Hvert lag öðru fegurra Jónas Sen skrifar 18. desember 2014 12:30 Í ást sólar Tónlist Í ást sólar Íslensk sönglög flutt af Hallveigu Rúnarsdóttur og Árna Heimi Ingólfssyni SmekkleysaÍslensku sönglögin eru gríðarlega mörg, og sum eru snilld. Um það bera vitni óteljandi tónleikar og geisladiskar. Ég held samt að þau hafi sjaldan hljómað eins fallega og á geisladiskinum Í ást sólar með Hallveigu Rúnarsdóttur sópran og Árna Heimi Ingólfssyni píanóleikara. Tónlistin er óvanalega vel valin. Hvert lag er öðru fallegra. Þarna eru perlur eftir Jón Leifs, m.a. Vögguvísa og Vertu Guð faðir, faðir minn. Einnig eru á diskinum einstaklega skemmtileg lög úr Sjálfstæðu fólki eftir Atla Heimi Sveinsson. Svo er þarna mögnuð tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Huga Guðmundsson, Hildigunni Rúnarsdóttur og Pál Ísólfsson.Hallveig Rúnarsdóttir „Það er hreinlega unaður að hlusta á hana syngja,” að mati Jónasar Sen.Fréttablaðið/GVA Hallveig syngur af fáheyrðri alúð, næmri tilfinningu fyrir skáldskapnum og af tæknilegum yfirburðum. Söngurinn er bjartur og hreinn, næstum barnslegur. Það er hreinlega unaður að hlusta á hana syngja. Ekki síðri er píanóleikur Árna Heimis. Hann er fagurlega mótaður, mjúkur og dreymandi, en þróttmikill og snarpur þegar við á. Þetta er himneskur geisladiskur.Niðurstaða: Lögin eru valin af smekkvísi og flutningurinn er í hæstu hæðum. Gagnrýni Menning Mest lesið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Lífið Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Lífið Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru Lífið Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Lífið Simmi Vill og Sunneva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Menning Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira
Tónlist Í ást sólar Íslensk sönglög flutt af Hallveigu Rúnarsdóttur og Árna Heimi Ingólfssyni SmekkleysaÍslensku sönglögin eru gríðarlega mörg, og sum eru snilld. Um það bera vitni óteljandi tónleikar og geisladiskar. Ég held samt að þau hafi sjaldan hljómað eins fallega og á geisladiskinum Í ást sólar með Hallveigu Rúnarsdóttur sópran og Árna Heimi Ingólfssyni píanóleikara. Tónlistin er óvanalega vel valin. Hvert lag er öðru fallegra. Þarna eru perlur eftir Jón Leifs, m.a. Vögguvísa og Vertu Guð faðir, faðir minn. Einnig eru á diskinum einstaklega skemmtileg lög úr Sjálfstæðu fólki eftir Atla Heimi Sveinsson. Svo er þarna mögnuð tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Huga Guðmundsson, Hildigunni Rúnarsdóttur og Pál Ísólfsson.Hallveig Rúnarsdóttir „Það er hreinlega unaður að hlusta á hana syngja,” að mati Jónasar Sen.Fréttablaðið/GVA Hallveig syngur af fáheyrðri alúð, næmri tilfinningu fyrir skáldskapnum og af tæknilegum yfirburðum. Söngurinn er bjartur og hreinn, næstum barnslegur. Það er hreinlega unaður að hlusta á hana syngja. Ekki síðri er píanóleikur Árna Heimis. Hann er fagurlega mótaður, mjúkur og dreymandi, en þróttmikill og snarpur þegar við á. Þetta er himneskur geisladiskur.Niðurstaða: Lögin eru valin af smekkvísi og flutningurinn er í hæstu hæðum.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Lífið Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Lífið Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru Lífið Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Lífið Simmi Vill og Sunneva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Menning Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira