Höldum hagkerfinu gangandi Hörður Harðarson skrifar 18. desember 2014 07:00 Talsmenn verslunarinnar í landinu hafa að undanförnu beitt sér mjög gegn íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu. Sætir furðu hversu óvægin sú herferð hefur verið. Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni? Ekki er langt síðan Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóðu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi. Í kynningarefni þess segir meðal annars: „Þegar þú velur verslun og þjónustu á Íslandi heldurðu hagkerfinu gangandi.“ En það gæti einnig verið freistandi að setjast niður eina kvöldstund við tölvuna og kaupa allar jólagjafirnar í kínverskum netverslunum fyrir brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta í verslun á Íslandi. Breytir engu þó þær vörur gætu reynst falsaðar eða óvandaðar ef við hugsum eingöngu út frá verði eins og Ólafur gerir. Fróðlegt er að spyrja: Hvernig tæki verslunin því ef samtök bænda færu í herferð fyrir því að verslað yrði eingöngu við netverslanir sem bjóða lægstu verðin? Engum samtökum myndi detta í huga að leggjast í svo lágkúrulega herferð. Við svínabændur tökum nefnilega undir þennan málflutning SVÞ um mikilvægi þess að versla við innlenda verslun og það má auðveldlega heimfæra hann upp á okkar búskap. Innlend verslun skapar fjölda starfa og afleidd umsvif sem kemur okkur öllum til góða. Það kæmi ekki almenningi til góða ef verslun flosnaði upp í stórum stíl vegna flóðbylgju af ódýrum varningi að utan. Hið sama á við um landbúnað. Með því að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir getur almenningur gengið að því sem vísu að um hágæða vöru sé að ræða enda starfa íslensk svínabú í samræmi við eina framsæknustu löggjöf í heiminum á sviði matvælaframleiðslu og dýravelferðar auk þess sem notkun sýklalyfja við eldið hér á landi er með því minnsta sem gerist. Þá sköpum við bændur mikinn fjölda beinna og afleiddra starfa með starfsemi okkar. Einnig væri nær fyrir Samtök atvinnurekanda að fara í herferð gegn þeim framleiðendum sem blanda erlendu og innlendu hráefni saman en gæta þess að fela vel eða segja ekki frá á umbúðum hvers kyns er. Öllu máli skiptir að hér á landi þrífist fjölbreytt atvinnustarfsemi, landbúnaður, verslun eða eitthvað annað. Með því að velja íslenskt höldum við hagkerfinu gangandi og tryggjum störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Talsmenn verslunarinnar í landinu hafa að undanförnu beitt sér mjög gegn íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu. Sætir furðu hversu óvægin sú herferð hefur verið. Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni? Ekki er langt síðan Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóðu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi. Í kynningarefni þess segir meðal annars: „Þegar þú velur verslun og þjónustu á Íslandi heldurðu hagkerfinu gangandi.“ En það gæti einnig verið freistandi að setjast niður eina kvöldstund við tölvuna og kaupa allar jólagjafirnar í kínverskum netverslunum fyrir brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta í verslun á Íslandi. Breytir engu þó þær vörur gætu reynst falsaðar eða óvandaðar ef við hugsum eingöngu út frá verði eins og Ólafur gerir. Fróðlegt er að spyrja: Hvernig tæki verslunin því ef samtök bænda færu í herferð fyrir því að verslað yrði eingöngu við netverslanir sem bjóða lægstu verðin? Engum samtökum myndi detta í huga að leggjast í svo lágkúrulega herferð. Við svínabændur tökum nefnilega undir þennan málflutning SVÞ um mikilvægi þess að versla við innlenda verslun og það má auðveldlega heimfæra hann upp á okkar búskap. Innlend verslun skapar fjölda starfa og afleidd umsvif sem kemur okkur öllum til góða. Það kæmi ekki almenningi til góða ef verslun flosnaði upp í stórum stíl vegna flóðbylgju af ódýrum varningi að utan. Hið sama á við um landbúnað. Með því að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir getur almenningur gengið að því sem vísu að um hágæða vöru sé að ræða enda starfa íslensk svínabú í samræmi við eina framsæknustu löggjöf í heiminum á sviði matvælaframleiðslu og dýravelferðar auk þess sem notkun sýklalyfja við eldið hér á landi er með því minnsta sem gerist. Þá sköpum við bændur mikinn fjölda beinna og afleiddra starfa með starfsemi okkar. Einnig væri nær fyrir Samtök atvinnurekanda að fara í herferð gegn þeim framleiðendum sem blanda erlendu og innlendu hráefni saman en gæta þess að fela vel eða segja ekki frá á umbúðum hvers kyns er. Öllu máli skiptir að hér á landi þrífist fjölbreytt atvinnustarfsemi, landbúnaður, verslun eða eitthvað annað. Með því að velja íslenskt höldum við hagkerfinu gangandi og tryggjum störf.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun