Eflum Myndlistarsjóð en skerum ekki niður! Fulltrúar safna og listamiðstöðva skrifar 11. desember 2014 07:00 Árið 2012 voru sett á Alþingi myndlistarlög. Lögin voru í smíðum í fjölda ára og var það mikill áfangi þegar breið samstaða náðist á Alþingi um setningu þeirra. Markmið laganna er að kveða á um skipan og fyrirkomulag myndlistarmálefna, efla íslenska myndlist og búa henni þannig skilyrði að hún fái dafnað til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Með lögunum voru myndlistarráð og Myndlistarsjóður lögfest. Hlutverk myndlistarráðs er skilgreint í lögunum og frá því ráðið hóf störf hefur verið lagður grunnur að því að markmið laganna náist. Myndlistarsjóður hefur verið á fjárlögum frá setningu laganna og árið 2013 var veitt til hans 45 milljónum. Hins vegar þurfti að berjast fyrir tilvist hans í lok síðasta árs og nú er gert ráð fyrir aðeins 25 milljónum í sjóðinn. Það er of lítið og mikilvægt er að settar verði a.m.k. 45 milljónir í Myndlistarsjóð.Fjölbreytt og mikilvæg verkefni Úthlutað hefur verið þrisvar úr sjóðnum á þeim tveimur árum sem lögin hafa gilt og má vera ljóst að sjóðurinn hefur verið kraftmikil innspýting í íslenskt myndlistarlíf og hefur leitt til þess að mikilvæg verkefni hafa orðið og verða að veruleika. Á árinu 2013 bárust alls 226 umsóknir um rúmlega 293 miljónir. Á þessu ári bárust 112 umsóknir um 107 milljónir fyrir þessa einu úthlutun sem eftir stendur. Hægt hefur verið að svara um 20% af þörfinni. Það þarf því ekki að fjölyrða um að þörfin er mikil, styrkirnir hafa runnið til fjölbreyttra verkefna sem unnin eru af breiðum hópi fagmanna á sviðið myndlistar. Veittir hafa verið styrkir til smærri og stærri sýninga, til gerðar einstakra metnaðarfullra listaverka, til hátíða, fjölbreyttra samstarfsverkefna, til rannsókna og til þess að gefa út efni um íslenska myndlist. Fyrir myndlistarsamfélagið í heild skipta þessir fjármunir afar miklu máli en sjóðurinn er fyrsti og eini opinberi verkefnasjóðurinn á sviði myndlistar. Margföldunaráhrif fjármagns af þessu tagi í íslensku samfélagi eru óvefengjanleg en við viljum hins vegar leggja áherslu á þau áhrif sem sjóðurinn hefur á starfsskilyrði listmanna, listastofnana og á menningarlífið í landinu.Tækifæri til eflingar Íslensk myndlist hefur verið í talsverðri sókn á undanförnum árum. Aðsókn að söfnum og sýningum hefur sjaldan verið meiri, íslenskir myndlistarmenn láta að sér kveða innanlands sem utan, háskólar landsins bjóða upp á fjölmargar vinsælar námsbrautir á sviði myndlistar og sókn er í útgáfu á efni um íslenska myndlist. Það má segja að talsverð bjartsýni hafi ríkt við setningu laganna, við blasti breytt landslag, lög með skýr markmið og nokkuð stöndugur sjóður sem aðeins mundi vaxa. Við blöstu tækifæri til að treysta og efla skipan málefna myndlistar hér á landi. En nú aftur ári eftir að barist var fyrir því að sjóðurinn héldist á fjárlögum, blasir við skerðing frá 45 milljónum í 25. Það er óásættanlegt og skammarlegt. Með setningu myndlistarlaga og stofnun Myndlistarsjóðs var borið á frjóan jarðveg íslenskrar myndlistar og á þeim stutta tíma sem liðinn er frá setningu laganna hefur margt náð að dafna. Þannig viljum við að það verði áfram. Við skorum á Alþingi, fjárlaganefnd og ráðherra menningarmála að beita sér fyrir því að sjóðurinn fái að lágmarki 45 milljónir á fjárlögum ársins 2015 þannig að þessi eini opinberi verkefnasjóður á sviði myndlistar hafi þau áhrif sem vænst var með setningu myndlistarlaga.Fyrir hönd safna og listamiðstöðva ÍslandsHafþór YngvasonHalldór Björn Runólfssonsafnstjóri Listasafns ReykjavíkurHlynur Hallsson,safnstjóri Listasafnsins á AkureyriInga Jónsdóttirsafnstjóri Listasafns ÁrnesingaKristín G. Guðnadóttirforstöðumaður Listasafns ASÍKristín Dagmar Jóhannesdóttir,listrænn stjórnandi Gerðarsafns, Listasafns KópavogsÓlöf K. Sigurðardóttirsafnstjóri Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar HafnarfjarðarValgerður Guðmundsdóttirframkvæmdastjóri Menningarsviðs ReykjanesbæjarÞorgerður Ólafsdóttir,formaður Nýlistasafnsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 voru sett á Alþingi myndlistarlög. Lögin voru í smíðum í fjölda ára og var það mikill áfangi þegar breið samstaða náðist á Alþingi um setningu þeirra. Markmið laganna er að kveða á um skipan og fyrirkomulag myndlistarmálefna, efla íslenska myndlist og búa henni þannig skilyrði að hún fái dafnað til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Með lögunum voru myndlistarráð og Myndlistarsjóður lögfest. Hlutverk myndlistarráðs er skilgreint í lögunum og frá því ráðið hóf störf hefur verið lagður grunnur að því að markmið laganna náist. Myndlistarsjóður hefur verið á fjárlögum frá setningu laganna og árið 2013 var veitt til hans 45 milljónum. Hins vegar þurfti að berjast fyrir tilvist hans í lok síðasta árs og nú er gert ráð fyrir aðeins 25 milljónum í sjóðinn. Það er of lítið og mikilvægt er að settar verði a.m.k. 45 milljónir í Myndlistarsjóð.Fjölbreytt og mikilvæg verkefni Úthlutað hefur verið þrisvar úr sjóðnum á þeim tveimur árum sem lögin hafa gilt og má vera ljóst að sjóðurinn hefur verið kraftmikil innspýting í íslenskt myndlistarlíf og hefur leitt til þess að mikilvæg verkefni hafa orðið og verða að veruleika. Á árinu 2013 bárust alls 226 umsóknir um rúmlega 293 miljónir. Á þessu ári bárust 112 umsóknir um 107 milljónir fyrir þessa einu úthlutun sem eftir stendur. Hægt hefur verið að svara um 20% af þörfinni. Það þarf því ekki að fjölyrða um að þörfin er mikil, styrkirnir hafa runnið til fjölbreyttra verkefna sem unnin eru af breiðum hópi fagmanna á sviðið myndlistar. Veittir hafa verið styrkir til smærri og stærri sýninga, til gerðar einstakra metnaðarfullra listaverka, til hátíða, fjölbreyttra samstarfsverkefna, til rannsókna og til þess að gefa út efni um íslenska myndlist. Fyrir myndlistarsamfélagið í heild skipta þessir fjármunir afar miklu máli en sjóðurinn er fyrsti og eini opinberi verkefnasjóðurinn á sviði myndlistar. Margföldunaráhrif fjármagns af þessu tagi í íslensku samfélagi eru óvefengjanleg en við viljum hins vegar leggja áherslu á þau áhrif sem sjóðurinn hefur á starfsskilyrði listmanna, listastofnana og á menningarlífið í landinu.Tækifæri til eflingar Íslensk myndlist hefur verið í talsverðri sókn á undanförnum árum. Aðsókn að söfnum og sýningum hefur sjaldan verið meiri, íslenskir myndlistarmenn láta að sér kveða innanlands sem utan, háskólar landsins bjóða upp á fjölmargar vinsælar námsbrautir á sviði myndlistar og sókn er í útgáfu á efni um íslenska myndlist. Það má segja að talsverð bjartsýni hafi ríkt við setningu laganna, við blasti breytt landslag, lög með skýr markmið og nokkuð stöndugur sjóður sem aðeins mundi vaxa. Við blöstu tækifæri til að treysta og efla skipan málefna myndlistar hér á landi. En nú aftur ári eftir að barist var fyrir því að sjóðurinn héldist á fjárlögum, blasir við skerðing frá 45 milljónum í 25. Það er óásættanlegt og skammarlegt. Með setningu myndlistarlaga og stofnun Myndlistarsjóðs var borið á frjóan jarðveg íslenskrar myndlistar og á þeim stutta tíma sem liðinn er frá setningu laganna hefur margt náð að dafna. Þannig viljum við að það verði áfram. Við skorum á Alþingi, fjárlaganefnd og ráðherra menningarmála að beita sér fyrir því að sjóðurinn fái að lágmarki 45 milljónir á fjárlögum ársins 2015 þannig að þessi eini opinberi verkefnasjóður á sviði myndlistar hafi þau áhrif sem vænst var með setningu myndlistarlaga.Fyrir hönd safna og listamiðstöðva ÍslandsHafþór YngvasonHalldór Björn Runólfssonsafnstjóri Listasafns ReykjavíkurHlynur Hallsson,safnstjóri Listasafnsins á AkureyriInga Jónsdóttirsafnstjóri Listasafns ÁrnesingaKristín G. Guðnadóttirforstöðumaður Listasafns ASÍKristín Dagmar Jóhannesdóttir,listrænn stjórnandi Gerðarsafns, Listasafns KópavogsÓlöf K. Sigurðardóttirsafnstjóri Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar HafnarfjarðarValgerður Guðmundsdóttirframkvæmdastjóri Menningarsviðs ReykjanesbæjarÞorgerður Ólafsdóttir,formaður Nýlistasafnsins
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun