Seinkunin bagaleg Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Fríverslun við arabaríki við Persaflóa seinkar. Fréttablaðið/Stefán Dráttur sem verður á innleiðingu fríverslunarsamnings EFTA við Persaflóaríkin er bagalegur fyrir fyrirtæki sem höfðu gert ráð fyrir að hann tæki gildi um mitt þetta ár. Að því er fram kemur í áliti Félags atvinnurekenda (FA) höfðu þau lagt í öflun viðskiptasambanda vegna fríverslunarinnar. Í tilkynningu sem utanríkisráðuneytið birti, eftir ábendingu FA, segir að samningurinn sé á milli EFTA og Samstarfsráðs arabaríkjanna við Persaflóa (GCC), en því tilheyra Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein, Óman, Katar og Kúveit. Samningurinn kveði á um lækkun eða niðurfellingu tolla á iðnaðarvörur, sjávarafurðir og unnar landbúnaðarvörur. „Að auki gerðu Ísland og aðildarríki GCC með sér tvíhliða samkomulag um viðskipti með óunnar landbúnaðarvörur,“ segir ráðuneytið. Samningurinn gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, en fram kemur að aðildarríki GCC hafi nýlega upplýst EFTA-ríkin um að dráttur hafi orðið og muni áfram verða á framkvæmd hans. Fram kemur að samningur komist jafnvel ekki til framkvæmda fyrr en um mitt næsta ár. FA kveðst vita um fyrirtæki sem lent hafi í vandræðum af þessum sökum, bæði vegna útflutnings til Persaflóaríkjanna og innflutnings til Íslands. „Fyrirtæki hafa lagt í vinnu og fyrirhöfn til að afla sér viðskiptasambanda á grundvelli samningsins og það er afar bagalegt þegar í ljós kemur að hann virkar ekki,“ segir í umfjöllun FA, sem hvatt hefur utanríkisráðuneytið til að beita sér í málinu og reyna að stuðla að því að fríverslunarsamningurinn verði virkur sem fyrst. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Dráttur sem verður á innleiðingu fríverslunarsamnings EFTA við Persaflóaríkin er bagalegur fyrir fyrirtæki sem höfðu gert ráð fyrir að hann tæki gildi um mitt þetta ár. Að því er fram kemur í áliti Félags atvinnurekenda (FA) höfðu þau lagt í öflun viðskiptasambanda vegna fríverslunarinnar. Í tilkynningu sem utanríkisráðuneytið birti, eftir ábendingu FA, segir að samningurinn sé á milli EFTA og Samstarfsráðs arabaríkjanna við Persaflóa (GCC), en því tilheyra Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein, Óman, Katar og Kúveit. Samningurinn kveði á um lækkun eða niðurfellingu tolla á iðnaðarvörur, sjávarafurðir og unnar landbúnaðarvörur. „Að auki gerðu Ísland og aðildarríki GCC með sér tvíhliða samkomulag um viðskipti með óunnar landbúnaðarvörur,“ segir ráðuneytið. Samningurinn gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, en fram kemur að aðildarríki GCC hafi nýlega upplýst EFTA-ríkin um að dráttur hafi orðið og muni áfram verða á framkvæmd hans. Fram kemur að samningur komist jafnvel ekki til framkvæmda fyrr en um mitt næsta ár. FA kveðst vita um fyrirtæki sem lent hafi í vandræðum af þessum sökum, bæði vegna útflutnings til Persaflóaríkjanna og innflutnings til Íslands. „Fyrirtæki hafa lagt í vinnu og fyrirhöfn til að afla sér viðskiptasambanda á grundvelli samningsins og það er afar bagalegt þegar í ljós kemur að hann virkar ekki,“ segir í umfjöllun FA, sem hvatt hefur utanríkisráðuneytið til að beita sér í málinu og reyna að stuðla að því að fríverslunarsamningurinn verði virkur sem fyrst.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira