Eflum Myndlistarsjóð en skerum ekki niður! Fulltrúar safna og listamiðstöðva skrifar 11. desember 2014 07:00 Árið 2012 voru sett á Alþingi myndlistarlög. Lögin voru í smíðum í fjölda ára og var það mikill áfangi þegar breið samstaða náðist á Alþingi um setningu þeirra. Markmið laganna er að kveða á um skipan og fyrirkomulag myndlistarmálefna, efla íslenska myndlist og búa henni þannig skilyrði að hún fái dafnað til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Með lögunum voru myndlistarráð og Myndlistarsjóður lögfest. Hlutverk myndlistarráðs er skilgreint í lögunum og frá því ráðið hóf störf hefur verið lagður grunnur að því að markmið laganna náist. Myndlistarsjóður hefur verið á fjárlögum frá setningu laganna og árið 2013 var veitt til hans 45 milljónum. Hins vegar þurfti að berjast fyrir tilvist hans í lok síðasta árs og nú er gert ráð fyrir aðeins 25 milljónum í sjóðinn. Það er of lítið og mikilvægt er að settar verði a.m.k. 45 milljónir í Myndlistarsjóð.Fjölbreytt og mikilvæg verkefni Úthlutað hefur verið þrisvar úr sjóðnum á þeim tveimur árum sem lögin hafa gilt og má vera ljóst að sjóðurinn hefur verið kraftmikil innspýting í íslenskt myndlistarlíf og hefur leitt til þess að mikilvæg verkefni hafa orðið og verða að veruleika. Á árinu 2013 bárust alls 226 umsóknir um rúmlega 293 miljónir. Á þessu ári bárust 112 umsóknir um 107 milljónir fyrir þessa einu úthlutun sem eftir stendur. Hægt hefur verið að svara um 20% af þörfinni. Það þarf því ekki að fjölyrða um að þörfin er mikil, styrkirnir hafa runnið til fjölbreyttra verkefna sem unnin eru af breiðum hópi fagmanna á sviðið myndlistar. Veittir hafa verið styrkir til smærri og stærri sýninga, til gerðar einstakra metnaðarfullra listaverka, til hátíða, fjölbreyttra samstarfsverkefna, til rannsókna og til þess að gefa út efni um íslenska myndlist. Fyrir myndlistarsamfélagið í heild skipta þessir fjármunir afar miklu máli en sjóðurinn er fyrsti og eini opinberi verkefnasjóðurinn á sviði myndlistar. Margföldunaráhrif fjármagns af þessu tagi í íslensku samfélagi eru óvefengjanleg en við viljum hins vegar leggja áherslu á þau áhrif sem sjóðurinn hefur á starfsskilyrði listmanna, listastofnana og á menningarlífið í landinu.Tækifæri til eflingar Íslensk myndlist hefur verið í talsverðri sókn á undanförnum árum. Aðsókn að söfnum og sýningum hefur sjaldan verið meiri, íslenskir myndlistarmenn láta að sér kveða innanlands sem utan, háskólar landsins bjóða upp á fjölmargar vinsælar námsbrautir á sviði myndlistar og sókn er í útgáfu á efni um íslenska myndlist. Það má segja að talsverð bjartsýni hafi ríkt við setningu laganna, við blasti breytt landslag, lög með skýr markmið og nokkuð stöndugur sjóður sem aðeins mundi vaxa. Við blöstu tækifæri til að treysta og efla skipan málefna myndlistar hér á landi. En nú aftur ári eftir að barist var fyrir því að sjóðurinn héldist á fjárlögum, blasir við skerðing frá 45 milljónum í 25. Það er óásættanlegt og skammarlegt. Með setningu myndlistarlaga og stofnun Myndlistarsjóðs var borið á frjóan jarðveg íslenskrar myndlistar og á þeim stutta tíma sem liðinn er frá setningu laganna hefur margt náð að dafna. Þannig viljum við að það verði áfram. Við skorum á Alþingi, fjárlaganefnd og ráðherra menningarmála að beita sér fyrir því að sjóðurinn fái að lágmarki 45 milljónir á fjárlögum ársins 2015 þannig að þessi eini opinberi verkefnasjóður á sviði myndlistar hafi þau áhrif sem vænst var með setningu myndlistarlaga.Fyrir hönd safna og listamiðstöðva ÍslandsHafþór YngvasonHalldór Björn Runólfssonsafnstjóri Listasafns ReykjavíkurHlynur Hallsson,safnstjóri Listasafnsins á AkureyriInga Jónsdóttirsafnstjóri Listasafns ÁrnesingaKristín G. Guðnadóttirforstöðumaður Listasafns ASÍKristín Dagmar Jóhannesdóttir,listrænn stjórnandi Gerðarsafns, Listasafns KópavogsÓlöf K. Sigurðardóttirsafnstjóri Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar HafnarfjarðarValgerður Guðmundsdóttirframkvæmdastjóri Menningarsviðs ReykjanesbæjarÞorgerður Ólafsdóttir,formaður Nýlistasafnsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 voru sett á Alþingi myndlistarlög. Lögin voru í smíðum í fjölda ára og var það mikill áfangi þegar breið samstaða náðist á Alþingi um setningu þeirra. Markmið laganna er að kveða á um skipan og fyrirkomulag myndlistarmálefna, efla íslenska myndlist og búa henni þannig skilyrði að hún fái dafnað til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Með lögunum voru myndlistarráð og Myndlistarsjóður lögfest. Hlutverk myndlistarráðs er skilgreint í lögunum og frá því ráðið hóf störf hefur verið lagður grunnur að því að markmið laganna náist. Myndlistarsjóður hefur verið á fjárlögum frá setningu laganna og árið 2013 var veitt til hans 45 milljónum. Hins vegar þurfti að berjast fyrir tilvist hans í lok síðasta árs og nú er gert ráð fyrir aðeins 25 milljónum í sjóðinn. Það er of lítið og mikilvægt er að settar verði a.m.k. 45 milljónir í Myndlistarsjóð.Fjölbreytt og mikilvæg verkefni Úthlutað hefur verið þrisvar úr sjóðnum á þeim tveimur árum sem lögin hafa gilt og má vera ljóst að sjóðurinn hefur verið kraftmikil innspýting í íslenskt myndlistarlíf og hefur leitt til þess að mikilvæg verkefni hafa orðið og verða að veruleika. Á árinu 2013 bárust alls 226 umsóknir um rúmlega 293 miljónir. Á þessu ári bárust 112 umsóknir um 107 milljónir fyrir þessa einu úthlutun sem eftir stendur. Hægt hefur verið að svara um 20% af þörfinni. Það þarf því ekki að fjölyrða um að þörfin er mikil, styrkirnir hafa runnið til fjölbreyttra verkefna sem unnin eru af breiðum hópi fagmanna á sviðið myndlistar. Veittir hafa verið styrkir til smærri og stærri sýninga, til gerðar einstakra metnaðarfullra listaverka, til hátíða, fjölbreyttra samstarfsverkefna, til rannsókna og til þess að gefa út efni um íslenska myndlist. Fyrir myndlistarsamfélagið í heild skipta þessir fjármunir afar miklu máli en sjóðurinn er fyrsti og eini opinberi verkefnasjóðurinn á sviði myndlistar. Margföldunaráhrif fjármagns af þessu tagi í íslensku samfélagi eru óvefengjanleg en við viljum hins vegar leggja áherslu á þau áhrif sem sjóðurinn hefur á starfsskilyrði listmanna, listastofnana og á menningarlífið í landinu.Tækifæri til eflingar Íslensk myndlist hefur verið í talsverðri sókn á undanförnum árum. Aðsókn að söfnum og sýningum hefur sjaldan verið meiri, íslenskir myndlistarmenn láta að sér kveða innanlands sem utan, háskólar landsins bjóða upp á fjölmargar vinsælar námsbrautir á sviði myndlistar og sókn er í útgáfu á efni um íslenska myndlist. Það má segja að talsverð bjartsýni hafi ríkt við setningu laganna, við blasti breytt landslag, lög með skýr markmið og nokkuð stöndugur sjóður sem aðeins mundi vaxa. Við blöstu tækifæri til að treysta og efla skipan málefna myndlistar hér á landi. En nú aftur ári eftir að barist var fyrir því að sjóðurinn héldist á fjárlögum, blasir við skerðing frá 45 milljónum í 25. Það er óásættanlegt og skammarlegt. Með setningu myndlistarlaga og stofnun Myndlistarsjóðs var borið á frjóan jarðveg íslenskrar myndlistar og á þeim stutta tíma sem liðinn er frá setningu laganna hefur margt náð að dafna. Þannig viljum við að það verði áfram. Við skorum á Alþingi, fjárlaganefnd og ráðherra menningarmála að beita sér fyrir því að sjóðurinn fái að lágmarki 45 milljónir á fjárlögum ársins 2015 þannig að þessi eini opinberi verkefnasjóður á sviði myndlistar hafi þau áhrif sem vænst var með setningu myndlistarlaga.Fyrir hönd safna og listamiðstöðva ÍslandsHafþór YngvasonHalldór Björn Runólfssonsafnstjóri Listasafns ReykjavíkurHlynur Hallsson,safnstjóri Listasafnsins á AkureyriInga Jónsdóttirsafnstjóri Listasafns ÁrnesingaKristín G. Guðnadóttirforstöðumaður Listasafns ASÍKristín Dagmar Jóhannesdóttir,listrænn stjórnandi Gerðarsafns, Listasafns KópavogsÓlöf K. Sigurðardóttirsafnstjóri Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar HafnarfjarðarValgerður Guðmundsdóttirframkvæmdastjóri Menningarsviðs ReykjanesbæjarÞorgerður Ólafsdóttir,formaður Nýlistasafnsins
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun