Ævintýri Harrý Potter á Alþingi Finnur Árnason skrifar 5. desember 2014 07:00 Í ævintýrum Harrý Potter er einn sem ekki má nefna á nafn. Í Hogwarts-skóla má ekki segja Lord Voldemort, þó svo að allt snúist um hann þegar upp er staðið. Það er ekki frá því að þessi samlíking komi upp í hugann, þegar umræða um matarskatt á sér stað á Alþingi Íslendinga þessa dagana. Þar tala allir um mikilvægi þess að matvöruverð sé lágt og að það verði að gera hvað sem er til þess að koma í veg fyrir hækkun á matvöruverði, en það talar enginn þingmaður um Lord Voldemort. Af hverju? Má ekki nefna hann á nafn? Tveir meginþættir ráða því að matvöruverð á Íslandi er eins og það er. Bein skattlagning á vöruna, en sama varan getur verið skattlögð í mörgum þrepum, með magntolli, verðtolli, vörugjaldi, umbúðagjaldi og síðast en ekki síst virðisaukaskatti. Hins vegar eru dulin álög á heimilin hluti af vöruverði, þar sem verndartollar og viðskiptahöft valda því að verð á ákveðnum vörum er mun hærra en það annars gæti verið. Það hafta- og tollakerfi sem Alþingi hefur ákveðið að íslensk heimili búi við, kostar heimilin skv. nýjustu tölum OECD yfir 15 milljarða króna árlega. Öll þessi skattlagning fer í sama sjóðinn, ríkissjóð. Því er með öllu óskiljanlegt að það þurfi mörg þrep skattlagningar til þess eins að koma hluta af verðmæti einnar vöru í ríkissjóð. Innfluttur rjómaís er t.a.m. skattlagður í öllum fimm framangreindum þrepum. Síðasta þrepið, virðisaukaskattur, er líklega einungis um 15% af heildarskattlagningu þeirrar vöru. Nú er rætt um breytingu á síðasta skattþrepinu, virðisaukaskatti úr 7% í 11%. Vörugjöld falla niður og einfalda þar með innheimtu skatta af sömu vörunni. Því ber að fagna. En betur má ef duga skal. Af hverju nefnir enginn þingmaður lækkun tolla í umræðu um verðlag á matvöru? Aukið viðskiptafrelsi er augljós leið til þess að bæta hag íslenskra heimila og auka kaupmátt þeirra. Hvað tefur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í ævintýrum Harrý Potter er einn sem ekki má nefna á nafn. Í Hogwarts-skóla má ekki segja Lord Voldemort, þó svo að allt snúist um hann þegar upp er staðið. Það er ekki frá því að þessi samlíking komi upp í hugann, þegar umræða um matarskatt á sér stað á Alþingi Íslendinga þessa dagana. Þar tala allir um mikilvægi þess að matvöruverð sé lágt og að það verði að gera hvað sem er til þess að koma í veg fyrir hækkun á matvöruverði, en það talar enginn þingmaður um Lord Voldemort. Af hverju? Má ekki nefna hann á nafn? Tveir meginþættir ráða því að matvöruverð á Íslandi er eins og það er. Bein skattlagning á vöruna, en sama varan getur verið skattlögð í mörgum þrepum, með magntolli, verðtolli, vörugjaldi, umbúðagjaldi og síðast en ekki síst virðisaukaskatti. Hins vegar eru dulin álög á heimilin hluti af vöruverði, þar sem verndartollar og viðskiptahöft valda því að verð á ákveðnum vörum er mun hærra en það annars gæti verið. Það hafta- og tollakerfi sem Alþingi hefur ákveðið að íslensk heimili búi við, kostar heimilin skv. nýjustu tölum OECD yfir 15 milljarða króna árlega. Öll þessi skattlagning fer í sama sjóðinn, ríkissjóð. Því er með öllu óskiljanlegt að það þurfi mörg þrep skattlagningar til þess eins að koma hluta af verðmæti einnar vöru í ríkissjóð. Innfluttur rjómaís er t.a.m. skattlagður í öllum fimm framangreindum þrepum. Síðasta þrepið, virðisaukaskattur, er líklega einungis um 15% af heildarskattlagningu þeirrar vöru. Nú er rætt um breytingu á síðasta skattþrepinu, virðisaukaskatti úr 7% í 11%. Vörugjöld falla niður og einfalda þar með innheimtu skatta af sömu vörunni. Því ber að fagna. En betur má ef duga skal. Af hverju nefnir enginn þingmaður lækkun tolla í umræðu um verðlag á matvöru? Aukið viðskiptafrelsi er augljós leið til þess að bæta hag íslenskra heimila og auka kaupmátt þeirra. Hvað tefur?
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun