Sorgin, vonin og Sánkti Jó Gunnar Rafn Jónsson læknir skrifar 18. desember 2014 07:00 Sorg ríkti í brjóstum margra, þegar St. Jósepsspítalanum í Hafnarfirði var lokað. Hins vegar er það svo, að erfiðleikar hafa oft í för með sér aukin tækifæri, tækifæri til þróunar og nýsköpunar. Þess vegna sjáum við nú von, von til þess að einstaklingar, félagasamtök, bæjarfélög og fyrirtæki sjái sér hag í að kaupa húsnæðið og hefja starfsemi að nýju. Frestur er senn á enda til þess að gera tilboð í húseignirnar. Hvað vilt þú, lesandi góður? Hvernig starfsemi vilt þú sjá á St. Jósepsspítala? Á meðan þú ert að velta spurningunum og væntanlegum svörum fyrir þér, langar mig að segja þér þetta. Tími jóla og áramóta er á næstu grösum, þessi tími fagnaðar, gleði, árnaðaróska og áramótaheita. Flest okkar geymum við í hjörtum okkar einlægar óskir um lífið, hvað okkur langar til að verða, gera, upplifa, hvernig persónur við viljum vera. Einhvern veginn er það nú samt svo að okkur tekst ekki alltaf vel upp. Mögulega getum við mætt ótta, efasemdum, áhyggjum, vanmáttarkennd, fordómum, ístöðuleysi, agaleysi og vanþekkingu. Við getum leitað svara hjá vinum og vandamönnum, hlustað á fjölmiðla, trúarstofnanir, stjórnmálamenn, vísindamenn og fræðsluyfirvöld. Margir verða ráðvilltir og kasta ábyrgðinni yfir á þessa einstaklinga og stofnanir sem stundum fá samheitið kennivald. Menn láta einfaldlega berast með straumnum. Þá er svo auðvelt að gagnrýna og kenna öðrum um ef illa gengur. Öll viljum við vera glöð og ástunda kærleika. Við sýnum samferðarmönnum okkar virðingu, alúð, tillitssemi og ást. Við leitum stuðnings hjá vinum, ættingjum, lesum uppbyggjandi bækur, sjálfshjálparbækur um hamingjuna og mannræktina. Við förum í leikhús, sjáum góðar myndir, stundum íþróttir, erum meðlimir í félagasamtökum og klúbbum. Höndlun lífshamingjunnar krefst ástar, krefst þess að viðkomandi sé sáttur við sjálfan sig, elski sjálfan sig. En hvað þarf til þess að rækta ástina? Ástin krefst umhyggju, ábyrgðarkenndar, virðingar og þekkingar. Þar sem ástin er list, þarf hún æfingu, aga, þolinmæði og einbeitingu. Einstaklingurinn þarf að þekkja sjálfan sig, vera hlutlægur, auðmjúkur, skynsamur og öðlast hæfni í að sjá einstaklinga og hluti, eins og þeir eru. Því spyr ég þig, lesandi góður, hvað þráir hjarta þitt? Láttu ekki hefðir, óöryggi, innrætingu, dulin viðhorf eða ótta hindra þig í að ná markmiði þínu. Þú skapar þína eigin framtíð og þú berð ábyrgð á eigin lífi. Sú ábyrgð felur í sér skuldbindingu gagnvart hvers konar áskorun, hættum og vandamálum.Hagur sem flestra En þá gætir þú spurt, lesandi góður: „Hvernig tengist titill greinarinnar þessari hugleiðingu? Svar mitt er þetta: Rannsóknarniðurstöður hafa undanfarin ár sannað óvefengjanlega mátt andans, vitundarinnar, til þess að hafa áhrif á líðan, halda heilbrigði og koma í veg fyrir sjúkdóma. Nútímarannsóknir í heilbrigðisfræðum sýna, að tilfinningar, streita, umhverfisþættir, matur, trú okkar, bænir og annað þess háttar kemur boðum yfir til erfðaefnisins. Með þetta í huga verður ábyrgð okkar enn meiri, hvað snertir eigin sjúkdóma. Einnig getum við beitt áhrifum okkar til góðs á fjölskyldu okkar, samfélag og alla framtíð. Þannig virðist líkaminn lesa úr hugsunum okkar og tilfinningum. Nokkrar rannsóknir sýna að, hvað einstaklingi finnst um heilsu sína ráði mestu um, hve lengi viðkomandi lifir. Ímyndið ykkur nú, hvílíkan sparnað heilbrigðiskerfið gæti sýnt fram á með að virkja þessa þætti til fullnustu. Með því móti mætti draga stórkostlega úr sjúkdómum. Nýjustu rannsóknir í heilbrigðisvísindum, utangena-erfðafræðin, heilbrigð skynsemi og samdráttur í framlagi hins opinbera til heilbrigðismála kallar á breytingar. Vellíðan, kærleikur og ást yrði þannig ríkjandi, ekki bara í samskiptum manna heldur einnig í umgengni mannsins við náttúruna, við jörðina alla. Ég kalla eftir víðtækri samstöðu, hugmyndum og útfærslum um farsæla lausn fyrir St. Jósepsspítala! Fjárfestum til framtíðar með hag sem flestra að leiðarljósi.Hugmyndir, markmið og árangur: alhliða, heildræn miðstöð heilbrigðisfræða á St. Jósepsspítala þar verða landssamtök um bætta lýðheilsu til húsa þar vinnur fagfólk saman, jafnt með vestræn og austræn viðhorf að leiðarljósi höfuðáhersla á forvarnir og ábyrgð einstaklinga á heilsu sinni allir skynji að allt hefur áhrif áhersla á kærleika og jákvæða hugsun sem leiðir til samkenndar, friðar og gleði þar verður aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur við sjálfsskoðun, þjálfun vitundarinnar til heilbrigðis og eflingu tilfinningaþroskans á St. Jósepsspítala mun samhugur, samkennd og samvinna ríkja þannig aukum við hamingju, kærleika, gleði og frið í samfélaginu Viltu verða samferða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sorg ríkti í brjóstum margra, þegar St. Jósepsspítalanum í Hafnarfirði var lokað. Hins vegar er það svo, að erfiðleikar hafa oft í för með sér aukin tækifæri, tækifæri til þróunar og nýsköpunar. Þess vegna sjáum við nú von, von til þess að einstaklingar, félagasamtök, bæjarfélög og fyrirtæki sjái sér hag í að kaupa húsnæðið og hefja starfsemi að nýju. Frestur er senn á enda til þess að gera tilboð í húseignirnar. Hvað vilt þú, lesandi góður? Hvernig starfsemi vilt þú sjá á St. Jósepsspítala? Á meðan þú ert að velta spurningunum og væntanlegum svörum fyrir þér, langar mig að segja þér þetta. Tími jóla og áramóta er á næstu grösum, þessi tími fagnaðar, gleði, árnaðaróska og áramótaheita. Flest okkar geymum við í hjörtum okkar einlægar óskir um lífið, hvað okkur langar til að verða, gera, upplifa, hvernig persónur við viljum vera. Einhvern veginn er það nú samt svo að okkur tekst ekki alltaf vel upp. Mögulega getum við mætt ótta, efasemdum, áhyggjum, vanmáttarkennd, fordómum, ístöðuleysi, agaleysi og vanþekkingu. Við getum leitað svara hjá vinum og vandamönnum, hlustað á fjölmiðla, trúarstofnanir, stjórnmálamenn, vísindamenn og fræðsluyfirvöld. Margir verða ráðvilltir og kasta ábyrgðinni yfir á þessa einstaklinga og stofnanir sem stundum fá samheitið kennivald. Menn láta einfaldlega berast með straumnum. Þá er svo auðvelt að gagnrýna og kenna öðrum um ef illa gengur. Öll viljum við vera glöð og ástunda kærleika. Við sýnum samferðarmönnum okkar virðingu, alúð, tillitssemi og ást. Við leitum stuðnings hjá vinum, ættingjum, lesum uppbyggjandi bækur, sjálfshjálparbækur um hamingjuna og mannræktina. Við förum í leikhús, sjáum góðar myndir, stundum íþróttir, erum meðlimir í félagasamtökum og klúbbum. Höndlun lífshamingjunnar krefst ástar, krefst þess að viðkomandi sé sáttur við sjálfan sig, elski sjálfan sig. En hvað þarf til þess að rækta ástina? Ástin krefst umhyggju, ábyrgðarkenndar, virðingar og þekkingar. Þar sem ástin er list, þarf hún æfingu, aga, þolinmæði og einbeitingu. Einstaklingurinn þarf að þekkja sjálfan sig, vera hlutlægur, auðmjúkur, skynsamur og öðlast hæfni í að sjá einstaklinga og hluti, eins og þeir eru. Því spyr ég þig, lesandi góður, hvað þráir hjarta þitt? Láttu ekki hefðir, óöryggi, innrætingu, dulin viðhorf eða ótta hindra þig í að ná markmiði þínu. Þú skapar þína eigin framtíð og þú berð ábyrgð á eigin lífi. Sú ábyrgð felur í sér skuldbindingu gagnvart hvers konar áskorun, hættum og vandamálum.Hagur sem flestra En þá gætir þú spurt, lesandi góður: „Hvernig tengist titill greinarinnar þessari hugleiðingu? Svar mitt er þetta: Rannsóknarniðurstöður hafa undanfarin ár sannað óvefengjanlega mátt andans, vitundarinnar, til þess að hafa áhrif á líðan, halda heilbrigði og koma í veg fyrir sjúkdóma. Nútímarannsóknir í heilbrigðisfræðum sýna, að tilfinningar, streita, umhverfisþættir, matur, trú okkar, bænir og annað þess háttar kemur boðum yfir til erfðaefnisins. Með þetta í huga verður ábyrgð okkar enn meiri, hvað snertir eigin sjúkdóma. Einnig getum við beitt áhrifum okkar til góðs á fjölskyldu okkar, samfélag og alla framtíð. Þannig virðist líkaminn lesa úr hugsunum okkar og tilfinningum. Nokkrar rannsóknir sýna að, hvað einstaklingi finnst um heilsu sína ráði mestu um, hve lengi viðkomandi lifir. Ímyndið ykkur nú, hvílíkan sparnað heilbrigðiskerfið gæti sýnt fram á með að virkja þessa þætti til fullnustu. Með því móti mætti draga stórkostlega úr sjúkdómum. Nýjustu rannsóknir í heilbrigðisvísindum, utangena-erfðafræðin, heilbrigð skynsemi og samdráttur í framlagi hins opinbera til heilbrigðismála kallar á breytingar. Vellíðan, kærleikur og ást yrði þannig ríkjandi, ekki bara í samskiptum manna heldur einnig í umgengni mannsins við náttúruna, við jörðina alla. Ég kalla eftir víðtækri samstöðu, hugmyndum og útfærslum um farsæla lausn fyrir St. Jósepsspítala! Fjárfestum til framtíðar með hag sem flestra að leiðarljósi.Hugmyndir, markmið og árangur: alhliða, heildræn miðstöð heilbrigðisfræða á St. Jósepsspítala þar verða landssamtök um bætta lýðheilsu til húsa þar vinnur fagfólk saman, jafnt með vestræn og austræn viðhorf að leiðarljósi höfuðáhersla á forvarnir og ábyrgð einstaklinga á heilsu sinni allir skynji að allt hefur áhrif áhersla á kærleika og jákvæða hugsun sem leiðir til samkenndar, friðar og gleði þar verður aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur við sjálfsskoðun, þjálfun vitundarinnar til heilbrigðis og eflingu tilfinningaþroskans á St. Jósepsspítala mun samhugur, samkennd og samvinna ríkja þannig aukum við hamingju, kærleika, gleði og frið í samfélaginu Viltu verða samferða?
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun