Er landsbankastjóri að gefa gullgæsir þjóðarinnar? Sigurður Oddsson skrifar 16. desember 2014 07:00 Föstudagskvöld fyrir nokkrum árum fletti ég Fréttablaðinu og kom auga á auglýsingu sem lítið fór fyrir. Veitingahúsageiri Atorku (A. Karlsson) var auglýstur til sölu og skyldi tilboðum skilað strax eftir helgina. Netfang var gefið upp fyrir þá, sem óskuðu nánari upplýsinga. Ég sendi inn fyrirspurn og fékk gögn, sem vonlaust var að vinna úr á svo skömmum tíma. Taldi ég þá löngu ákveðið, hver hreppti hnossið og á hvaða verði. Ég var að fara af landinu strax eftir helgi, en af stráksskap óskaði ég eftir, að skilum tilboða yrði frestað. Það var ekki hægt. Ég spurði hvers vegna. Svarað var vegna hagsmuna kröfuhafa. Ég spurði, hvort ekki væri þeirra hagur að fá tilboð? Ekkert svar og þannig lauk þessum tölvusamskiptum við skiptastjóra. Hjá Landsbanka eru ýmsar hrókeringar fyrirtækja, sem maður setur spurningarmerki við. Það að setja Borgun ekki í opið söluferli minnir óneitanlega á sölu Atorku. Munurinn er að þá átti salan að fara leynt, en nú er ekkert pukur. Það breytir þó ekki því að þarna er einn maður að sýsla með eigur þjóðarinnar. Ákveður hverjum hann selur og á hvaða verði. Er það eðlilegt?Ótrúlegt Mín skoðun er að þegar höndlað er með þjóðareign, hvort sem það er raforka eða eitthvað annað, þá skuli hafið yfir allan vafa, að persónulegir hagsmunir geti blandast í viðskiptin. Óháð hvort sölumaðurinn sé heiðursmaður eða ekki. Ótrúlegt að bankastjóri vinni á þennan hátt. Sagt er að hægt sé að reikna út síðar, hvort hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir Borgun. Nú er búið að selja Fastus, sem keypti Atorku og hægt að skoða hvernig umboð, tæki og varahlutir frá A. Karlsson hafa ávaxtast eftir brunaútsöluna. Rétt er að geta þess, sem vel er gert. Þakkarvert er, hvernig Landsbankinn afskrifaði skuldir hjá viðskiptavinum sínum. Eitthvað annað en hjá hinum, sem voru í viðskiptum við Íslandsbanka og Arion, sem kenndir eru við hrægammasjóði. Þar urðu fyrirtæki að fara í mál við bankann sinn til að fá leiðréttingu. Fyrst í Héraðsdómi og svo í Hæstarétti. Loks þegar mál skyldi dómtekið 4 árum eftir hrun drógu bankarnir allt til baka. Tóku meira að segja á sig allan málskostnað til að fá mál felld niður. Jóhanna og Steingrímur, sem gáfu hrægömmum skotleyfi á heimili og fyrirtæki, sátu hjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudagskvöld fyrir nokkrum árum fletti ég Fréttablaðinu og kom auga á auglýsingu sem lítið fór fyrir. Veitingahúsageiri Atorku (A. Karlsson) var auglýstur til sölu og skyldi tilboðum skilað strax eftir helgina. Netfang var gefið upp fyrir þá, sem óskuðu nánari upplýsinga. Ég sendi inn fyrirspurn og fékk gögn, sem vonlaust var að vinna úr á svo skömmum tíma. Taldi ég þá löngu ákveðið, hver hreppti hnossið og á hvaða verði. Ég var að fara af landinu strax eftir helgi, en af stráksskap óskaði ég eftir, að skilum tilboða yrði frestað. Það var ekki hægt. Ég spurði hvers vegna. Svarað var vegna hagsmuna kröfuhafa. Ég spurði, hvort ekki væri þeirra hagur að fá tilboð? Ekkert svar og þannig lauk þessum tölvusamskiptum við skiptastjóra. Hjá Landsbanka eru ýmsar hrókeringar fyrirtækja, sem maður setur spurningarmerki við. Það að setja Borgun ekki í opið söluferli minnir óneitanlega á sölu Atorku. Munurinn er að þá átti salan að fara leynt, en nú er ekkert pukur. Það breytir þó ekki því að þarna er einn maður að sýsla með eigur þjóðarinnar. Ákveður hverjum hann selur og á hvaða verði. Er það eðlilegt?Ótrúlegt Mín skoðun er að þegar höndlað er með þjóðareign, hvort sem það er raforka eða eitthvað annað, þá skuli hafið yfir allan vafa, að persónulegir hagsmunir geti blandast í viðskiptin. Óháð hvort sölumaðurinn sé heiðursmaður eða ekki. Ótrúlegt að bankastjóri vinni á þennan hátt. Sagt er að hægt sé að reikna út síðar, hvort hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir Borgun. Nú er búið að selja Fastus, sem keypti Atorku og hægt að skoða hvernig umboð, tæki og varahlutir frá A. Karlsson hafa ávaxtast eftir brunaútsöluna. Rétt er að geta þess, sem vel er gert. Þakkarvert er, hvernig Landsbankinn afskrifaði skuldir hjá viðskiptavinum sínum. Eitthvað annað en hjá hinum, sem voru í viðskiptum við Íslandsbanka og Arion, sem kenndir eru við hrægammasjóði. Þar urðu fyrirtæki að fara í mál við bankann sinn til að fá leiðréttingu. Fyrst í Héraðsdómi og svo í Hæstarétti. Loks þegar mál skyldi dómtekið 4 árum eftir hrun drógu bankarnir allt til baka. Tóku meira að segja á sig allan málskostnað til að fá mál felld niður. Jóhanna og Steingrímur, sem gáfu hrægömmum skotleyfi á heimili og fyrirtæki, sátu hjá.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun