Örstutt um dreifikerfi RÚV Gunnar Örn Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er því starfsfólki RÚV mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Af þessum sökum hefur RÚV áratugum saman rekið eigið dreifikerfi. Dreifikerfið hefur verið byggt upp með ærnum tilkostnaði í marga áratugi af fámennri þjóð í víðáttumiklu og hrjóstrugu landi. Það er til marks um takmarkalitla bjartsýni Íslendinga að á sínum tíma hafi verið lagt upp í þessa metnaðarfullu vegferð en landsmenn hafa sannarlega uppskorið í samræmi við fjárfestinguna. Þeir sem búa utan þéttbýlis og þeir sem ferðast um landið vita að útsendingar RÚV nást misjafnlega vel eftir landssvæðum en sífellt er unnið að þéttingu og úrbótum á hinu viðamikla dreifikerfi. Ætíð er kappkostað að bregðast við eins fljótt og auðið er þegar útsendingarbúnaður bilar, gjarnan vegna óveðurs en að auki er nú að störfum vinnuhópur sem vinnur heildstæða stefnumörkun til framtíðar í dreifingarmálum Ríkisútvarpsins. Hátæknibúnaður er ekki alltaf vel til þess fallinn að standa af sér íslenskan vetur og því eru tæknimenn ávallt í viðbragðsstöðu, undir það búnir að gera við búnað sem veturinn leikur grátt. Um árabil hefur markmiðið verið að ná til a.m.k. 99,8% þjóðarinnar. Útsendingar Ríkisútvarpsins nást víða um land þar sem engar aðrar útsendingar nást. RÚV stenst þar ekki einungis samanburð við frændstöðvar í nágrannalöndum heldur gerir gott betur en þær. Að mati stjórnenda danska útvarpsins DR er til dæmis meira en nóg að ná til 97% Dana og má þó vera nokkuð ljóst að þar er kostnaðurinn við dreifikerfið umtalsvert minni en hér á landi, þar sem Danmörk er minni og landslagið ekki hindrun fyrir útsendingarmerkið. Útvarpsgjaldið sem innheimt er á hvern íbúa í Danmörku er þó svipað að krónutölu og óskert útvarpsgjald á Íslandi. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins hefur tvíþætt hlutverk, í fyrsta lagi að miðla þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði er til landsmanna en auk þess er dreifikerfi RÚV mikilvægur hlekkur í almannavörnum þjóðarinnar. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins er gríðarlega víðfeðmt, með tæplega tvö hundruð FM-sendum, tveimur langbylgjusendum, hátt í hundrað sjónvarpssendum, gervihnattarútsendingum auk nýs stafræns dreifikerfis. Til þess að ná jafnstórum hluta landsmanna og RÚV stefnir að þarf þetta til. Hlutar þessa kerfis eru hins vegar komnir til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Vegna þessa stendur RÚV nú ásamt Vodafone fyrir uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, þar sem RÚV getur sent tvær sjónvarpsrásir auk tveggja útvarpsrása í því dreifikerfi í betri gæðum en hingað til hefur þekkst. Gert er ráð fyrir að þessum kafla uppbyggingar dreifikerfisins ljúki fyrir áramót. Þessu til viðbótar er nú að störfum vinnuhópur sem á að móta heildstæða framtíðarstefnu um frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Með þessu er stigið stórt skref og almenningi boðin betri þjónusta en verið hefur. Til þess að tryggja þjónustu við landsmenn sem treysta ekki síst á RÚV þegar mikið liggur við er þó ljóst að Ríkisútvarpið þarf áfram að verja dágóðum hluta tekna sinna af útvarpsgjaldinu í viðhald og frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Þessu verki lýkur aldrei – alltaf má gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er því starfsfólki RÚV mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Af þessum sökum hefur RÚV áratugum saman rekið eigið dreifikerfi. Dreifikerfið hefur verið byggt upp með ærnum tilkostnaði í marga áratugi af fámennri þjóð í víðáttumiklu og hrjóstrugu landi. Það er til marks um takmarkalitla bjartsýni Íslendinga að á sínum tíma hafi verið lagt upp í þessa metnaðarfullu vegferð en landsmenn hafa sannarlega uppskorið í samræmi við fjárfestinguna. Þeir sem búa utan þéttbýlis og þeir sem ferðast um landið vita að útsendingar RÚV nást misjafnlega vel eftir landssvæðum en sífellt er unnið að þéttingu og úrbótum á hinu viðamikla dreifikerfi. Ætíð er kappkostað að bregðast við eins fljótt og auðið er þegar útsendingarbúnaður bilar, gjarnan vegna óveðurs en að auki er nú að störfum vinnuhópur sem vinnur heildstæða stefnumörkun til framtíðar í dreifingarmálum Ríkisútvarpsins. Hátæknibúnaður er ekki alltaf vel til þess fallinn að standa af sér íslenskan vetur og því eru tæknimenn ávallt í viðbragðsstöðu, undir það búnir að gera við búnað sem veturinn leikur grátt. Um árabil hefur markmiðið verið að ná til a.m.k. 99,8% þjóðarinnar. Útsendingar Ríkisútvarpsins nást víða um land þar sem engar aðrar útsendingar nást. RÚV stenst þar ekki einungis samanburð við frændstöðvar í nágrannalöndum heldur gerir gott betur en þær. Að mati stjórnenda danska útvarpsins DR er til dæmis meira en nóg að ná til 97% Dana og má þó vera nokkuð ljóst að þar er kostnaðurinn við dreifikerfið umtalsvert minni en hér á landi, þar sem Danmörk er minni og landslagið ekki hindrun fyrir útsendingarmerkið. Útvarpsgjaldið sem innheimt er á hvern íbúa í Danmörku er þó svipað að krónutölu og óskert útvarpsgjald á Íslandi. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins hefur tvíþætt hlutverk, í fyrsta lagi að miðla þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði er til landsmanna en auk þess er dreifikerfi RÚV mikilvægur hlekkur í almannavörnum þjóðarinnar. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins er gríðarlega víðfeðmt, með tæplega tvö hundruð FM-sendum, tveimur langbylgjusendum, hátt í hundrað sjónvarpssendum, gervihnattarútsendingum auk nýs stafræns dreifikerfis. Til þess að ná jafnstórum hluta landsmanna og RÚV stefnir að þarf þetta til. Hlutar þessa kerfis eru hins vegar komnir til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Vegna þessa stendur RÚV nú ásamt Vodafone fyrir uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, þar sem RÚV getur sent tvær sjónvarpsrásir auk tveggja útvarpsrása í því dreifikerfi í betri gæðum en hingað til hefur þekkst. Gert er ráð fyrir að þessum kafla uppbyggingar dreifikerfisins ljúki fyrir áramót. Þessu til viðbótar er nú að störfum vinnuhópur sem á að móta heildstæða framtíðarstefnu um frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Með þessu er stigið stórt skref og almenningi boðin betri þjónusta en verið hefur. Til þess að tryggja þjónustu við landsmenn sem treysta ekki síst á RÚV þegar mikið liggur við er þó ljóst að Ríkisútvarpið þarf áfram að verja dágóðum hluta tekna sinna af útvarpsgjaldinu í viðhald og frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Þessu verki lýkur aldrei – alltaf má gera betur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar