Höldum hagkerfinu gangandi Hörður Harðarson skrifar 18. desember 2014 07:00 Talsmenn verslunarinnar í landinu hafa að undanförnu beitt sér mjög gegn íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu. Sætir furðu hversu óvægin sú herferð hefur verið. Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni? Ekki er langt síðan Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóðu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi. Í kynningarefni þess segir meðal annars: „Þegar þú velur verslun og þjónustu á Íslandi heldurðu hagkerfinu gangandi.“ En það gæti einnig verið freistandi að setjast niður eina kvöldstund við tölvuna og kaupa allar jólagjafirnar í kínverskum netverslunum fyrir brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta í verslun á Íslandi. Breytir engu þó þær vörur gætu reynst falsaðar eða óvandaðar ef við hugsum eingöngu út frá verði eins og Ólafur gerir. Fróðlegt er að spyrja: Hvernig tæki verslunin því ef samtök bænda færu í herferð fyrir því að verslað yrði eingöngu við netverslanir sem bjóða lægstu verðin? Engum samtökum myndi detta í huga að leggjast í svo lágkúrulega herferð. Við svínabændur tökum nefnilega undir þennan málflutning SVÞ um mikilvægi þess að versla við innlenda verslun og það má auðveldlega heimfæra hann upp á okkar búskap. Innlend verslun skapar fjölda starfa og afleidd umsvif sem kemur okkur öllum til góða. Það kæmi ekki almenningi til góða ef verslun flosnaði upp í stórum stíl vegna flóðbylgju af ódýrum varningi að utan. Hið sama á við um landbúnað. Með því að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir getur almenningur gengið að því sem vísu að um hágæða vöru sé að ræða enda starfa íslensk svínabú í samræmi við eina framsæknustu löggjöf í heiminum á sviði matvælaframleiðslu og dýravelferðar auk þess sem notkun sýklalyfja við eldið hér á landi er með því minnsta sem gerist. Þá sköpum við bændur mikinn fjölda beinna og afleiddra starfa með starfsemi okkar. Einnig væri nær fyrir Samtök atvinnurekanda að fara í herferð gegn þeim framleiðendum sem blanda erlendu og innlendu hráefni saman en gæta þess að fela vel eða segja ekki frá á umbúðum hvers kyns er. Öllu máli skiptir að hér á landi þrífist fjölbreytt atvinnustarfsemi, landbúnaður, verslun eða eitthvað annað. Með því að velja íslenskt höldum við hagkerfinu gangandi og tryggjum störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Talsmenn verslunarinnar í landinu hafa að undanförnu beitt sér mjög gegn íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu. Sætir furðu hversu óvægin sú herferð hefur verið. Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni? Ekki er langt síðan Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóðu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi. Í kynningarefni þess segir meðal annars: „Þegar þú velur verslun og þjónustu á Íslandi heldurðu hagkerfinu gangandi.“ En það gæti einnig verið freistandi að setjast niður eina kvöldstund við tölvuna og kaupa allar jólagjafirnar í kínverskum netverslunum fyrir brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta í verslun á Íslandi. Breytir engu þó þær vörur gætu reynst falsaðar eða óvandaðar ef við hugsum eingöngu út frá verði eins og Ólafur gerir. Fróðlegt er að spyrja: Hvernig tæki verslunin því ef samtök bænda færu í herferð fyrir því að verslað yrði eingöngu við netverslanir sem bjóða lægstu verðin? Engum samtökum myndi detta í huga að leggjast í svo lágkúrulega herferð. Við svínabændur tökum nefnilega undir þennan málflutning SVÞ um mikilvægi þess að versla við innlenda verslun og það má auðveldlega heimfæra hann upp á okkar búskap. Innlend verslun skapar fjölda starfa og afleidd umsvif sem kemur okkur öllum til góða. Það kæmi ekki almenningi til góða ef verslun flosnaði upp í stórum stíl vegna flóðbylgju af ódýrum varningi að utan. Hið sama á við um landbúnað. Með því að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir getur almenningur gengið að því sem vísu að um hágæða vöru sé að ræða enda starfa íslensk svínabú í samræmi við eina framsæknustu löggjöf í heiminum á sviði matvælaframleiðslu og dýravelferðar auk þess sem notkun sýklalyfja við eldið hér á landi er með því minnsta sem gerist. Þá sköpum við bændur mikinn fjölda beinna og afleiddra starfa með starfsemi okkar. Einnig væri nær fyrir Samtök atvinnurekanda að fara í herferð gegn þeim framleiðendum sem blanda erlendu og innlendu hráefni saman en gæta þess að fela vel eða segja ekki frá á umbúðum hvers kyns er. Öllu máli skiptir að hér á landi þrífist fjölbreytt atvinnustarfsemi, landbúnaður, verslun eða eitthvað annað. Með því að velja íslenskt höldum við hagkerfinu gangandi og tryggjum störf.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar