Hljóðfærin þagna Guðríður Helgadóttir skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í um þrjár vikur. Undirrituð er með þrjú börn í tónlistarnámi og hefur horft upp á áhrif verkfallsins á hvert og eitt þeirra. Elsta barnið sem er á sjötta ári í píanónámi æfir enn en stendur í stað, miðbarnið er byrjandi í harmonikkunámi og hefur það viðhorf, eins og mörg börn, að það væri að æfa fyrir kennarann sinn og sér engan tilgang í að æfa út í loftið. Yngsta barnið er svo heppið að hafa kennara sem ekki er í verkfalli og eru bæði nemandi og foreldrar himinlifandi yfir því. Verkfall kennara í Félagi tónlistarskólakennara er aðgerð sem bítur fyrst og fremst á þá sem síst skyldi, ung börn sem eru að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Að koma barni að í tónlistarskóla getur stundum verið eins og að vinna í happdrætti. Tónlistarskólar landsins anna ekki eftirspurn og oft eru langir biðlistar eftir því að komast í nám. Það kostar líka sitt að mennta börn í tónlistarskólum og tekur verulega í veskið að veita börnum sínum slíka menntun. Þrátt fyrir það eru foreldrar barna í tónlistarskólum þverskurður af þjóðfélaginu. Fyrir foreldra er sérlega súrt í broti ef verkfall tónlistarkennara dregst á langinn, skólagjöldin eru ekki endurgreidd. Súrara er þó ef nemendurnir missa móðinn og hætta hreinlega í tónlistarnámi. Þá er verkfallið hætt að snúast um það að þreyta kennara til hlýðni heldur snýst það um að þreyta nemendur úr námi. Slíkt er engum stjórnvöldum sæmandi.Óskiljanlegt Í tónlistarnámi nýtur nemandinn þess að hann er einn í tímum með kennara sínum og fær athygli hans óskipta. Það gerir aftur þá kröfu á nemandann að hann undirbúi sig vel fyrir tímann. Hann lærir aga og einbeitingu. Sennilega hafa flestir foreldrar tónlistarnemenda upplifað það að þegar áhuginn kviknar og æfingum fjölgar eykst færni nemendanna og samhliða því eykst áhuginn enn frekar. Það að fara í tíma til tónlistarkennarans í hverri viku er nauðsynlegt til að þjálfa nemandann í þeim tækniatriðum sem eru til umfjöllunar hverju sinni en einnig er það mikilvægt aðhald fyrir nemandann, aðhald sem nú er ekki til staðar. Frá sjónarhóli leikmanns er óskiljanlegt hvers vegna ekki er hægt að ganga að þeim eðlilegu kröfum tónlistarkennara að þeir sitji við sama borð og aðrir kennarar, þar ætti jafnræðissjónarmið að ráða. Ég styð tónlistarkennara heils hugar í kjarabaráttu þeirra en nú er þetta verkfall farið að pirra mig. Ég er þó alls ekki pirruð út í kennarana, þeir eiga allt gott skilið og vonandi ber barátta þeirra þann árangur sem hugur þeirra stendur til. Ég er hins vegar mjög pirruð út í þá ráðamenn sem ekki veita samninganefnd sveitarfélaganna umboð til að leiða þetta verkfall til lykta nú þegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í um þrjár vikur. Undirrituð er með þrjú börn í tónlistarnámi og hefur horft upp á áhrif verkfallsins á hvert og eitt þeirra. Elsta barnið sem er á sjötta ári í píanónámi æfir enn en stendur í stað, miðbarnið er byrjandi í harmonikkunámi og hefur það viðhorf, eins og mörg börn, að það væri að æfa fyrir kennarann sinn og sér engan tilgang í að æfa út í loftið. Yngsta barnið er svo heppið að hafa kennara sem ekki er í verkfalli og eru bæði nemandi og foreldrar himinlifandi yfir því. Verkfall kennara í Félagi tónlistarskólakennara er aðgerð sem bítur fyrst og fremst á þá sem síst skyldi, ung börn sem eru að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Að koma barni að í tónlistarskóla getur stundum verið eins og að vinna í happdrætti. Tónlistarskólar landsins anna ekki eftirspurn og oft eru langir biðlistar eftir því að komast í nám. Það kostar líka sitt að mennta börn í tónlistarskólum og tekur verulega í veskið að veita börnum sínum slíka menntun. Þrátt fyrir það eru foreldrar barna í tónlistarskólum þverskurður af þjóðfélaginu. Fyrir foreldra er sérlega súrt í broti ef verkfall tónlistarkennara dregst á langinn, skólagjöldin eru ekki endurgreidd. Súrara er þó ef nemendurnir missa móðinn og hætta hreinlega í tónlistarnámi. Þá er verkfallið hætt að snúast um það að þreyta kennara til hlýðni heldur snýst það um að þreyta nemendur úr námi. Slíkt er engum stjórnvöldum sæmandi.Óskiljanlegt Í tónlistarnámi nýtur nemandinn þess að hann er einn í tímum með kennara sínum og fær athygli hans óskipta. Það gerir aftur þá kröfu á nemandann að hann undirbúi sig vel fyrir tímann. Hann lærir aga og einbeitingu. Sennilega hafa flestir foreldrar tónlistarnemenda upplifað það að þegar áhuginn kviknar og æfingum fjölgar eykst færni nemendanna og samhliða því eykst áhuginn enn frekar. Það að fara í tíma til tónlistarkennarans í hverri viku er nauðsynlegt til að þjálfa nemandann í þeim tækniatriðum sem eru til umfjöllunar hverju sinni en einnig er það mikilvægt aðhald fyrir nemandann, aðhald sem nú er ekki til staðar. Frá sjónarhóli leikmanns er óskiljanlegt hvers vegna ekki er hægt að ganga að þeim eðlilegu kröfum tónlistarkennara að þeir sitji við sama borð og aðrir kennarar, þar ætti jafnræðissjónarmið að ráða. Ég styð tónlistarkennara heils hugar í kjarabaráttu þeirra en nú er þetta verkfall farið að pirra mig. Ég er þó alls ekki pirruð út í kennarana, þeir eiga allt gott skilið og vonandi ber barátta þeirra þann árangur sem hugur þeirra stendur til. Ég er hins vegar mjög pirruð út í þá ráðamenn sem ekki veita samninganefnd sveitarfélaganna umboð til að leiða þetta verkfall til lykta nú þegar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun