Að reikna sig til helvítis Hermann Stefánsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Fyrir nokkrum árum uppgötvuðu fáeinir íslenskir spekúlantar að þeir kunnu að reikna. Í kjölfarið komust þeir að raun um að þetta var ný þekking, aldrei hafði nokkur maður kunnað að reikna í sögu mannkyns. Í ofanálag kom yfir þá sú hugljómun að það var hægt að beita þessari nýuppgötvuðu þekkingu á alla skapaða hluti og jafnvel leika sér með tölur. Það var hægt að reikna út verðið á sjúkrarúmi og innlagningardögum á spítala, reikna út hagnaðarvon og skilvirkni í starfsemi stofnana og á íslenskri tungu, reikna út prísinn á andlegum verðmætum, framlegðaráhrif og skilvirkni lista og verðið á vergri sjálfsvirðingu. Það var hægt að reikna sig rakleiðis til helvítis. Undanfarið hafa nokkrir reiknimeistarar tekið að sér í blaðagreinum að reikna út hvað það kosti nú að halda úti almannaútvarpi. Þessir spekingar komast jafnan að því að þetta sé of dýrt og eitthvað þurfi undan að láta. Í einni af nýjustu ritningunum, ég hirði ekki um að greina þær hverja frá annarri, er lagt til að dregið sé stórkostlega úr starfsemi Ríkisútvarpsins. Stöku stjórnmálamenn hafa talað eins og þessar fabúleringar séu marktæk innlegg í umræðuna. Það tekur því ekki að blanda sér í reikningskúnstirnar að öðru leyti en því að nefna að ekkert bendir til annars en að það sé einfaldasta mál í heimi að bjarga fjárhag RÚV. Það er gert með því að láta allt útvarpsgjaldið renna til RÚV eins og því er ætlað að gera. Og með því að draga Ohf.-væðingu stofnunarinnar til baka og aflétta tilheyrandi lífeyrisskuldbindingum sem íþyngja rekstrinum. En fyrst af öllu þarf útvarpsgjald að renna óskert til RÚV. Það nægir. Útvarpsgjald er svipað á öllum Norðurlöndum og víðar hærra. Þannig reka allar nágrannaþjóðir okkar almannaútvarp.Villusýn Eða af hverju geta Spánverjar með öll sín hörmulegu vandamál, atvinnuleysi og efnahagsvanda, ekki aðeins rekið miklu betra heilbrigðiskerfi en Íslendingar heldur einnig mun öflugri almannafjölmiðla, útvarp og sjónvarp? Hví hengja Íslendingar haus og væla meðan slíkar þjóðir standa í lappirnar? Það er vegna þess að víðast hafa stjórnmálaflokkar einhverja reisn og láta ekki hvarfla að sér að hlusta á rausið úr reikningshausum. Af hverju var útvarpið ekki lagt niður árið 1950, 1936 eða 1993? Það er vegna þess að þá hvarflaði ekki að stjórnmálunum að selja sjálfsvirðingu sína. Stærðfræði er merkileg vísindagrein. Hún er hrein vísindi sem ekki tengist öðru en sínum eigin óhlutbundnu reglum. Þessu gera allir góðir stærðfræðingar sér grein fyrir. Þeir vita að fólk getur ekki reiknað út pólitísk og menningarleg gildi sín. Það er sérstök fyrirhöfn að hafa kúltúr og gera sér gildi sín ljós. Menning, eins og sú sem miðlað er á Rás 1, er grunnur þeirra gilda. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn láti ekki glepjast af þeirri villusýn að menning sé útreiknanleg verðmæti og eða gerist slíkar smásálir að halda að menning sé í eigu sumra stjórnmálaflokka en náttúrulegur óvinur annarra. Menning er allra. Að skera hana niður eru svik við hugsjónir allra stjórnmálaflokka og alla þeirra sögu. Að leggja niður útvarpsrás eru óafturkræf hryðjuverk. Það yrðu afdrifaríkar ákvarðanir ef stjórnmálamenn ákvæðu að leggja til atlögu við Ríkisútvarpið. Lítilsigld yrði þeirra arfleifð. Tíminn er kannski ekki fljótur að reikna en hann mylur fjandi smátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum uppgötvuðu fáeinir íslenskir spekúlantar að þeir kunnu að reikna. Í kjölfarið komust þeir að raun um að þetta var ný þekking, aldrei hafði nokkur maður kunnað að reikna í sögu mannkyns. Í ofanálag kom yfir þá sú hugljómun að það var hægt að beita þessari nýuppgötvuðu þekkingu á alla skapaða hluti og jafnvel leika sér með tölur. Það var hægt að reikna út verðið á sjúkrarúmi og innlagningardögum á spítala, reikna út hagnaðarvon og skilvirkni í starfsemi stofnana og á íslenskri tungu, reikna út prísinn á andlegum verðmætum, framlegðaráhrif og skilvirkni lista og verðið á vergri sjálfsvirðingu. Það var hægt að reikna sig rakleiðis til helvítis. Undanfarið hafa nokkrir reiknimeistarar tekið að sér í blaðagreinum að reikna út hvað það kosti nú að halda úti almannaútvarpi. Þessir spekingar komast jafnan að því að þetta sé of dýrt og eitthvað þurfi undan að láta. Í einni af nýjustu ritningunum, ég hirði ekki um að greina þær hverja frá annarri, er lagt til að dregið sé stórkostlega úr starfsemi Ríkisútvarpsins. Stöku stjórnmálamenn hafa talað eins og þessar fabúleringar séu marktæk innlegg í umræðuna. Það tekur því ekki að blanda sér í reikningskúnstirnar að öðru leyti en því að nefna að ekkert bendir til annars en að það sé einfaldasta mál í heimi að bjarga fjárhag RÚV. Það er gert með því að láta allt útvarpsgjaldið renna til RÚV eins og því er ætlað að gera. Og með því að draga Ohf.-væðingu stofnunarinnar til baka og aflétta tilheyrandi lífeyrisskuldbindingum sem íþyngja rekstrinum. En fyrst af öllu þarf útvarpsgjald að renna óskert til RÚV. Það nægir. Útvarpsgjald er svipað á öllum Norðurlöndum og víðar hærra. Þannig reka allar nágrannaþjóðir okkar almannaútvarp.Villusýn Eða af hverju geta Spánverjar með öll sín hörmulegu vandamál, atvinnuleysi og efnahagsvanda, ekki aðeins rekið miklu betra heilbrigðiskerfi en Íslendingar heldur einnig mun öflugri almannafjölmiðla, útvarp og sjónvarp? Hví hengja Íslendingar haus og væla meðan slíkar þjóðir standa í lappirnar? Það er vegna þess að víðast hafa stjórnmálaflokkar einhverja reisn og láta ekki hvarfla að sér að hlusta á rausið úr reikningshausum. Af hverju var útvarpið ekki lagt niður árið 1950, 1936 eða 1993? Það er vegna þess að þá hvarflaði ekki að stjórnmálunum að selja sjálfsvirðingu sína. Stærðfræði er merkileg vísindagrein. Hún er hrein vísindi sem ekki tengist öðru en sínum eigin óhlutbundnu reglum. Þessu gera allir góðir stærðfræðingar sér grein fyrir. Þeir vita að fólk getur ekki reiknað út pólitísk og menningarleg gildi sín. Það er sérstök fyrirhöfn að hafa kúltúr og gera sér gildi sín ljós. Menning, eins og sú sem miðlað er á Rás 1, er grunnur þeirra gilda. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn láti ekki glepjast af þeirri villusýn að menning sé útreiknanleg verðmæti og eða gerist slíkar smásálir að halda að menning sé í eigu sumra stjórnmálaflokka en náttúrulegur óvinur annarra. Menning er allra. Að skera hana niður eru svik við hugsjónir allra stjórnmálaflokka og alla þeirra sögu. Að leggja niður útvarpsrás eru óafturkræf hryðjuverk. Það yrðu afdrifaríkar ákvarðanir ef stjórnmálamenn ákvæðu að leggja til atlögu við Ríkisútvarpið. Lítilsigld yrði þeirra arfleifð. Tíminn er kannski ekki fljótur að reikna en hann mylur fjandi smátt.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun