Grafalvarlegt ástand – klínískt eða pólitískt Felix Valsson skrifar 13. desember 2014 07:00 Opið bréf til stjórnmálamanna Kæri stjórnmálamaður Mig langar að biðja þig um hjálp og kannski fyrst af öllu áheyrn, því ég er gríðarlega áhyggjufullur og trúi varla að þú gerir þér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið á vinnustaðnum mínum er orðið og í hvað stefnir. Ég gríp því til þess ráðs að skrifa þér beint. Í nokkur ár höfum við sem vinnum á „gólfinu“ á Landspítalanum valið þá leið að ræða við okkar yfirmenn um hversu alvarlegt ástandið er orðið í von um að það skili sér til yfirstjórnar spítalans og síðan til þín. Þetta er ekki að virka, því hversu hátt sem kallað hefur verið hefur ástandið farið hratt versnandi. Þegar rætt hefur verið um í hvað stefni á Landspítalanum hefur mönnum orðið tíðrætt um myndlíkinguna að spítalinn nálgist hengiflug. Við sem áður vorum nefnd og vinnum á gólfinu höfum ekki verið í neinum vafa um að spítalinn fór fyrir löngu fram af þessu hengiflugi en svo myndlíkingunni sé haldið áfram þá blasir núna við næsta hrun niður í svarta hyldýpisgjá, sem gæti reynst ómögulegt að komast upp úr. Þetta er hrikaleg lýsing, en því miður rétt að mínu mati og til að grípa til annarrar myndlíkingar þá sjá læknar fyrir sér heilbrigðiskerfi sem er að blæða út og ekkert er aðhafst. Svo vitnað sé í mjög umfjallað mál í fjölmiðlum þegar maður var í lífshættu vegna hnífstungu í hjartað. Þar hefði ekki dugað að setjast á rökstóla og setja plástur á sárin meðan ákveðið væri hvað ætti að gera. Nei, þá og nú þarf að bregðast skjótt við. Að líkja spítalanum við sjúkling sem hefur fengið hnífstungu í hjartað er dramatískt en alls ekki eins langt frá lagi og í fyrstu mætti halda. Ein af mörgum yfirvofandi hættum sem styðja þessa samlíkingu er sú staðreynd að fjöldi, jafnvel mikill meirihluti, svæfinga- og gjörgæslulækna hyggst segja upp stöðum sínum við spítalann ef ekki verður samið við lækna fyrir áramót. Hvað um það, gætir þú hugsað, þetta eru varla meira en 15-25 læknar. En til að taka af allan vafa um afleiðingarnar þá yrðu þær eitthvað á þessa leið: Nánast engar skurðaðgerðir verða framkvæmdar, fæðandi konur fá ekki deyfingar, keisaraskurðir verða ekki framkvæmdir, gjörgæslumeðferð verður nánast engin. Í stórum dráttum, mesti hluti bráðaþjónustu leggst af og venjuleg starfsemi spítalans eins og við þekkjum hana lamast endanlega. Þetta er þjónusta sem núna er veitt þrátt fyrir verkfall svo það sé á hreinu. Og þó að þú vildir bjarga þessum bráðveiku sjúklingum til útlanda yrði það líka erfitt þar sem þessir sérfræðingar sjá að mestu um þann flutning. Af þessari lýsingu mætti halda að íslenskir læknar og þá sérstaklega svæfinga- og gjörgæslulæknar væru gjörsneyddir allri ábyrgðartilfinningu. Nei, því er einmitt alveg öfugt farið, við teljum okkur ekki siðferðilega né faglega fært að horfa upp á að þessu fársjúka kerfi blæði út án aðgerða.Fossblæðing Þessi svokallaða læknadeila snýst að mínu mati alls ekki um prósentutölur eða samanburð við aðrar stéttir heldur um hvort einhver vilji er til að stöðva þessa fossblæðingu og að byrjað sé að lækna heilbrigðiskerfið okkar á ný. Aðgerðir lækna snúast um það hvort læknar haldist á Íslandi og að tryggja að læknar flytjist heim til Íslands að loknu námi til að viðhalda eðlilegri nýliðun og heilbrigðu heilbrigðiskerfi. Þetta er ekki flóknara. Titillinn á þessu bréfi er: Grafalvarlegt mál – klínískt eða pólitískt. Það er vegna þess að mér finnst við, þ.e.a.s. þú og ég, hafa mismunandi skilning á þessu hugtaki. Þú, að þetta sé fínt innlegg þegar þú vilt sýna okkur umbjóðendum þínum (kjósendum) hversu áhyggjufullur þú ert þótt þú sért þá þegar ákveðinn í að bíða af þér storminn. Í minni starfsstétt þýðir grafalvarlegt ástand að sjúklingurinn minn er í bráðri lífshættu og það verði að bregðast við strax (bara til að hafa orðið strax líka á hreinu, virðist vefjast fyrir sumum ykkar, þá þýðir það hjá okkur nú þegar!). Að vísu getur ástandið verið orðið það alvarlegt að við náum ekki að bjarga sjúklingnum en þá förum við strax til aðstandenda og tjáum þeim með algjörlega sönnum og eins nærgætnum hætti og mögulegt er um yfirvofandi dauða sjúklingsins og reynum að styðja þá og hugga. Í hreinskilni, kæri stjórnmálamaður, þá finnst mér þú hafa tvo möguleika í stöðunni. Í fyrsta lagi að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að samið verði við lækna á þeim grunni að læknar fáist til að starfa á Íslandi. Í öðru lagi verður þú í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að tilkynna aðstandendum (þjóðinni) yfirvofandi andlát (hrun) heilbrigðiskerfisins. Með innilegu þakklæti fyrir áheyrnina og von um hjálp við fyrri kostinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til stjórnmálamanna Kæri stjórnmálamaður Mig langar að biðja þig um hjálp og kannski fyrst af öllu áheyrn, því ég er gríðarlega áhyggjufullur og trúi varla að þú gerir þér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið á vinnustaðnum mínum er orðið og í hvað stefnir. Ég gríp því til þess ráðs að skrifa þér beint. Í nokkur ár höfum við sem vinnum á „gólfinu“ á Landspítalanum valið þá leið að ræða við okkar yfirmenn um hversu alvarlegt ástandið er orðið í von um að það skili sér til yfirstjórnar spítalans og síðan til þín. Þetta er ekki að virka, því hversu hátt sem kallað hefur verið hefur ástandið farið hratt versnandi. Þegar rætt hefur verið um í hvað stefni á Landspítalanum hefur mönnum orðið tíðrætt um myndlíkinguna að spítalinn nálgist hengiflug. Við sem áður vorum nefnd og vinnum á gólfinu höfum ekki verið í neinum vafa um að spítalinn fór fyrir löngu fram af þessu hengiflugi en svo myndlíkingunni sé haldið áfram þá blasir núna við næsta hrun niður í svarta hyldýpisgjá, sem gæti reynst ómögulegt að komast upp úr. Þetta er hrikaleg lýsing, en því miður rétt að mínu mati og til að grípa til annarrar myndlíkingar þá sjá læknar fyrir sér heilbrigðiskerfi sem er að blæða út og ekkert er aðhafst. Svo vitnað sé í mjög umfjallað mál í fjölmiðlum þegar maður var í lífshættu vegna hnífstungu í hjartað. Þar hefði ekki dugað að setjast á rökstóla og setja plástur á sárin meðan ákveðið væri hvað ætti að gera. Nei, þá og nú þarf að bregðast skjótt við. Að líkja spítalanum við sjúkling sem hefur fengið hnífstungu í hjartað er dramatískt en alls ekki eins langt frá lagi og í fyrstu mætti halda. Ein af mörgum yfirvofandi hættum sem styðja þessa samlíkingu er sú staðreynd að fjöldi, jafnvel mikill meirihluti, svæfinga- og gjörgæslulækna hyggst segja upp stöðum sínum við spítalann ef ekki verður samið við lækna fyrir áramót. Hvað um það, gætir þú hugsað, þetta eru varla meira en 15-25 læknar. En til að taka af allan vafa um afleiðingarnar þá yrðu þær eitthvað á þessa leið: Nánast engar skurðaðgerðir verða framkvæmdar, fæðandi konur fá ekki deyfingar, keisaraskurðir verða ekki framkvæmdir, gjörgæslumeðferð verður nánast engin. Í stórum dráttum, mesti hluti bráðaþjónustu leggst af og venjuleg starfsemi spítalans eins og við þekkjum hana lamast endanlega. Þetta er þjónusta sem núna er veitt þrátt fyrir verkfall svo það sé á hreinu. Og þó að þú vildir bjarga þessum bráðveiku sjúklingum til útlanda yrði það líka erfitt þar sem þessir sérfræðingar sjá að mestu um þann flutning. Af þessari lýsingu mætti halda að íslenskir læknar og þá sérstaklega svæfinga- og gjörgæslulæknar væru gjörsneyddir allri ábyrgðartilfinningu. Nei, því er einmitt alveg öfugt farið, við teljum okkur ekki siðferðilega né faglega fært að horfa upp á að þessu fársjúka kerfi blæði út án aðgerða.Fossblæðing Þessi svokallaða læknadeila snýst að mínu mati alls ekki um prósentutölur eða samanburð við aðrar stéttir heldur um hvort einhver vilji er til að stöðva þessa fossblæðingu og að byrjað sé að lækna heilbrigðiskerfið okkar á ný. Aðgerðir lækna snúast um það hvort læknar haldist á Íslandi og að tryggja að læknar flytjist heim til Íslands að loknu námi til að viðhalda eðlilegri nýliðun og heilbrigðu heilbrigðiskerfi. Þetta er ekki flóknara. Titillinn á þessu bréfi er: Grafalvarlegt mál – klínískt eða pólitískt. Það er vegna þess að mér finnst við, þ.e.a.s. þú og ég, hafa mismunandi skilning á þessu hugtaki. Þú, að þetta sé fínt innlegg þegar þú vilt sýna okkur umbjóðendum þínum (kjósendum) hversu áhyggjufullur þú ert þótt þú sért þá þegar ákveðinn í að bíða af þér storminn. Í minni starfsstétt þýðir grafalvarlegt ástand að sjúklingurinn minn er í bráðri lífshættu og það verði að bregðast við strax (bara til að hafa orðið strax líka á hreinu, virðist vefjast fyrir sumum ykkar, þá þýðir það hjá okkur nú þegar!). Að vísu getur ástandið verið orðið það alvarlegt að við náum ekki að bjarga sjúklingnum en þá förum við strax til aðstandenda og tjáum þeim með algjörlega sönnum og eins nærgætnum hætti og mögulegt er um yfirvofandi dauða sjúklingsins og reynum að styðja þá og hugga. Í hreinskilni, kæri stjórnmálamaður, þá finnst mér þú hafa tvo möguleika í stöðunni. Í fyrsta lagi að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að samið verði við lækna á þeim grunni að læknar fáist til að starfa á Íslandi. Í öðru lagi verður þú í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að tilkynna aðstandendum (þjóðinni) yfirvofandi andlát (hrun) heilbrigðiskerfisins. Með innilegu þakklæti fyrir áheyrnina og von um hjálp við fyrri kostinn.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun