Eflum Myndlistarsjóð en skerum ekki niður! Fulltrúar safna og listamiðstöðva skrifar 11. desember 2014 07:00 Árið 2012 voru sett á Alþingi myndlistarlög. Lögin voru í smíðum í fjölda ára og var það mikill áfangi þegar breið samstaða náðist á Alþingi um setningu þeirra. Markmið laganna er að kveða á um skipan og fyrirkomulag myndlistarmálefna, efla íslenska myndlist og búa henni þannig skilyrði að hún fái dafnað til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Með lögunum voru myndlistarráð og Myndlistarsjóður lögfest. Hlutverk myndlistarráðs er skilgreint í lögunum og frá því ráðið hóf störf hefur verið lagður grunnur að því að markmið laganna náist. Myndlistarsjóður hefur verið á fjárlögum frá setningu laganna og árið 2013 var veitt til hans 45 milljónum. Hins vegar þurfti að berjast fyrir tilvist hans í lok síðasta árs og nú er gert ráð fyrir aðeins 25 milljónum í sjóðinn. Það er of lítið og mikilvægt er að settar verði a.m.k. 45 milljónir í Myndlistarsjóð.Fjölbreytt og mikilvæg verkefni Úthlutað hefur verið þrisvar úr sjóðnum á þeim tveimur árum sem lögin hafa gilt og má vera ljóst að sjóðurinn hefur verið kraftmikil innspýting í íslenskt myndlistarlíf og hefur leitt til þess að mikilvæg verkefni hafa orðið og verða að veruleika. Á árinu 2013 bárust alls 226 umsóknir um rúmlega 293 miljónir. Á þessu ári bárust 112 umsóknir um 107 milljónir fyrir þessa einu úthlutun sem eftir stendur. Hægt hefur verið að svara um 20% af þörfinni. Það þarf því ekki að fjölyrða um að þörfin er mikil, styrkirnir hafa runnið til fjölbreyttra verkefna sem unnin eru af breiðum hópi fagmanna á sviðið myndlistar. Veittir hafa verið styrkir til smærri og stærri sýninga, til gerðar einstakra metnaðarfullra listaverka, til hátíða, fjölbreyttra samstarfsverkefna, til rannsókna og til þess að gefa út efni um íslenska myndlist. Fyrir myndlistarsamfélagið í heild skipta þessir fjármunir afar miklu máli en sjóðurinn er fyrsti og eini opinberi verkefnasjóðurinn á sviði myndlistar. Margföldunaráhrif fjármagns af þessu tagi í íslensku samfélagi eru óvefengjanleg en við viljum hins vegar leggja áherslu á þau áhrif sem sjóðurinn hefur á starfsskilyrði listmanna, listastofnana og á menningarlífið í landinu.Tækifæri til eflingar Íslensk myndlist hefur verið í talsverðri sókn á undanförnum árum. Aðsókn að söfnum og sýningum hefur sjaldan verið meiri, íslenskir myndlistarmenn láta að sér kveða innanlands sem utan, háskólar landsins bjóða upp á fjölmargar vinsælar námsbrautir á sviði myndlistar og sókn er í útgáfu á efni um íslenska myndlist. Það má segja að talsverð bjartsýni hafi ríkt við setningu laganna, við blasti breytt landslag, lög með skýr markmið og nokkuð stöndugur sjóður sem aðeins mundi vaxa. Við blöstu tækifæri til að treysta og efla skipan málefna myndlistar hér á landi. En nú aftur ári eftir að barist var fyrir því að sjóðurinn héldist á fjárlögum, blasir við skerðing frá 45 milljónum í 25. Það er óásættanlegt og skammarlegt. Með setningu myndlistarlaga og stofnun Myndlistarsjóðs var borið á frjóan jarðveg íslenskrar myndlistar og á þeim stutta tíma sem liðinn er frá setningu laganna hefur margt náð að dafna. Þannig viljum við að það verði áfram. Við skorum á Alþingi, fjárlaganefnd og ráðherra menningarmála að beita sér fyrir því að sjóðurinn fái að lágmarki 45 milljónir á fjárlögum ársins 2015 þannig að þessi eini opinberi verkefnasjóður á sviði myndlistar hafi þau áhrif sem vænst var með setningu myndlistarlaga.Fyrir hönd safna og listamiðstöðva ÍslandsHafþór YngvasonHalldór Björn Runólfssonsafnstjóri Listasafns ReykjavíkurHlynur Hallsson,safnstjóri Listasafnsins á AkureyriInga Jónsdóttirsafnstjóri Listasafns ÁrnesingaKristín G. Guðnadóttirforstöðumaður Listasafns ASÍKristín Dagmar Jóhannesdóttir,listrænn stjórnandi Gerðarsafns, Listasafns KópavogsÓlöf K. Sigurðardóttirsafnstjóri Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar HafnarfjarðarValgerður Guðmundsdóttirframkvæmdastjóri Menningarsviðs ReykjanesbæjarÞorgerður Ólafsdóttir,formaður Nýlistasafnsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 voru sett á Alþingi myndlistarlög. Lögin voru í smíðum í fjölda ára og var það mikill áfangi þegar breið samstaða náðist á Alþingi um setningu þeirra. Markmið laganna er að kveða á um skipan og fyrirkomulag myndlistarmálefna, efla íslenska myndlist og búa henni þannig skilyrði að hún fái dafnað til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Með lögunum voru myndlistarráð og Myndlistarsjóður lögfest. Hlutverk myndlistarráðs er skilgreint í lögunum og frá því ráðið hóf störf hefur verið lagður grunnur að því að markmið laganna náist. Myndlistarsjóður hefur verið á fjárlögum frá setningu laganna og árið 2013 var veitt til hans 45 milljónum. Hins vegar þurfti að berjast fyrir tilvist hans í lok síðasta árs og nú er gert ráð fyrir aðeins 25 milljónum í sjóðinn. Það er of lítið og mikilvægt er að settar verði a.m.k. 45 milljónir í Myndlistarsjóð.Fjölbreytt og mikilvæg verkefni Úthlutað hefur verið þrisvar úr sjóðnum á þeim tveimur árum sem lögin hafa gilt og má vera ljóst að sjóðurinn hefur verið kraftmikil innspýting í íslenskt myndlistarlíf og hefur leitt til þess að mikilvæg verkefni hafa orðið og verða að veruleika. Á árinu 2013 bárust alls 226 umsóknir um rúmlega 293 miljónir. Á þessu ári bárust 112 umsóknir um 107 milljónir fyrir þessa einu úthlutun sem eftir stendur. Hægt hefur verið að svara um 20% af þörfinni. Það þarf því ekki að fjölyrða um að þörfin er mikil, styrkirnir hafa runnið til fjölbreyttra verkefna sem unnin eru af breiðum hópi fagmanna á sviðið myndlistar. Veittir hafa verið styrkir til smærri og stærri sýninga, til gerðar einstakra metnaðarfullra listaverka, til hátíða, fjölbreyttra samstarfsverkefna, til rannsókna og til þess að gefa út efni um íslenska myndlist. Fyrir myndlistarsamfélagið í heild skipta þessir fjármunir afar miklu máli en sjóðurinn er fyrsti og eini opinberi verkefnasjóðurinn á sviði myndlistar. Margföldunaráhrif fjármagns af þessu tagi í íslensku samfélagi eru óvefengjanleg en við viljum hins vegar leggja áherslu á þau áhrif sem sjóðurinn hefur á starfsskilyrði listmanna, listastofnana og á menningarlífið í landinu.Tækifæri til eflingar Íslensk myndlist hefur verið í talsverðri sókn á undanförnum árum. Aðsókn að söfnum og sýningum hefur sjaldan verið meiri, íslenskir myndlistarmenn láta að sér kveða innanlands sem utan, háskólar landsins bjóða upp á fjölmargar vinsælar námsbrautir á sviði myndlistar og sókn er í útgáfu á efni um íslenska myndlist. Það má segja að talsverð bjartsýni hafi ríkt við setningu laganna, við blasti breytt landslag, lög með skýr markmið og nokkuð stöndugur sjóður sem aðeins mundi vaxa. Við blöstu tækifæri til að treysta og efla skipan málefna myndlistar hér á landi. En nú aftur ári eftir að barist var fyrir því að sjóðurinn héldist á fjárlögum, blasir við skerðing frá 45 milljónum í 25. Það er óásættanlegt og skammarlegt. Með setningu myndlistarlaga og stofnun Myndlistarsjóðs var borið á frjóan jarðveg íslenskrar myndlistar og á þeim stutta tíma sem liðinn er frá setningu laganna hefur margt náð að dafna. Þannig viljum við að það verði áfram. Við skorum á Alþingi, fjárlaganefnd og ráðherra menningarmála að beita sér fyrir því að sjóðurinn fái að lágmarki 45 milljónir á fjárlögum ársins 2015 þannig að þessi eini opinberi verkefnasjóður á sviði myndlistar hafi þau áhrif sem vænst var með setningu myndlistarlaga.Fyrir hönd safna og listamiðstöðva ÍslandsHafþór YngvasonHalldór Björn Runólfssonsafnstjóri Listasafns ReykjavíkurHlynur Hallsson,safnstjóri Listasafnsins á AkureyriInga Jónsdóttirsafnstjóri Listasafns ÁrnesingaKristín G. Guðnadóttirforstöðumaður Listasafns ASÍKristín Dagmar Jóhannesdóttir,listrænn stjórnandi Gerðarsafns, Listasafns KópavogsÓlöf K. Sigurðardóttirsafnstjóri Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar HafnarfjarðarValgerður Guðmundsdóttirframkvæmdastjóri Menningarsviðs ReykjanesbæjarÞorgerður Ólafsdóttir,formaður Nýlistasafnsins
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun