Ævintýri Harrý Potter á Alþingi Finnur Árnason skrifar 5. desember 2014 07:00 Í ævintýrum Harrý Potter er einn sem ekki má nefna á nafn. Í Hogwarts-skóla má ekki segja Lord Voldemort, þó svo að allt snúist um hann þegar upp er staðið. Það er ekki frá því að þessi samlíking komi upp í hugann, þegar umræða um matarskatt á sér stað á Alþingi Íslendinga þessa dagana. Þar tala allir um mikilvægi þess að matvöruverð sé lágt og að það verði að gera hvað sem er til þess að koma í veg fyrir hækkun á matvöruverði, en það talar enginn þingmaður um Lord Voldemort. Af hverju? Má ekki nefna hann á nafn? Tveir meginþættir ráða því að matvöruverð á Íslandi er eins og það er. Bein skattlagning á vöruna, en sama varan getur verið skattlögð í mörgum þrepum, með magntolli, verðtolli, vörugjaldi, umbúðagjaldi og síðast en ekki síst virðisaukaskatti. Hins vegar eru dulin álög á heimilin hluti af vöruverði, þar sem verndartollar og viðskiptahöft valda því að verð á ákveðnum vörum er mun hærra en það annars gæti verið. Það hafta- og tollakerfi sem Alþingi hefur ákveðið að íslensk heimili búi við, kostar heimilin skv. nýjustu tölum OECD yfir 15 milljarða króna árlega. Öll þessi skattlagning fer í sama sjóðinn, ríkissjóð. Því er með öllu óskiljanlegt að það þurfi mörg þrep skattlagningar til þess eins að koma hluta af verðmæti einnar vöru í ríkissjóð. Innfluttur rjómaís er t.a.m. skattlagður í öllum fimm framangreindum þrepum. Síðasta þrepið, virðisaukaskattur, er líklega einungis um 15% af heildarskattlagningu þeirrar vöru. Nú er rætt um breytingu á síðasta skattþrepinu, virðisaukaskatti úr 7% í 11%. Vörugjöld falla niður og einfalda þar með innheimtu skatta af sömu vörunni. Því ber að fagna. En betur má ef duga skal. Af hverju nefnir enginn þingmaður lækkun tolla í umræðu um verðlag á matvöru? Aukið viðskiptafrelsi er augljós leið til þess að bæta hag íslenskra heimila og auka kaupmátt þeirra. Hvað tefur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í ævintýrum Harrý Potter er einn sem ekki má nefna á nafn. Í Hogwarts-skóla má ekki segja Lord Voldemort, þó svo að allt snúist um hann þegar upp er staðið. Það er ekki frá því að þessi samlíking komi upp í hugann, þegar umræða um matarskatt á sér stað á Alþingi Íslendinga þessa dagana. Þar tala allir um mikilvægi þess að matvöruverð sé lágt og að það verði að gera hvað sem er til þess að koma í veg fyrir hækkun á matvöruverði, en það talar enginn þingmaður um Lord Voldemort. Af hverju? Má ekki nefna hann á nafn? Tveir meginþættir ráða því að matvöruverð á Íslandi er eins og það er. Bein skattlagning á vöruna, en sama varan getur verið skattlögð í mörgum þrepum, með magntolli, verðtolli, vörugjaldi, umbúðagjaldi og síðast en ekki síst virðisaukaskatti. Hins vegar eru dulin álög á heimilin hluti af vöruverði, þar sem verndartollar og viðskiptahöft valda því að verð á ákveðnum vörum er mun hærra en það annars gæti verið. Það hafta- og tollakerfi sem Alþingi hefur ákveðið að íslensk heimili búi við, kostar heimilin skv. nýjustu tölum OECD yfir 15 milljarða króna árlega. Öll þessi skattlagning fer í sama sjóðinn, ríkissjóð. Því er með öllu óskiljanlegt að það þurfi mörg þrep skattlagningar til þess eins að koma hluta af verðmæti einnar vöru í ríkissjóð. Innfluttur rjómaís er t.a.m. skattlagður í öllum fimm framangreindum þrepum. Síðasta þrepið, virðisaukaskattur, er líklega einungis um 15% af heildarskattlagningu þeirrar vöru. Nú er rætt um breytingu á síðasta skattþrepinu, virðisaukaskatti úr 7% í 11%. Vörugjöld falla niður og einfalda þar með innheimtu skatta af sömu vörunni. Því ber að fagna. En betur má ef duga skal. Af hverju nefnir enginn þingmaður lækkun tolla í umræðu um verðlag á matvöru? Aukið viðskiptafrelsi er augljós leið til þess að bæta hag íslenskra heimila og auka kaupmátt þeirra. Hvað tefur?
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun