Var frjálshyggja fyrir hrun? Guðmundur Edgarsson skrifar 4. desember 2014 00:00 Þótt ýmislegt á Íslandi hafi borið keim af frjálshyggju á árunum fyrir hrun, t.d. lækkun skatta, einkavæðing ýmissa ríkisfyrirtækja og sjálfbær sjávarútvegur, er ljóst að sjónarmið félagshyggju urðu æ meira áberandi. Látum nægja hér að benda á nokkur dæmi því til staðfestingar.Ríkið þandist út Þótt skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafi lækkað jafnt og þétt á árunum fyrir hrun, jukust skatttekjur hins opinbera um tæpan fimmtung á einungis tíu árum. Samhliða auknum skatttekjum jukust umsvif ríkis- og sveitarfélaga verulega. Þá jókst lagasetning um helming og eftirlitsstofnanir urðu dýrari, fjölmennari og umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Með öðrum orðum, báknið þandist út og frjálshyggjan lét í minni pokann fyrir víðtækri félagshyggju.Ríkisábyrgð á bönkum Hér á landi sem erlendis var til staðar bein eða óbein ríkisábyrgð á innistæðum. Af þessu tóku matsfyrirtækin mið og gáfu bönkunum hærri einkunn því tryggari sem ríkisábyrgðin var. Slík ríkisábyrgð eykur áhættuhegðun bankanna og stuðlar að lánsfjárbólu. Nákvæmlega þetta gerðist á Íslandi sem og um mestallan hinn vestræna heim. Þar sem ríkisábyrgð á einkafyrirtækjum gengur í berhögg við grundvallarhugmyndir frjálshyggju, gefur augaleið að ríkisábyrgð á bankainnistæðum eða bönkum yfirleitt er andstæð frjálshyggju af hvaða tagi sem er.Kárahnjúkavirkjun Margir telja að bygging Kárahnjúkavirkjunar hafi valdið því hagkerfið hafi ofhitnað. Þeir hinir sömu telja að við þessa framkvæmd hafi gífurlegt magn af erlendum gjaldeyri flætt inn í landið og þar með hafi möguleikar bankanna til enn frekari umsvifa í skjóli væntanlegrar ríkisábyrgðar aukist til muna. Hvað sem hæft er í því er það óhagganleg staðreynd að bygging Kárahnjúkavirkjunar var ríkisframkvæmd og sú stærsta sinnar tegundar í sögu landsins. Að bendla þessa risaframkvæmd ríkisins við frjálshyggju er því öfugmæli hvað sem mönnum kann að þykja um verkefnið að öðru leyti.Heimatilbúinn lóðaskortur Á skjön við markaðslögmál setti R-listinn lóðaframboð í Reykjavík í frost í heilan áratug. Þessi frysting leiddi til slíkrar umframspurnar eftir lóðum að húsnæðisverð á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu fór upp úr öllu valdi. Þótt nágrannasveitarfélögin hafi boðið út talsverðan fjölda af lóðum hafði það lítið að segja til mótvægis þar sem höfuðborgarsvæðið allt er eitt markaðssvæði og Reykjavík, sem langstærsta sveitarfélagið, allsráðandi hvað varðar verðmyndun á fasteignamarkaði. Í kjölfarið tók fólk á sig meiri húsnæðisskuldir sem gerði svo kreppuna öllu verri við að eiga en ella hefði verið.90% lánin Framsóknarflokkurinn á svo heiðurinn af þeirri misráðnu ákvörðun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma að að heimila hinum ríkisrekna húsnæðisbanka, Íbúðalánasjóði, að veita 90% lán. Bankar á frjálsum markaði veittu einungis 65% lán en buðu upp á skammtímalán ef íbúðarkaupendur vantaði upp á útborgun. Með 90% lánunum var grundvellinum því kippt undan mikilvægri tekjulind banka á húsnæðislánamarkaði og þeir því knúnir til að fara í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð. Í kjölfarið tók húsnæðisverð annan rækilegan kipp og skuldsetning heimilanna að sama skapi.Æ meiri félagshyggja Útþensla ríkisins, ríkisábyrgð á bankainnistæðum, stærsta ríkisframkvæmd í Íslandssögunni og veruleg afskipti stjórnmálamanna af húsnæðismarkaðnum eru allt dæmi um aðgerðir sem einkennast af víðtækum ríkisumsvifum og áætlunarbúskap. Og þótt ýmislegt hafi færst í frjálsræðisátt á þessum árum, þá varð félagshyggjan æ fyrirferðarmeiri eftir því sem á leið. Að rekja orsakir hrunsins til frjálshyggju verður því að teljast stórfurðulegur málflutningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Þótt ýmislegt á Íslandi hafi borið keim af frjálshyggju á árunum fyrir hrun, t.d. lækkun skatta, einkavæðing ýmissa ríkisfyrirtækja og sjálfbær sjávarútvegur, er ljóst að sjónarmið félagshyggju urðu æ meira áberandi. Látum nægja hér að benda á nokkur dæmi því til staðfestingar.Ríkið þandist út Þótt skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafi lækkað jafnt og þétt á árunum fyrir hrun, jukust skatttekjur hins opinbera um tæpan fimmtung á einungis tíu árum. Samhliða auknum skatttekjum jukust umsvif ríkis- og sveitarfélaga verulega. Þá jókst lagasetning um helming og eftirlitsstofnanir urðu dýrari, fjölmennari og umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Með öðrum orðum, báknið þandist út og frjálshyggjan lét í minni pokann fyrir víðtækri félagshyggju.Ríkisábyrgð á bönkum Hér á landi sem erlendis var til staðar bein eða óbein ríkisábyrgð á innistæðum. Af þessu tóku matsfyrirtækin mið og gáfu bönkunum hærri einkunn því tryggari sem ríkisábyrgðin var. Slík ríkisábyrgð eykur áhættuhegðun bankanna og stuðlar að lánsfjárbólu. Nákvæmlega þetta gerðist á Íslandi sem og um mestallan hinn vestræna heim. Þar sem ríkisábyrgð á einkafyrirtækjum gengur í berhögg við grundvallarhugmyndir frjálshyggju, gefur augaleið að ríkisábyrgð á bankainnistæðum eða bönkum yfirleitt er andstæð frjálshyggju af hvaða tagi sem er.Kárahnjúkavirkjun Margir telja að bygging Kárahnjúkavirkjunar hafi valdið því hagkerfið hafi ofhitnað. Þeir hinir sömu telja að við þessa framkvæmd hafi gífurlegt magn af erlendum gjaldeyri flætt inn í landið og þar með hafi möguleikar bankanna til enn frekari umsvifa í skjóli væntanlegrar ríkisábyrgðar aukist til muna. Hvað sem hæft er í því er það óhagganleg staðreynd að bygging Kárahnjúkavirkjunar var ríkisframkvæmd og sú stærsta sinnar tegundar í sögu landsins. Að bendla þessa risaframkvæmd ríkisins við frjálshyggju er því öfugmæli hvað sem mönnum kann að þykja um verkefnið að öðru leyti.Heimatilbúinn lóðaskortur Á skjön við markaðslögmál setti R-listinn lóðaframboð í Reykjavík í frost í heilan áratug. Þessi frysting leiddi til slíkrar umframspurnar eftir lóðum að húsnæðisverð á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu fór upp úr öllu valdi. Þótt nágrannasveitarfélögin hafi boðið út talsverðan fjölda af lóðum hafði það lítið að segja til mótvægis þar sem höfuðborgarsvæðið allt er eitt markaðssvæði og Reykjavík, sem langstærsta sveitarfélagið, allsráðandi hvað varðar verðmyndun á fasteignamarkaði. Í kjölfarið tók fólk á sig meiri húsnæðisskuldir sem gerði svo kreppuna öllu verri við að eiga en ella hefði verið.90% lánin Framsóknarflokkurinn á svo heiðurinn af þeirri misráðnu ákvörðun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma að að heimila hinum ríkisrekna húsnæðisbanka, Íbúðalánasjóði, að veita 90% lán. Bankar á frjálsum markaði veittu einungis 65% lán en buðu upp á skammtímalán ef íbúðarkaupendur vantaði upp á útborgun. Með 90% lánunum var grundvellinum því kippt undan mikilvægri tekjulind banka á húsnæðislánamarkaði og þeir því knúnir til að fara í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð. Í kjölfarið tók húsnæðisverð annan rækilegan kipp og skuldsetning heimilanna að sama skapi.Æ meiri félagshyggja Útþensla ríkisins, ríkisábyrgð á bankainnistæðum, stærsta ríkisframkvæmd í Íslandssögunni og veruleg afskipti stjórnmálamanna af húsnæðismarkaðnum eru allt dæmi um aðgerðir sem einkennast af víðtækum ríkisumsvifum og áætlunarbúskap. Og þótt ýmislegt hafi færst í frjálsræðisátt á þessum árum, þá varð félagshyggjan æ fyrirferðarmeiri eftir því sem á leið. Að rekja orsakir hrunsins til frjálshyggju verður því að teljast stórfurðulegur málflutningur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar