Var frjálshyggja fyrir hrun? Guðmundur Edgarsson skrifar 4. desember 2014 00:00 Þótt ýmislegt á Íslandi hafi borið keim af frjálshyggju á árunum fyrir hrun, t.d. lækkun skatta, einkavæðing ýmissa ríkisfyrirtækja og sjálfbær sjávarútvegur, er ljóst að sjónarmið félagshyggju urðu æ meira áberandi. Látum nægja hér að benda á nokkur dæmi því til staðfestingar.Ríkið þandist út Þótt skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafi lækkað jafnt og þétt á árunum fyrir hrun, jukust skatttekjur hins opinbera um tæpan fimmtung á einungis tíu árum. Samhliða auknum skatttekjum jukust umsvif ríkis- og sveitarfélaga verulega. Þá jókst lagasetning um helming og eftirlitsstofnanir urðu dýrari, fjölmennari og umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Með öðrum orðum, báknið þandist út og frjálshyggjan lét í minni pokann fyrir víðtækri félagshyggju.Ríkisábyrgð á bönkum Hér á landi sem erlendis var til staðar bein eða óbein ríkisábyrgð á innistæðum. Af þessu tóku matsfyrirtækin mið og gáfu bönkunum hærri einkunn því tryggari sem ríkisábyrgðin var. Slík ríkisábyrgð eykur áhættuhegðun bankanna og stuðlar að lánsfjárbólu. Nákvæmlega þetta gerðist á Íslandi sem og um mestallan hinn vestræna heim. Þar sem ríkisábyrgð á einkafyrirtækjum gengur í berhögg við grundvallarhugmyndir frjálshyggju, gefur augaleið að ríkisábyrgð á bankainnistæðum eða bönkum yfirleitt er andstæð frjálshyggju af hvaða tagi sem er.Kárahnjúkavirkjun Margir telja að bygging Kárahnjúkavirkjunar hafi valdið því hagkerfið hafi ofhitnað. Þeir hinir sömu telja að við þessa framkvæmd hafi gífurlegt magn af erlendum gjaldeyri flætt inn í landið og þar með hafi möguleikar bankanna til enn frekari umsvifa í skjóli væntanlegrar ríkisábyrgðar aukist til muna. Hvað sem hæft er í því er það óhagganleg staðreynd að bygging Kárahnjúkavirkjunar var ríkisframkvæmd og sú stærsta sinnar tegundar í sögu landsins. Að bendla þessa risaframkvæmd ríkisins við frjálshyggju er því öfugmæli hvað sem mönnum kann að þykja um verkefnið að öðru leyti.Heimatilbúinn lóðaskortur Á skjön við markaðslögmál setti R-listinn lóðaframboð í Reykjavík í frost í heilan áratug. Þessi frysting leiddi til slíkrar umframspurnar eftir lóðum að húsnæðisverð á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu fór upp úr öllu valdi. Þótt nágrannasveitarfélögin hafi boðið út talsverðan fjölda af lóðum hafði það lítið að segja til mótvægis þar sem höfuðborgarsvæðið allt er eitt markaðssvæði og Reykjavík, sem langstærsta sveitarfélagið, allsráðandi hvað varðar verðmyndun á fasteignamarkaði. Í kjölfarið tók fólk á sig meiri húsnæðisskuldir sem gerði svo kreppuna öllu verri við að eiga en ella hefði verið.90% lánin Framsóknarflokkurinn á svo heiðurinn af þeirri misráðnu ákvörðun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma að að heimila hinum ríkisrekna húsnæðisbanka, Íbúðalánasjóði, að veita 90% lán. Bankar á frjálsum markaði veittu einungis 65% lán en buðu upp á skammtímalán ef íbúðarkaupendur vantaði upp á útborgun. Með 90% lánunum var grundvellinum því kippt undan mikilvægri tekjulind banka á húsnæðislánamarkaði og þeir því knúnir til að fara í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð. Í kjölfarið tók húsnæðisverð annan rækilegan kipp og skuldsetning heimilanna að sama skapi.Æ meiri félagshyggja Útþensla ríkisins, ríkisábyrgð á bankainnistæðum, stærsta ríkisframkvæmd í Íslandssögunni og veruleg afskipti stjórnmálamanna af húsnæðismarkaðnum eru allt dæmi um aðgerðir sem einkennast af víðtækum ríkisumsvifum og áætlunarbúskap. Og þótt ýmislegt hafi færst í frjálsræðisátt á þessum árum, þá varð félagshyggjan æ fyrirferðarmeiri eftir því sem á leið. Að rekja orsakir hrunsins til frjálshyggju verður því að teljast stórfurðulegur málflutningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Þótt ýmislegt á Íslandi hafi borið keim af frjálshyggju á árunum fyrir hrun, t.d. lækkun skatta, einkavæðing ýmissa ríkisfyrirtækja og sjálfbær sjávarútvegur, er ljóst að sjónarmið félagshyggju urðu æ meira áberandi. Látum nægja hér að benda á nokkur dæmi því til staðfestingar.Ríkið þandist út Þótt skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafi lækkað jafnt og þétt á árunum fyrir hrun, jukust skatttekjur hins opinbera um tæpan fimmtung á einungis tíu árum. Samhliða auknum skatttekjum jukust umsvif ríkis- og sveitarfélaga verulega. Þá jókst lagasetning um helming og eftirlitsstofnanir urðu dýrari, fjölmennari og umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Með öðrum orðum, báknið þandist út og frjálshyggjan lét í minni pokann fyrir víðtækri félagshyggju.Ríkisábyrgð á bönkum Hér á landi sem erlendis var til staðar bein eða óbein ríkisábyrgð á innistæðum. Af þessu tóku matsfyrirtækin mið og gáfu bönkunum hærri einkunn því tryggari sem ríkisábyrgðin var. Slík ríkisábyrgð eykur áhættuhegðun bankanna og stuðlar að lánsfjárbólu. Nákvæmlega þetta gerðist á Íslandi sem og um mestallan hinn vestræna heim. Þar sem ríkisábyrgð á einkafyrirtækjum gengur í berhögg við grundvallarhugmyndir frjálshyggju, gefur augaleið að ríkisábyrgð á bankainnistæðum eða bönkum yfirleitt er andstæð frjálshyggju af hvaða tagi sem er.Kárahnjúkavirkjun Margir telja að bygging Kárahnjúkavirkjunar hafi valdið því hagkerfið hafi ofhitnað. Þeir hinir sömu telja að við þessa framkvæmd hafi gífurlegt magn af erlendum gjaldeyri flætt inn í landið og þar með hafi möguleikar bankanna til enn frekari umsvifa í skjóli væntanlegrar ríkisábyrgðar aukist til muna. Hvað sem hæft er í því er það óhagganleg staðreynd að bygging Kárahnjúkavirkjunar var ríkisframkvæmd og sú stærsta sinnar tegundar í sögu landsins. Að bendla þessa risaframkvæmd ríkisins við frjálshyggju er því öfugmæli hvað sem mönnum kann að þykja um verkefnið að öðru leyti.Heimatilbúinn lóðaskortur Á skjön við markaðslögmál setti R-listinn lóðaframboð í Reykjavík í frost í heilan áratug. Þessi frysting leiddi til slíkrar umframspurnar eftir lóðum að húsnæðisverð á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu fór upp úr öllu valdi. Þótt nágrannasveitarfélögin hafi boðið út talsverðan fjölda af lóðum hafði það lítið að segja til mótvægis þar sem höfuðborgarsvæðið allt er eitt markaðssvæði og Reykjavík, sem langstærsta sveitarfélagið, allsráðandi hvað varðar verðmyndun á fasteignamarkaði. Í kjölfarið tók fólk á sig meiri húsnæðisskuldir sem gerði svo kreppuna öllu verri við að eiga en ella hefði verið.90% lánin Framsóknarflokkurinn á svo heiðurinn af þeirri misráðnu ákvörðun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma að að heimila hinum ríkisrekna húsnæðisbanka, Íbúðalánasjóði, að veita 90% lán. Bankar á frjálsum markaði veittu einungis 65% lán en buðu upp á skammtímalán ef íbúðarkaupendur vantaði upp á útborgun. Með 90% lánunum var grundvellinum því kippt undan mikilvægri tekjulind banka á húsnæðislánamarkaði og þeir því knúnir til að fara í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð. Í kjölfarið tók húsnæðisverð annan rækilegan kipp og skuldsetning heimilanna að sama skapi.Æ meiri félagshyggja Útþensla ríkisins, ríkisábyrgð á bankainnistæðum, stærsta ríkisframkvæmd í Íslandssögunni og veruleg afskipti stjórnmálamanna af húsnæðismarkaðnum eru allt dæmi um aðgerðir sem einkennast af víðtækum ríkisumsvifum og áætlunarbúskap. Og þótt ýmislegt hafi færst í frjálsræðisátt á þessum árum, þá varð félagshyggjan æ fyrirferðarmeiri eftir því sem á leið. Að rekja orsakir hrunsins til frjálshyggju verður því að teljast stórfurðulegur málflutningur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar