Hættumerki í heilbrigðiskerfinu Ingunn Bjarnadóttir Solberg skrifar 18. desember 2014 07:00 Óánægja lækna með laun og starfskjör fer hátt þessa dagana og þeir hafa gripið til aðgerða sem hafa mikil áhrif. Að mínu mati hefur þessi óánægja kraumað undir yfirborðinu í fjölda ára og kemur ekki á óvart að nú hafi soðið upp úr. Vorið 2010 var gerð rannsókn meðal allra starfandi lækna á Íslandi, þar sem 61 prósent svaraði. Sama ár var gerð rannsókn meðal 1.500 norskra lækna þar sem 67 prósent svöruðu. Strax þá sáust ýmis hættumerki um slæmt ástand heilbrigðiskerfisins á Íslandi, slæmar vinnuaðstæður, slæm launakjör og óánægju í starfi miðað við starfsbræður í Noregi. Rannsóknir hafa sýnt að líkur á að upplifa kulnun, að hætta að vinna sem læknar og að flytja af landi brott er meiri hjá læknum sem eru óánægðir í starfi en hinum. Einnig eru tengsl milli starfsánægju lækna og ánægju sjúklinga og gæða heilbrigðisþjónustu. Flestir læknar á Íslandi (77 prósent) upplifðu að sparnaðarráðstafanir í kjölfar kreppunnar hefðu áhrif á vinnu þeirra. Þetta hafði neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra. Margir sérfræðilæknar (63 prósent) svöruðu að áhyggjur af eigin fjárhag væru streituvaldandi að litlu, einhverju eða miklu leyti. Því meiri sem streituvaldandi áhyggjur voru af eigin fjárhag því meiri líkur voru á því að sérfræðilæknar hefðu hugleitt að flytja og starfa erlendis. 63 prósent sérfræðilækna höfðu hugleitt að flytja og starfa erlendis og 4 prósent sögðust flytja utan á næstu tveimur árum. Þeir sérfræðilæknar sem störfuðu erlendis í fríum voru fimm sinnum líklegri til að hafa hugleitt að flytja og starfa erlendis. Læknar sem voru óánægðir í starfi voru líka líklegri til að hafa hugleitt þetta.Tími til að forgangsraða Hvað varðar starfsánægju íslensku læknanna voru þeir óánægðari en norskir læknar. Stærsti munurinn var varðandi launin, íslensku læknarnir voru miklu óánægðari með launin. Einnig var verulegur munur á ánægju með möguleika eða tækifæri til að nota eigin hæfileika í vinnunni og vinnutíma. Íslensku læknarnir voru líka óánægðari með vinnuaðstæður og viðurkenningu fyrir góða vinnu. Yngri læknar á Íslandi voru óánægðari í starfi en eldri. Streita tengd því að ná jafnvægi milli heimilis og vinnu var há meðal íslensku læknanna og þetta hafði áhrif á starfsánægju þeirra. Þetta var árið 2010, öllum má vera ljóst að ekki er staðan betri í dag fjórum árum síðar. Því er ljóst að kominn er tími til að forgangsraða læknum og heilbrigðiskerfinu í hag – annars tapa allir. (Greinar úr rannsókninni: Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. The impact of economic factors on migration considerations among Icelandic specialist doctors: a cross-sectional study. BMC Health Serv Res 2013; 13: 524. Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. Cross-national comparison of job satisfaction in doctors during economic recession. Occup Med (Lond) 2014. doi:10.1093/occmed/kqu114.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Óánægja lækna með laun og starfskjör fer hátt þessa dagana og þeir hafa gripið til aðgerða sem hafa mikil áhrif. Að mínu mati hefur þessi óánægja kraumað undir yfirborðinu í fjölda ára og kemur ekki á óvart að nú hafi soðið upp úr. Vorið 2010 var gerð rannsókn meðal allra starfandi lækna á Íslandi, þar sem 61 prósent svaraði. Sama ár var gerð rannsókn meðal 1.500 norskra lækna þar sem 67 prósent svöruðu. Strax þá sáust ýmis hættumerki um slæmt ástand heilbrigðiskerfisins á Íslandi, slæmar vinnuaðstæður, slæm launakjör og óánægju í starfi miðað við starfsbræður í Noregi. Rannsóknir hafa sýnt að líkur á að upplifa kulnun, að hætta að vinna sem læknar og að flytja af landi brott er meiri hjá læknum sem eru óánægðir í starfi en hinum. Einnig eru tengsl milli starfsánægju lækna og ánægju sjúklinga og gæða heilbrigðisþjónustu. Flestir læknar á Íslandi (77 prósent) upplifðu að sparnaðarráðstafanir í kjölfar kreppunnar hefðu áhrif á vinnu þeirra. Þetta hafði neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra. Margir sérfræðilæknar (63 prósent) svöruðu að áhyggjur af eigin fjárhag væru streituvaldandi að litlu, einhverju eða miklu leyti. Því meiri sem streituvaldandi áhyggjur voru af eigin fjárhag því meiri líkur voru á því að sérfræðilæknar hefðu hugleitt að flytja og starfa erlendis. 63 prósent sérfræðilækna höfðu hugleitt að flytja og starfa erlendis og 4 prósent sögðust flytja utan á næstu tveimur árum. Þeir sérfræðilæknar sem störfuðu erlendis í fríum voru fimm sinnum líklegri til að hafa hugleitt að flytja og starfa erlendis. Læknar sem voru óánægðir í starfi voru líka líklegri til að hafa hugleitt þetta.Tími til að forgangsraða Hvað varðar starfsánægju íslensku læknanna voru þeir óánægðari en norskir læknar. Stærsti munurinn var varðandi launin, íslensku læknarnir voru miklu óánægðari með launin. Einnig var verulegur munur á ánægju með möguleika eða tækifæri til að nota eigin hæfileika í vinnunni og vinnutíma. Íslensku læknarnir voru líka óánægðari með vinnuaðstæður og viðurkenningu fyrir góða vinnu. Yngri læknar á Íslandi voru óánægðari í starfi en eldri. Streita tengd því að ná jafnvægi milli heimilis og vinnu var há meðal íslensku læknanna og þetta hafði áhrif á starfsánægju þeirra. Þetta var árið 2010, öllum má vera ljóst að ekki er staðan betri í dag fjórum árum síðar. Því er ljóst að kominn er tími til að forgangsraða læknum og heilbrigðiskerfinu í hag – annars tapa allir. (Greinar úr rannsókninni: Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. The impact of economic factors on migration considerations among Icelandic specialist doctors: a cross-sectional study. BMC Health Serv Res 2013; 13: 524. Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. Cross-national comparison of job satisfaction in doctors during economic recession. Occup Med (Lond) 2014. doi:10.1093/occmed/kqu114.)
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar