Draugalegur söngur Jónas Sen skrifar 6. desember 2014 17:00 VAR „Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel.“ Tónlist: VAR Anna Jónsdóttir Útg. Anna Jónsdóttir Anna Jónsdóttir sópran er glæsileg söngkona. Hún hefur þétta, kraftmikla rödd og syngur af innlifun. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski hennar sem inniheldur íslensk þjóðlög. Diskurinn er djarfur, Anna syngur nánast öll lögin án undirleiks. Það er rétt að glitti hér og þar í harmonium, þ.e. stofuorgel sem Svavar Knútur leikur á. Lögin eru tekin upp í Djúpavík og í Akranesvita. Umhverfið, þ.e. mikið bergmál, leikur stórt hlutverk. Á vissan hátt má segja að endurómunin sé undirspilið, hún er hugsuð til að skapa stemninguna á diskinum. Lögin eru dauðhreinsuð af nútímalegri umgjörð, þeim er ætlað að virka forneskjuleg og hrá. Þetta er góð hugmynd en hún heppnast þó ekki alveg. Ef þjóðlög eiga að hljóma ekta verða þau líka að vera sungin þannig. Anna er skólaður sópran, hún er hreinlega of góð söngkona til að þjóðlög, sem langoftast eru illa sungin, komi út á sannfærandi hátt. Það er of mikill óperubragur á lögunum. Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel. En þá verður umgjörðin að vera í stíl. Söngurinn þarfnast fallegs meðleiks og þægilegrar endurómunar. Það má ekki bara drekkja lögunum í bergmáli. Bergmálið hér verður mjög fljótt leiðigjarnt, söngurinn hljómar eins og sírenuvæl. Heildaryfirbragðið skortir smekkvísi. Anna hefði þurft að hugsa þetta dæmi aðeins betur.Niðurstaða: Vel sungið en hljómburðurinn fer lögunum illa. Gagnrýni Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist: VAR Anna Jónsdóttir Útg. Anna Jónsdóttir Anna Jónsdóttir sópran er glæsileg söngkona. Hún hefur þétta, kraftmikla rödd og syngur af innlifun. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski hennar sem inniheldur íslensk þjóðlög. Diskurinn er djarfur, Anna syngur nánast öll lögin án undirleiks. Það er rétt að glitti hér og þar í harmonium, þ.e. stofuorgel sem Svavar Knútur leikur á. Lögin eru tekin upp í Djúpavík og í Akranesvita. Umhverfið, þ.e. mikið bergmál, leikur stórt hlutverk. Á vissan hátt má segja að endurómunin sé undirspilið, hún er hugsuð til að skapa stemninguna á diskinum. Lögin eru dauðhreinsuð af nútímalegri umgjörð, þeim er ætlað að virka forneskjuleg og hrá. Þetta er góð hugmynd en hún heppnast þó ekki alveg. Ef þjóðlög eiga að hljóma ekta verða þau líka að vera sungin þannig. Anna er skólaður sópran, hún er hreinlega of góð söngkona til að þjóðlög, sem langoftast eru illa sungin, komi út á sannfærandi hátt. Það er of mikill óperubragur á lögunum. Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel. En þá verður umgjörðin að vera í stíl. Söngurinn þarfnast fallegs meðleiks og þægilegrar endurómunar. Það má ekki bara drekkja lögunum í bergmáli. Bergmálið hér verður mjög fljótt leiðigjarnt, söngurinn hljómar eins og sírenuvæl. Heildaryfirbragðið skortir smekkvísi. Anna hefði þurft að hugsa þetta dæmi aðeins betur.Niðurstaða: Vel sungið en hljómburðurinn fer lögunum illa.
Gagnrýni Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira