Matur

Spirulina súkkulaðimolar

Rikka skrifar

Ef það er einhvern tímann hægt að segja að súkkulaði sé hollt þá eru það þessir molar sem bættir eru með bráðhollum hnetum, berjum og spirulina.

Spirulina súkkulaðimolar

450 g dökkt súkkulaði
50 g trönuber
50 g pistasíuhnetur
50 g valhnetur, saxaðar
1 msk. spirulina-duft

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, bætið spirulina-duftinu saman við. Hellið matskeið af bráðna súkkulaðinu á pappírsklædda ofnplötu þannig að það myndi eins konar þunnan hring. Stráið söxuðu berjunum og hnetunum yfir og kælið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.