RÚV og menningin Haukur Logi Karlsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Í veröldinni sem var hafði Ríkisútvarpið mikilvægu hlutverki að gegna bæði í miðlun og framleiðslu útvarps- og sjónvarpsefnis. Árið 1986, fyrir 28 árum, hafði tækninni fleygt nægilega fram til þess að aðkoma ríkisins var ekki lengur forsenda fyrir íslenskum ljósvakamiðlum. Síðan er liðinn hálfur mannsaldur þar sem framfarir í tækni hafa séð til þess að hægt en örugglega hefur fjarað undan rökum fyrir ljósvakamiðlun á vegum ríkisins. Í gegnum ljósleiðara og önnur nýtísku fjarskiptakerfi reiðir Ríkisútvarpið sig núorðið á innviði í eigu annarra til þess að miðla efni sem að nokkrum hluta er framleitt af einkaaðilum. Það er því von að spurt sé hvort rekstur ríkismiðils sé tímaskekkja ef hann hefur það eina hlutverk að vera einn af mörgum milliliðum á milli fjarskiptakerfa og efnisframleiðanda. Þrátt fyrir að rökin skorti fyrir ríkismiðlun kunna enn að vera menningarleg rök fyrir aðkomu ríkisins að framleiðslu efnis. Í því samhengi er Ríkisútvarp augljóslega ekki forsenda. Ef skipuleggja ætti slíka aðkomu í dag væri það ekki gert með því að stofna Ríkisútvarp. Eðlilegast væri að þeim fjármunum sem ríkið kýs að verja í framleiðslu sjónvarps og útvarpsefnis væri úthlutað í gegnum samkeppnissjóð þar sem öllum landsmönnum gæfist kostur á að koma sínum hugmyndum að á jafnræðisgrunni. Birting gæti svo farið fram hvar sem er og jafnvel með áskilnaði um opinn aðgang. Eins og staðan er í dag er starfsmönnum Ríkisútvarpsins treyst fyrir mörg þúsund milljónum árlega til þess að framleiða og kaupa efni án þess að raunverulegt gagnsæi sé í hvernig þeim fjármunum er varið.Tímaskekkja Menningarrökin ná ekki til stórs hluta þess sem Ríkisútvarpið sinnir í dag. Kaup ríkisins á annars og þriðja flokks afþreyingarefni erlendis frá er tímaskekkja. Einkaaðilar og jafnvel bloggsíður sinna íþróttaefni betur en Ríkisútvarpið. Fréttastofan er stundum ágæt og stundum ekki. Gæðalega stendur hún öðrum miðlum ekki framar og hún er að auki alveg jafn berskjölduð fyrir pólitískum hráskinnaleik og aðrar fréttastofur. Sérstök rök fyrir aðkomu ríkisins að fréttaflutningi skortir í umhverfi þar sem fjöldi einkaaðila gerir nákvæmlega það sama með svipuðum árangri. Þegar nostalgíunni eftir því sem var á gullöld almannasjónvarpsins sleppir er fátt sem mælir á móti því að Ríkisútvarpið verði skrúfað í sundur og þeir hlutar seldir sem einhver vill kaupa. Fjármuni sem mundu losna árlega á fjárlögum við þá ráðstöfun mætti nota til að fjármagna samkeppnissjóð til styrktar framleiðslu á íslensku efni sem miðlað væri í gegnum einhvern af þeim fjölmörgu miðlum sem nútímatækni býður upp á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í veröldinni sem var hafði Ríkisútvarpið mikilvægu hlutverki að gegna bæði í miðlun og framleiðslu útvarps- og sjónvarpsefnis. Árið 1986, fyrir 28 árum, hafði tækninni fleygt nægilega fram til þess að aðkoma ríkisins var ekki lengur forsenda fyrir íslenskum ljósvakamiðlum. Síðan er liðinn hálfur mannsaldur þar sem framfarir í tækni hafa séð til þess að hægt en örugglega hefur fjarað undan rökum fyrir ljósvakamiðlun á vegum ríkisins. Í gegnum ljósleiðara og önnur nýtísku fjarskiptakerfi reiðir Ríkisútvarpið sig núorðið á innviði í eigu annarra til þess að miðla efni sem að nokkrum hluta er framleitt af einkaaðilum. Það er því von að spurt sé hvort rekstur ríkismiðils sé tímaskekkja ef hann hefur það eina hlutverk að vera einn af mörgum milliliðum á milli fjarskiptakerfa og efnisframleiðanda. Þrátt fyrir að rökin skorti fyrir ríkismiðlun kunna enn að vera menningarleg rök fyrir aðkomu ríkisins að framleiðslu efnis. Í því samhengi er Ríkisútvarp augljóslega ekki forsenda. Ef skipuleggja ætti slíka aðkomu í dag væri það ekki gert með því að stofna Ríkisútvarp. Eðlilegast væri að þeim fjármunum sem ríkið kýs að verja í framleiðslu sjónvarps og útvarpsefnis væri úthlutað í gegnum samkeppnissjóð þar sem öllum landsmönnum gæfist kostur á að koma sínum hugmyndum að á jafnræðisgrunni. Birting gæti svo farið fram hvar sem er og jafnvel með áskilnaði um opinn aðgang. Eins og staðan er í dag er starfsmönnum Ríkisútvarpsins treyst fyrir mörg þúsund milljónum árlega til þess að framleiða og kaupa efni án þess að raunverulegt gagnsæi sé í hvernig þeim fjármunum er varið.Tímaskekkja Menningarrökin ná ekki til stórs hluta þess sem Ríkisútvarpið sinnir í dag. Kaup ríkisins á annars og þriðja flokks afþreyingarefni erlendis frá er tímaskekkja. Einkaaðilar og jafnvel bloggsíður sinna íþróttaefni betur en Ríkisútvarpið. Fréttastofan er stundum ágæt og stundum ekki. Gæðalega stendur hún öðrum miðlum ekki framar og hún er að auki alveg jafn berskjölduð fyrir pólitískum hráskinnaleik og aðrar fréttastofur. Sérstök rök fyrir aðkomu ríkisins að fréttaflutningi skortir í umhverfi þar sem fjöldi einkaaðila gerir nákvæmlega það sama með svipuðum árangri. Þegar nostalgíunni eftir því sem var á gullöld almannasjónvarpsins sleppir er fátt sem mælir á móti því að Ríkisútvarpið verði skrúfað í sundur og þeir hlutar seldir sem einhver vill kaupa. Fjármuni sem mundu losna árlega á fjárlögum við þá ráðstöfun mætti nota til að fjármagna samkeppnissjóð til styrktar framleiðslu á íslensku efni sem miðlað væri í gegnum einhvern af þeim fjölmörgu miðlum sem nútímatækni býður upp á.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun