Lionshreyfingin og MedicAlert á Íslandi Lúðvík Andreasson skrifar 12. desember 2014 07:00 Í október hefur Lionshreyfingin á Íslandi staðið fyrir Alþjóða sjónverndardeginum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið. Lions á Íslandi hefur um langt árabil styrkt sjónvernd og gefið nokkur tæki í þeirri þágu. Í nóvember voru Lionsfélagar um allt land með sykursýkismælingar sem gengu mjög vel. Færri vita að Lionshreyfingin hér á landi hefur rekið MEDICALERT sem er sjálfseignastofnun sem starfar án ágóða undir verndarvæng Lions hér á Íslandi. Lionsfélagar vinna við þetta verkefni í sjálfboðavinnu og hafa gert frá upphafi. En hvað er MedicAlert og hvert er hlutverk þess? MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um merkisbera á neyðarstundu. Í næstum þrjá áratugi hefur Lionshreyfingin annast MedicAlert á Íslandi eða síðan 1985 og nota um 5000 manns á landinu merkið. Það bera nú um 4 milljónir manna í 40 löndum í fimm heimsálfum. Lionshreyfingin vinnur að því að uppfæra og kynna MedicAlert með ýmsum hætti. Afar brýnt er til að mynda að heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningafólk og allir þeir sem koma að slysum eða hættuástandi þekki merkið. Einnig kynnum við nú MedicAlert fyrir skólafólki og leggjum við einnig áherslu á að læknar og starfsfólk heilbrigðisstofnana fái upplýsingar um MedicAlert og tilgang þess. Mikil og góð samvinna er hjá MedicAlert á Íslandi og LSH en tölvukerfi þessara eru tengd saman þar sem skrá meðlima er geymd hjá þeim.Þríþætt aðvörunarkerfi Tilgangur MedicAlert er að koma á og starfrækja aðvörunarkerfi fyrir sjúklinga með alvarlega sjúkdóma eins og t.d. sykursýki eða ofnæmi, sem af einhverjum ástæðum gætu veikst þannig, að þeir verði ófærir um að gera grein fyrir veikindum sínum og gætu þar af leiðandi átt á hættu að fá ranga meðferð. Aðvörunarkerfið MedicAlert er þríþætt; merki, upplýsingaspjald og tölvuskrá. Í fyrsta lagi er um að ræða málmmerki sem borið er í keðju um háls eða með armbandi um úlnlið og greinir helstu áhættuþætti merkisbera. Til eru mismunandi armbönd og útlit á merkinu. Í öðru lagi fylgir plastspjald í kreditkortastærð fyrir veski þar sem fram koma fyllri upplýsingar um viðkomandi sjúkling, sjúkdómsgreining og eða ábending um meðferð sjúkdómsins. Loks er að finna ítarlegar upplýsingar í tölvuskrá, sem er í vörslu Slysa- og bráðadeildar Landspítalans. Þar er gjaldfrjáls sólarhrings vaktþjónusta fyrir neyðarnúmer MedicAlert. Skristofa MedicAlert er í Sóltúni 20 í Reykjavík og er síminn þar 533 4567. Heimasíða MedicAlert er www.medicalert.is. Á heimasíðunni má sjá margar mismunandi útfærslur á þeim merkjum sem eru í boði bæði fyrir börn og fullorðna. Umsóknareyðublöð er að finna bæði á heimasíðu og einnig á skrifstofu. Læknir þarf að skrifa upp á umsókn til að staðfesta sjúkdómseinkenni viðkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í október hefur Lionshreyfingin á Íslandi staðið fyrir Alþjóða sjónverndardeginum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið. Lions á Íslandi hefur um langt árabil styrkt sjónvernd og gefið nokkur tæki í þeirri þágu. Í nóvember voru Lionsfélagar um allt land með sykursýkismælingar sem gengu mjög vel. Færri vita að Lionshreyfingin hér á landi hefur rekið MEDICALERT sem er sjálfseignastofnun sem starfar án ágóða undir verndarvæng Lions hér á Íslandi. Lionsfélagar vinna við þetta verkefni í sjálfboðavinnu og hafa gert frá upphafi. En hvað er MedicAlert og hvert er hlutverk þess? MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um merkisbera á neyðarstundu. Í næstum þrjá áratugi hefur Lionshreyfingin annast MedicAlert á Íslandi eða síðan 1985 og nota um 5000 manns á landinu merkið. Það bera nú um 4 milljónir manna í 40 löndum í fimm heimsálfum. Lionshreyfingin vinnur að því að uppfæra og kynna MedicAlert með ýmsum hætti. Afar brýnt er til að mynda að heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningafólk og allir þeir sem koma að slysum eða hættuástandi þekki merkið. Einnig kynnum við nú MedicAlert fyrir skólafólki og leggjum við einnig áherslu á að læknar og starfsfólk heilbrigðisstofnana fái upplýsingar um MedicAlert og tilgang þess. Mikil og góð samvinna er hjá MedicAlert á Íslandi og LSH en tölvukerfi þessara eru tengd saman þar sem skrá meðlima er geymd hjá þeim.Þríþætt aðvörunarkerfi Tilgangur MedicAlert er að koma á og starfrækja aðvörunarkerfi fyrir sjúklinga með alvarlega sjúkdóma eins og t.d. sykursýki eða ofnæmi, sem af einhverjum ástæðum gætu veikst þannig, að þeir verði ófærir um að gera grein fyrir veikindum sínum og gætu þar af leiðandi átt á hættu að fá ranga meðferð. Aðvörunarkerfið MedicAlert er þríþætt; merki, upplýsingaspjald og tölvuskrá. Í fyrsta lagi er um að ræða málmmerki sem borið er í keðju um háls eða með armbandi um úlnlið og greinir helstu áhættuþætti merkisbera. Til eru mismunandi armbönd og útlit á merkinu. Í öðru lagi fylgir plastspjald í kreditkortastærð fyrir veski þar sem fram koma fyllri upplýsingar um viðkomandi sjúkling, sjúkdómsgreining og eða ábending um meðferð sjúkdómsins. Loks er að finna ítarlegar upplýsingar í tölvuskrá, sem er í vörslu Slysa- og bráðadeildar Landspítalans. Þar er gjaldfrjáls sólarhrings vaktþjónusta fyrir neyðarnúmer MedicAlert. Skristofa MedicAlert er í Sóltúni 20 í Reykjavík og er síminn þar 533 4567. Heimasíða MedicAlert er www.medicalert.is. Á heimasíðunni má sjá margar mismunandi útfærslur á þeim merkjum sem eru í boði bæði fyrir börn og fullorðna. Umsóknareyðublöð er að finna bæði á heimasíðu og einnig á skrifstofu. Læknir þarf að skrifa upp á umsókn til að staðfesta sjúkdómseinkenni viðkomandi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar