Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór Sigrún Benediktsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:00 Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það gerðist, ég veit ekki af hverju það gerðist eða hvernig það gerðist, það bara gerðist. Ég þreytti inntökupróf í Læknadeild HÍ, meira að segja tvisvar, svo mikill var áhuginn. Ég var síðan himinsæl þegar ég komst inn. Ég fékk að vera með. Í deildinni átti ég dásamlegan tíma. Fyrstu þrjú árin voru aðallega bókleg en við fengum að stíga með litlu tána inn á spítalana svona endrum og sinnum. Þvílíkur heimur! Á fjórða ári í Læknadeild byrjar lífið. Viðvera inni á deildum spítalans, undir handleiðslu þessara frábæru lækna sem starfa hér á landi. Mikil viðvera, dagleg, stundum fram á nótt, stundum um helgar – sem nemi. Mér varð fljótt ljóst að lífið innan spítalans var ekki alveg eins og annars staðar. Kandídatar og unglæknar unnu kannski frá 8 að morgni til miðnættis og voru samt mættir daginn eftir kl. 8 í vinnu. Sérfræðingar voru heima á bakvakt, kallaðir í hús seint að kvöldi eða um miðjar nætur og engu að síður komnir kl. 8 morguninn eftir til að sinna dagvinnu. Þessir læknar virtust flestir eiga fjölskyldu, sumir voru jafnvel með ung börn. Eðlilega var ég hugsi. Ætli þau sjái nokkurn tíma fólkið sitt? Í þrjú ár sem klínískur nemi sá ég líka hvernig ástandið fór versnandi. Alltaf virtist fækka í hópi lækna. Fleiri unglæknar drifu sig út í sérnám fyrr af því það er það sem unglæknar þurfa að gera. Þeir þurfa að fara af landi brott til að klára nám sitt. Þeir ætla að verða sérfræðingar þegar þeir verða stórir. Þeir sem eru orðnir stórir sérfræðingar koma síðan ekki heim. Þeir sem voru komnir heim fóru jafnvel aftur utan. Þannig voru færri eftir hérna heima. Færri til að skipta með sér vöktum. Færri til að vinna jafn mikla vinnu – nei, meiri vinnu. En af hverju vill enginn koma heim? Það er ekki bara af því að húsnæðið er úr sér gengið. Það er ekki bara af því að nauðsynleg tæki eru biluð, ónýt eða jafnvel ekki til á landinu. Það er ekki bara af því að veðrið er betra í útlöndum. Það er líka út af kjörunum. Ísland er ekki samkeppnishæft. Læknar hérlendis hafa dregist aftur úr. Aftur úr kollegum sínum erlendis. Aftur úr öðrum háskólamenntuðum stéttum hérlendis.Eigum betra skilið Ég útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands í sumar. Ég er núna læknakandídat. Grunnlaun mín eru á mánuði 340.734 kr. fyrir skatt. Þetta fæ ég að loknum 6 árum í háskóla. Byrjunarlaun sérfræðings sem er nýkominn heim úr sérnámi, sem er í það minnsta 5 ár ofan á 6 ár í læknadeild og kandídatsár, eru 530.556 kr. Launatafla okkar er einföld og hana er auðvelt að nálgast (http://www.lis.is/Kjaramal/Kjarasamningar). Laun eru ekki það sama og tekjur. Suma mánuði tek ég margar vaktir og fæ þá þolanlega summu á launaseðilinn að mér finnst. Mér finnst það allavega alveg þar til að ég átta mig hversu mikil vinna liggur að baki upphæðinni. Þá verð ég sár. Mér sárnar um hver mánaðamót. Mér finnst ég eiga betra skilið. Mér finnst við öll eiga betra skilið. Við sem þjóð eigum skilið öflugt og gott heilbrigðiskerfi sem allir hafa aðgang að. Við eigum skilið að stjórnvöld grípi í taumana, semji við lækna og bjargi því sem bjargað verður. Það er að verða of seint. Ég hef skrifað undir yfirlýsingu læknakandídata þess efnis að ég hyggist ekki ráða mig sem almennan lækni við heilbrigðisstofnanir hér á landi þegar kandídatsári mínu líkur. Ekki fyrr en viðunandi kjarasamningar við lækna hafa verið undirritaðir. Ég ætla enn að verða læknir þegar ég verð stór. Eins og staðan er núna langar mig ekki að vera læknir á Íslandi. Vonandi breytist það sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það gerðist, ég veit ekki af hverju það gerðist eða hvernig það gerðist, það bara gerðist. Ég þreytti inntökupróf í Læknadeild HÍ, meira að segja tvisvar, svo mikill var áhuginn. Ég var síðan himinsæl þegar ég komst inn. Ég fékk að vera með. Í deildinni átti ég dásamlegan tíma. Fyrstu þrjú árin voru aðallega bókleg en við fengum að stíga með litlu tána inn á spítalana svona endrum og sinnum. Þvílíkur heimur! Á fjórða ári í Læknadeild byrjar lífið. Viðvera inni á deildum spítalans, undir handleiðslu þessara frábæru lækna sem starfa hér á landi. Mikil viðvera, dagleg, stundum fram á nótt, stundum um helgar – sem nemi. Mér varð fljótt ljóst að lífið innan spítalans var ekki alveg eins og annars staðar. Kandídatar og unglæknar unnu kannski frá 8 að morgni til miðnættis og voru samt mættir daginn eftir kl. 8 í vinnu. Sérfræðingar voru heima á bakvakt, kallaðir í hús seint að kvöldi eða um miðjar nætur og engu að síður komnir kl. 8 morguninn eftir til að sinna dagvinnu. Þessir læknar virtust flestir eiga fjölskyldu, sumir voru jafnvel með ung börn. Eðlilega var ég hugsi. Ætli þau sjái nokkurn tíma fólkið sitt? Í þrjú ár sem klínískur nemi sá ég líka hvernig ástandið fór versnandi. Alltaf virtist fækka í hópi lækna. Fleiri unglæknar drifu sig út í sérnám fyrr af því það er það sem unglæknar þurfa að gera. Þeir þurfa að fara af landi brott til að klára nám sitt. Þeir ætla að verða sérfræðingar þegar þeir verða stórir. Þeir sem eru orðnir stórir sérfræðingar koma síðan ekki heim. Þeir sem voru komnir heim fóru jafnvel aftur utan. Þannig voru færri eftir hérna heima. Færri til að skipta með sér vöktum. Færri til að vinna jafn mikla vinnu – nei, meiri vinnu. En af hverju vill enginn koma heim? Það er ekki bara af því að húsnæðið er úr sér gengið. Það er ekki bara af því að nauðsynleg tæki eru biluð, ónýt eða jafnvel ekki til á landinu. Það er ekki bara af því að veðrið er betra í útlöndum. Það er líka út af kjörunum. Ísland er ekki samkeppnishæft. Læknar hérlendis hafa dregist aftur úr. Aftur úr kollegum sínum erlendis. Aftur úr öðrum háskólamenntuðum stéttum hérlendis.Eigum betra skilið Ég útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands í sumar. Ég er núna læknakandídat. Grunnlaun mín eru á mánuði 340.734 kr. fyrir skatt. Þetta fæ ég að loknum 6 árum í háskóla. Byrjunarlaun sérfræðings sem er nýkominn heim úr sérnámi, sem er í það minnsta 5 ár ofan á 6 ár í læknadeild og kandídatsár, eru 530.556 kr. Launatafla okkar er einföld og hana er auðvelt að nálgast (http://www.lis.is/Kjaramal/Kjarasamningar). Laun eru ekki það sama og tekjur. Suma mánuði tek ég margar vaktir og fæ þá þolanlega summu á launaseðilinn að mér finnst. Mér finnst það allavega alveg þar til að ég átta mig hversu mikil vinna liggur að baki upphæðinni. Þá verð ég sár. Mér sárnar um hver mánaðamót. Mér finnst ég eiga betra skilið. Mér finnst við öll eiga betra skilið. Við sem þjóð eigum skilið öflugt og gott heilbrigðiskerfi sem allir hafa aðgang að. Við eigum skilið að stjórnvöld grípi í taumana, semji við lækna og bjargi því sem bjargað verður. Það er að verða of seint. Ég hef skrifað undir yfirlýsingu læknakandídata þess efnis að ég hyggist ekki ráða mig sem almennan lækni við heilbrigðisstofnanir hér á landi þegar kandídatsári mínu líkur. Ekki fyrr en viðunandi kjarasamningar við lækna hafa verið undirritaðir. Ég ætla enn að verða læknir þegar ég verð stór. Eins og staðan er núna langar mig ekki að vera læknir á Íslandi. Vonandi breytist það sem fyrst.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun