Byggjum upp til framtíðar Grímur Sæmundsen skrifar 3. desember 2014 07:00 Það er óhætt að segja að ferðaþjónusta á Íslandi standi nú á krossgötum og greinin horfi til móts við nýja tíma. Á síðasta ári varð ferðaþjónustan í fyrsta skiptið stærsta útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar og var hlutfall hennar 26,8% af heildarútflutningstekjum. Sé horft til ársins í ár og tímabilið janúar-september skoðað var hlutfallið 28% og fer því enn vaxandi. Að mati Hagstofunnar hefði ekki mælst hagvöxtur í landinu á síðasta ári nema vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Undanfarin ár hefur fjölgun erlendra ferðamanna sem sækja landið heim verið um 20% á ári og gera spár ráð fyrir um 15% aukningu á næsta ári. Þannig hefur ferðaþjónustan orðið að nýrri undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Þrátt fyrir að vel gangi er að mörgu að huga hvað þessa vaxandi atvinnugrein varðar. Það eru tækifæri við hvert fótmál til að gera betur, en áskoranirnar eru einnig fjölmargar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld ásamt landsmönnum öllum þurfa að taka höndum saman og taka á þeim úrlausnarefnum sem við blasa. Það er hins vegar ánægjulegt að ferðaþjónustan hefur fengið meiri athygli stjórnvalda um leið og landsmenn gera sér í auknum mæli grein fyrir mikilvægi greinarinnar fyrir samfélagið og þjóðarbúið allt.Stefnumótun ýtt úr vör Í október sl. ákvað Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, að setja í gang vinnu við mót¬un stefnu og framtíðar¬sýn¬ar fyr¬ir ferðaþjón¬ustu á Íslandi í samstarfi stjórn¬valda og Samtaka ferðaþjón¬ust¬unn¬ar. Er lagt upp með að byggja öflugan grunn fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og stuðla að samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Fjölmargar skýrslur hafa verið teknar saman á undanförnum árum um ferðaþjónustu á Íslandi, en nú er unnið að heildstæðri langtímastefnumótun fyrir greinina og framkvæmdaáætlunum á grunni þessarar stefnumótunar. Á ráðherra ferðamála hrós skilið fyrir að stuðla að þessu brýna verkefni. Skipaður hefur verið stýrihópur um verkefnið undir forystu ráðherra ásamt undirrituðum, Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra SAF, og Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra. Þá sér verkefnahópur undir stjórn Guðfinnu Bjarnadóttur ráðgjafa um framkvæmd verkefnisins sem komið er í fullan gang. Segja má að starfinu hafi verið formlega ýtt úr vör í byrjun nóvember sl. á fjölmennum fundi ýmissa hagsmunaaðila, ekki bara úr greininni sjálfri heldur einnig úr öðrum áttum en eins og flestir vita er greinin afar víðfeðm og snertir marga þætti þjóðlífsins. Vinna við stefnumótunina mun standa yfir fram á vorið 2015 þegar niðurstöður munu liggja fyrir.Ferðaþjónusta í fremstu röð Miklar vonir eru bundnar við að niðurstöður stefnumótunarvinnunnar verði leiðarljós fyrir íslenska ferðaþjónustu – þannig að Ísland skipi sér á bekk meðal þeirra þjóða sem eru í fremstu röð í heiminum í atvinnugreininni. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt áherslu á að ferðaþjónustan búi við heilbrigða samkeppni og samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Við teljum brýnt að nýsköpun og fagmennska treysti stoðir ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og byggi á virðingu fyrir landi og þjóð. Þá þarf ferðaþjónustan að búa við innviði sem styðja framþróun hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að ferðaþjónusta á Íslandi standi nú á krossgötum og greinin horfi til móts við nýja tíma. Á síðasta ári varð ferðaþjónustan í fyrsta skiptið stærsta útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar og var hlutfall hennar 26,8% af heildarútflutningstekjum. Sé horft til ársins í ár og tímabilið janúar-september skoðað var hlutfallið 28% og fer því enn vaxandi. Að mati Hagstofunnar hefði ekki mælst hagvöxtur í landinu á síðasta ári nema vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Undanfarin ár hefur fjölgun erlendra ferðamanna sem sækja landið heim verið um 20% á ári og gera spár ráð fyrir um 15% aukningu á næsta ári. Þannig hefur ferðaþjónustan orðið að nýrri undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Þrátt fyrir að vel gangi er að mörgu að huga hvað þessa vaxandi atvinnugrein varðar. Það eru tækifæri við hvert fótmál til að gera betur, en áskoranirnar eru einnig fjölmargar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld ásamt landsmönnum öllum þurfa að taka höndum saman og taka á þeim úrlausnarefnum sem við blasa. Það er hins vegar ánægjulegt að ferðaþjónustan hefur fengið meiri athygli stjórnvalda um leið og landsmenn gera sér í auknum mæli grein fyrir mikilvægi greinarinnar fyrir samfélagið og þjóðarbúið allt.Stefnumótun ýtt úr vör Í október sl. ákvað Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, að setja í gang vinnu við mót¬un stefnu og framtíðar¬sýn¬ar fyr¬ir ferðaþjón¬ustu á Íslandi í samstarfi stjórn¬valda og Samtaka ferðaþjón¬ust¬unn¬ar. Er lagt upp með að byggja öflugan grunn fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og stuðla að samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Fjölmargar skýrslur hafa verið teknar saman á undanförnum árum um ferðaþjónustu á Íslandi, en nú er unnið að heildstæðri langtímastefnumótun fyrir greinina og framkvæmdaáætlunum á grunni þessarar stefnumótunar. Á ráðherra ferðamála hrós skilið fyrir að stuðla að þessu brýna verkefni. Skipaður hefur verið stýrihópur um verkefnið undir forystu ráðherra ásamt undirrituðum, Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra SAF, og Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra. Þá sér verkefnahópur undir stjórn Guðfinnu Bjarnadóttur ráðgjafa um framkvæmd verkefnisins sem komið er í fullan gang. Segja má að starfinu hafi verið formlega ýtt úr vör í byrjun nóvember sl. á fjölmennum fundi ýmissa hagsmunaaðila, ekki bara úr greininni sjálfri heldur einnig úr öðrum áttum en eins og flestir vita er greinin afar víðfeðm og snertir marga þætti þjóðlífsins. Vinna við stefnumótunina mun standa yfir fram á vorið 2015 þegar niðurstöður munu liggja fyrir.Ferðaþjónusta í fremstu röð Miklar vonir eru bundnar við að niðurstöður stefnumótunarvinnunnar verði leiðarljós fyrir íslenska ferðaþjónustu – þannig að Ísland skipi sér á bekk meðal þeirra þjóða sem eru í fremstu röð í heiminum í atvinnugreininni. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt áherslu á að ferðaþjónustan búi við heilbrigða samkeppni og samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Við teljum brýnt að nýsköpun og fagmennska treysti stoðir ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og byggi á virðingu fyrir landi og þjóð. Þá þarf ferðaþjónustan að búa við innviði sem styðja framþróun hennar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar