem mælir á móti því að Ríkisútvarpið verði skrúfað í sundur og þeir hlutar seldir sem einhver vill kaupa. Fjármuni sem mundu losna árlega á fjárlögum við þá ráðstöfun mætti nota til að fjármagna samkeppnissjóð til styrktar framleiðslu á íslensku efni sem miðlað væri í gegnum einhvern af þeim fjölmörgu miðlum sem nútímatækni býður upp á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í veröldinni sem var hafði Ríkisútvarpið mikilvægu hlutverki að gegna bæði í miðlun og framleiðslu útvarps- og sjónvarpsefnis. Árið 1986, fyrir 28 árum, hafði tækninni fleygt nægilega fram til þess að aðkoma ríkisins var ekki lengur forsenda fyrir íslenskum ljósvakamiðlum. Síðan er liðinn hálfur mannsaldur þar sem framfarir í tækni hafa séð til þess að hægt en örugglega hefur fjarað undan rökum fyrir ljósvakamiðlun á vegum ríkisins. Í gegnum ljósleiðara og önnur nýtísku fjarskiptakerfi reiðir Ríkisútvarpið sig núorðið á innviði í eigu annarra til þess að miðla efni sem að nokkrum hluta er framleitt af einkaaðilum. Það er því von að spurt sé hvort rekstur ríkismiðils sé tímaskekkja ef hann hefur það eina hlutverk að vera einn af mörgum milliliðum á milli fjarskiptakerfa og efnisframleiðanda. Þrátt fyrir að rökin skorti fyrir ríkismiðlun kunna enn að vera menningarleg rök fyrir aðkomu ríkisins að framleiðslu efnis. Í því samhengi er Ríkisútvarp augljóslega ekki forsenda. Ef skipuleggja ætti slíka aðkomu í dag væri það ekki gert með því að stofna Ríkisútvarp. Eðlilegast væri að þeim fjármunum sem ríkið kýs að verja í framleiðslu sjónvarps og útvarpsefnis væri úthlutað í gegnum samkeppnissjóð þar sem öllum landsmönnum gæfist kostur á að koma sínum hugmyndum að á jafnræðisgrunni. Birting gæti svo farið fram hvar sem er og jafnvel með áskilnaði um opinn aðgang. Eins og staðan er í dag er starfsmönnum Ríkisútvarpsins treyst fyrir mörg þúsund milljónum árlega til þess að framleiða og kaupa efni án þess að raunverulegt gagnsæi sé í hvernig þeim fjármunum er varið.Tímaskekkja Menningarrökin ná ekki til stórs hluta þess sem Ríkisútvarpið sinnir í dag. Kaup ríkisins á annars og þriðja flokks afþreyingarefni erlendis frá er tímaskekkja. Einkaaðilar og jafnvel bloggsíður sinna íþróttaefni betur en Ríkisútvarpið. Fréttastofan er stundum ágæt og stundum ekki. Gæðalega stendur hún öðrum miðlum ekki framar og hún er að auki alveg jafn berskjölduð fyrir pólitískum hráskinnaleik og aðrar fréttastofur. Sérstök rök fyrir aðkomu ríkisins að fréttaflutningi skortir í umhverfi þar sem fjöldi einkaaðila gerir nákvæmlega það sama með svipuðum árangri. Þegar nostalgíunni eftir því sem var á gullöld almannasjónvarpsins sleppir er fátt sem mælir á móti því að Ríkisútvarpið verði skrúfað í sundur og þeir hlutar seldir sem einhver vill kaupa. Fjármuni sem mundu losna árlega á fjárlögum við þá ráðstöfun mætti nota til að fjármagna samkeppnissjóð til styrktar framleiðslu á íslensku efni sem miðlað væri í gegnum einhvern af þeim fjölmörgu miðlum sem nútímatækni býður upp á.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar