Örstutt um dreifikerfi RÚV Gunnar Örn Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er því starfsfólki RÚV mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Af þessum sökum hefur RÚV áratugum saman rekið eigið dreifikerfi. Dreifikerfið hefur verið byggt upp með ærnum tilkostnaði í marga áratugi af fámennri þjóð í víðáttumiklu og hrjóstrugu landi. Það er til marks um takmarkalitla bjartsýni Íslendinga að á sínum tíma hafi verið lagt upp í þessa metnaðarfullu vegferð en landsmenn hafa sannarlega uppskorið í samræmi við fjárfestinguna. Þeir sem búa utan þéttbýlis og þeir sem ferðast um landið vita að útsendingar RÚV nást misjafnlega vel eftir landssvæðum en sífellt er unnið að þéttingu og úrbótum á hinu viðamikla dreifikerfi. Ætíð er kappkostað að bregðast við eins fljótt og auðið er þegar útsendingarbúnaður bilar, gjarnan vegna óveðurs en að auki er nú að störfum vinnuhópur sem vinnur heildstæða stefnumörkun til framtíðar í dreifingarmálum Ríkisútvarpsins. Hátæknibúnaður er ekki alltaf vel til þess fallinn að standa af sér íslenskan vetur og því eru tæknimenn ávallt í viðbragðsstöðu, undir það búnir að gera við búnað sem veturinn leikur grátt. Um árabil hefur markmiðið verið að ná til a.m.k. 99,8% þjóðarinnar. Útsendingar Ríkisútvarpsins nást víða um land þar sem engar aðrar útsendingar nást. RÚV stenst þar ekki einungis samanburð við frændstöðvar í nágrannalöndum heldur gerir gott betur en þær. Að mati stjórnenda danska útvarpsins DR er til dæmis meira en nóg að ná til 97% Dana og má þó vera nokkuð ljóst að þar er kostnaðurinn við dreifikerfið umtalsvert minni en hér á landi, þar sem Danmörk er minni og landslagið ekki hindrun fyrir útsendingarmerkið. Útvarpsgjaldið sem innheimt er á hvern íbúa í Danmörku er þó svipað að krónutölu og óskert útvarpsgjald á Íslandi. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins hefur tvíþætt hlutverk, í fyrsta lagi að miðla þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði er til landsmanna en auk þess er dreifikerfi RÚV mikilvægur hlekkur í almannavörnum þjóðarinnar. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins er gríðarlega víðfeðmt, með tæplega tvö hundruð FM-sendum, tveimur langbylgjusendum, hátt í hundrað sjónvarpssendum, gervihnattarútsendingum auk nýs stafræns dreifikerfis. Til þess að ná jafnstórum hluta landsmanna og RÚV stefnir að þarf þetta til. Hlutar þessa kerfis eru hins vegar komnir til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Vegna þessa stendur RÚV nú ásamt Vodafone fyrir uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, þar sem RÚV getur sent tvær sjónvarpsrásir auk tveggja útvarpsrása í því dreifikerfi í betri gæðum en hingað til hefur þekkst. Gert er ráð fyrir að þessum kafla uppbyggingar dreifikerfisins ljúki fyrir áramót. Þessu til viðbótar er nú að störfum vinnuhópur sem á að móta heildstæða framtíðarstefnu um frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Með þessu er stigið stórt skref og almenningi boðin betri þjónusta en verið hefur. Til þess að tryggja þjónustu við landsmenn sem treysta ekki síst á RÚV þegar mikið liggur við er þó ljóst að Ríkisútvarpið þarf áfram að verja dágóðum hluta tekna sinna af útvarpsgjaldinu í viðhald og frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Þessu verki lýkur aldrei – alltaf má gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er því starfsfólki RÚV mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Af þessum sökum hefur RÚV áratugum saman rekið eigið dreifikerfi. Dreifikerfið hefur verið byggt upp með ærnum tilkostnaði í marga áratugi af fámennri þjóð í víðáttumiklu og hrjóstrugu landi. Það er til marks um takmarkalitla bjartsýni Íslendinga að á sínum tíma hafi verið lagt upp í þessa metnaðarfullu vegferð en landsmenn hafa sannarlega uppskorið í samræmi við fjárfestinguna. Þeir sem búa utan þéttbýlis og þeir sem ferðast um landið vita að útsendingar RÚV nást misjafnlega vel eftir landssvæðum en sífellt er unnið að þéttingu og úrbótum á hinu viðamikla dreifikerfi. Ætíð er kappkostað að bregðast við eins fljótt og auðið er þegar útsendingarbúnaður bilar, gjarnan vegna óveðurs en að auki er nú að störfum vinnuhópur sem vinnur heildstæða stefnumörkun til framtíðar í dreifingarmálum Ríkisútvarpsins. Hátæknibúnaður er ekki alltaf vel til þess fallinn að standa af sér íslenskan vetur og því eru tæknimenn ávallt í viðbragðsstöðu, undir það búnir að gera við búnað sem veturinn leikur grátt. Um árabil hefur markmiðið verið að ná til a.m.k. 99,8% þjóðarinnar. Útsendingar Ríkisútvarpsins nást víða um land þar sem engar aðrar útsendingar nást. RÚV stenst þar ekki einungis samanburð við frændstöðvar í nágrannalöndum heldur gerir gott betur en þær. Að mati stjórnenda danska útvarpsins DR er til dæmis meira en nóg að ná til 97% Dana og má þó vera nokkuð ljóst að þar er kostnaðurinn við dreifikerfið umtalsvert minni en hér á landi, þar sem Danmörk er minni og landslagið ekki hindrun fyrir útsendingarmerkið. Útvarpsgjaldið sem innheimt er á hvern íbúa í Danmörku er þó svipað að krónutölu og óskert útvarpsgjald á Íslandi. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins hefur tvíþætt hlutverk, í fyrsta lagi að miðla þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði er til landsmanna en auk þess er dreifikerfi RÚV mikilvægur hlekkur í almannavörnum þjóðarinnar. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins er gríðarlega víðfeðmt, með tæplega tvö hundruð FM-sendum, tveimur langbylgjusendum, hátt í hundrað sjónvarpssendum, gervihnattarútsendingum auk nýs stafræns dreifikerfis. Til þess að ná jafnstórum hluta landsmanna og RÚV stefnir að þarf þetta til. Hlutar þessa kerfis eru hins vegar komnir til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Vegna þessa stendur RÚV nú ásamt Vodafone fyrir uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, þar sem RÚV getur sent tvær sjónvarpsrásir auk tveggja útvarpsrása í því dreifikerfi í betri gæðum en hingað til hefur þekkst. Gert er ráð fyrir að þessum kafla uppbyggingar dreifikerfisins ljúki fyrir áramót. Þessu til viðbótar er nú að störfum vinnuhópur sem á að móta heildstæða framtíðarstefnu um frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Með þessu er stigið stórt skref og almenningi boðin betri þjónusta en verið hefur. Til þess að tryggja þjónustu við landsmenn sem treysta ekki síst á RÚV þegar mikið liggur við er þó ljóst að Ríkisútvarpið þarf áfram að verja dágóðum hluta tekna sinna af útvarpsgjaldinu í viðhald og frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Þessu verki lýkur aldrei – alltaf má gera betur.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun