Heilinn sjálfur breytist með neyslu kannabisefna Matthías Arngrímsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Tvær rannsóknir sem skoðuðu heilastarfsemi og langtíma afleiðingar kannabisneyslu birtust í virtum fagtímaritum í apríl á þessu ári. Er kannabis ávanabindandi? Er það öruggt? Skoðum niðurstöðurnar. Í fyrri rannsókninni sem birtist í The Journal of Neuroscience notuðu höfundar segulómunartækni (e. Magnetic Resonance Imaging, MRI) til að skoða heila ungra kannabisneytenda sem reyktu sér til afþreyingar. Þeir skoðuðu sérstaklega þau svæði heilans sem tengjast fíkn. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að önnur ávanabindandi lyf hafa áhrif á það svæði heilans sem hefur með tilfinningar og hvatir að gera, sérstaklega á möndlu (e. Nucleus amygdala) sem stjórnar og samhæfir tilfinningaáreiti og á aðlegukjarna (e. Nucleus accumbens) sem stjórnar ánægju og gleði, þar með talið hlátri. Við vitum líka að með því að setja kannabisefni í heila rottu verða breytingar í þeim heilasvæðum sem tengjast fíkn. Það er hins vegar stórt stökk frá því að setja kannabisefni í rottuheila og að þekkja áhrif kannabisreykinga á fólk. Í þessari rannsókn sem meðal annars var unnin við Harvard-háskóla fengu rannsóknaraðilar til liðs við sig 40 manna hóp ungs fólks – 20 neytendur kannabis og 20 sem reykja ekki kannabis – til að sjá hvort fylgni sé milli rottuheila og heila mennta- og háskólanemenda. Það kom á daginn að heilar þeirra sem reyktu kannabis höfðu breyst að stærð, þéttleika og yfirborðslögun bæði í möndlungskjarna og aðlegukjarna. Rannsóknaraðilar skrifuðu: „Þessar upplýsingar gefa til kynna að neysla marijúana tengist breytingum í fíknistöðvum heilans og tauganeti umbunarstöðvanna, einnig í ungu fólki sem neytir sér til afþreyingar. Efla þarf forvarnir Þessi rannsókn og aðrar rannsóknir sem leiddu að þessari sýna svo ekki verður um villst að kannabisneysla veldur breytingum á heilanum sem líffæri og þær breytingar tengjast fíkn. Sömuleiðis kom í ljós að þessi áhrif sáust í ungu fólki sem var ekki háð efninu. Hvaða áhrif hefur þá aukin neysla kannabisefna á heilann? Niðurstöður seinni rannsóknarinnar birtust í náttúrutímaritinu; Neuropsychopharmacology. Aftur var segulómun notuð til að fá svör við spurningunni um áhrif kannabisneyslu á heila mannsins miðað við heila rottu. Í þetta skiptið var mikil neysla reglulegra marijúananeytenda borin saman við litla neyslu þeirra sem reykja einstaka sinnum sér til afþreyingar til að athuga hvort breytingar heilans væru meiri eftir aukna neyslu. Skoðunin náði yfir svæðin sem tengjast fíkn en einnig var skoðuð heildarbreytingin í uppbyggingu heilans. Hvernig hefur marijúananeysla áhrif á heilann? Rannsóknin leiddi í ljós að gráa efnið minnkaði í öllum þeim svæðum heilans sem hafa mikið af kannabisviðtökum. Randkerfi heilans er eitt af þessum svæðum en það stýrir hvatningu og tilfinningum. Hér kemur svo mikilvægt atriði: magn breytinganna réðst af tveimur þáttum, i) mikilli neyslu og ii) því ef neysla hófst á unglingsárum. Gráa efnið í heila þeirra sem neyttu kannabis reglulega og mikið minnkaði, og sömuleiðis þeirra sem byrjuðu ungir að reykja efnið. Nú skulum við skoða aftur spurningarnar tvær: Er marijúana/kannabis/gras/hass ávanabindandi? Já, og það verða greinilegar breytingar í umbunarkerfi heilans. Er marijúana öruggt? Nei, og því fyrr sem þú byrjar að reykja og þeim mun meira sem þú reykir með tímanum, því meiri og hættulegri verða breytingarnar á heilanum. Hvort sem þú heldur að marijúana í læknisfræðilegum tilgangi ætti að vera löglegt eða ekki, þá er kominn tími til að viðurkenna að þetta er öflugt og hættulegt eiturlyf sem breytir heilanum sem líffæri og gerir þig að fíkli með þeim fylgikvillum og erfiðleikum sem því fylgja. Forvarnir í grunnskólum landsins hafa skilað miklu þegar áfengisneysla er annars vegar. Það er kominn tími til að efla forvarnir gegn kannabis því við verðum að verja börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthías Arngrímsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Tvær rannsóknir sem skoðuðu heilastarfsemi og langtíma afleiðingar kannabisneyslu birtust í virtum fagtímaritum í apríl á þessu ári. Er kannabis ávanabindandi? Er það öruggt? Skoðum niðurstöðurnar. Í fyrri rannsókninni sem birtist í The Journal of Neuroscience notuðu höfundar segulómunartækni (e. Magnetic Resonance Imaging, MRI) til að skoða heila ungra kannabisneytenda sem reyktu sér til afþreyingar. Þeir skoðuðu sérstaklega þau svæði heilans sem tengjast fíkn. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að önnur ávanabindandi lyf hafa áhrif á það svæði heilans sem hefur með tilfinningar og hvatir að gera, sérstaklega á möndlu (e. Nucleus amygdala) sem stjórnar og samhæfir tilfinningaáreiti og á aðlegukjarna (e. Nucleus accumbens) sem stjórnar ánægju og gleði, þar með talið hlátri. Við vitum líka að með því að setja kannabisefni í heila rottu verða breytingar í þeim heilasvæðum sem tengjast fíkn. Það er hins vegar stórt stökk frá því að setja kannabisefni í rottuheila og að þekkja áhrif kannabisreykinga á fólk. Í þessari rannsókn sem meðal annars var unnin við Harvard-háskóla fengu rannsóknaraðilar til liðs við sig 40 manna hóp ungs fólks – 20 neytendur kannabis og 20 sem reykja ekki kannabis – til að sjá hvort fylgni sé milli rottuheila og heila mennta- og háskólanemenda. Það kom á daginn að heilar þeirra sem reyktu kannabis höfðu breyst að stærð, þéttleika og yfirborðslögun bæði í möndlungskjarna og aðlegukjarna. Rannsóknaraðilar skrifuðu: „Þessar upplýsingar gefa til kynna að neysla marijúana tengist breytingum í fíknistöðvum heilans og tauganeti umbunarstöðvanna, einnig í ungu fólki sem neytir sér til afþreyingar. Efla þarf forvarnir Þessi rannsókn og aðrar rannsóknir sem leiddu að þessari sýna svo ekki verður um villst að kannabisneysla veldur breytingum á heilanum sem líffæri og þær breytingar tengjast fíkn. Sömuleiðis kom í ljós að þessi áhrif sáust í ungu fólki sem var ekki háð efninu. Hvaða áhrif hefur þá aukin neysla kannabisefna á heilann? Niðurstöður seinni rannsóknarinnar birtust í náttúrutímaritinu; Neuropsychopharmacology. Aftur var segulómun notuð til að fá svör við spurningunni um áhrif kannabisneyslu á heila mannsins miðað við heila rottu. Í þetta skiptið var mikil neysla reglulegra marijúananeytenda borin saman við litla neyslu þeirra sem reykja einstaka sinnum sér til afþreyingar til að athuga hvort breytingar heilans væru meiri eftir aukna neyslu. Skoðunin náði yfir svæðin sem tengjast fíkn en einnig var skoðuð heildarbreytingin í uppbyggingu heilans. Hvernig hefur marijúananeysla áhrif á heilann? Rannsóknin leiddi í ljós að gráa efnið minnkaði í öllum þeim svæðum heilans sem hafa mikið af kannabisviðtökum. Randkerfi heilans er eitt af þessum svæðum en það stýrir hvatningu og tilfinningum. Hér kemur svo mikilvægt atriði: magn breytinganna réðst af tveimur þáttum, i) mikilli neyslu og ii) því ef neysla hófst á unglingsárum. Gráa efnið í heila þeirra sem neyttu kannabis reglulega og mikið minnkaði, og sömuleiðis þeirra sem byrjuðu ungir að reykja efnið. Nú skulum við skoða aftur spurningarnar tvær: Er marijúana/kannabis/gras/hass ávanabindandi? Já, og það verða greinilegar breytingar í umbunarkerfi heilans. Er marijúana öruggt? Nei, og því fyrr sem þú byrjar að reykja og þeim mun meira sem þú reykir með tímanum, því meiri og hættulegri verða breytingarnar á heilanum. Hvort sem þú heldur að marijúana í læknisfræðilegum tilgangi ætti að vera löglegt eða ekki, þá er kominn tími til að viðurkenna að þetta er öflugt og hættulegt eiturlyf sem breytir heilanum sem líffæri og gerir þig að fíkli með þeim fylgikvillum og erfiðleikum sem því fylgja. Forvarnir í grunnskólum landsins hafa skilað miklu þegar áfengisneysla er annars vegar. Það er kominn tími til að efla forvarnir gegn kannabis því við verðum að verja börnin okkar.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar