Að reikna sig til helvítis Hermann Stefánsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Fyrir nokkrum árum uppgötvuðu fáeinir íslenskir spekúlantar að þeir kunnu að reikna. Í kjölfarið komust þeir að raun um að þetta var ný þekking, aldrei hafði nokkur maður kunnað að reikna í sögu mannkyns. Í ofanálag kom yfir þá sú hugljómun að það var hægt að beita þessari nýuppgötvuðu þekkingu á alla skapaða hluti og jafnvel leika sér með tölur. Það var hægt að reikna út verðið á sjúkrarúmi og innlagningardögum á spítala, reikna út hagnaðarvon og skilvirkni í starfsemi stofnana og á íslenskri tungu, reikna út prísinn á andlegum verðmætum, framlegðaráhrif og skilvirkni lista og verðið á vergri sjálfsvirðingu. Það var hægt að reikna sig rakleiðis til helvítis. Undanfarið hafa nokkrir reiknimeistarar tekið að sér í blaðagreinum að reikna út hvað það kosti nú að halda úti almannaútvarpi. Þessir spekingar komast jafnan að því að þetta sé of dýrt og eitthvað þurfi undan að láta. Í einni af nýjustu ritningunum, ég hirði ekki um að greina þær hverja frá annarri, er lagt til að dregið sé stórkostlega úr starfsemi Ríkisútvarpsins. Stöku stjórnmálamenn hafa talað eins og þessar fabúleringar séu marktæk innlegg í umræðuna. Það tekur því ekki að blanda sér í reikningskúnstirnar að öðru leyti en því að nefna að ekkert bendir til annars en að það sé einfaldasta mál í heimi að bjarga fjárhag RÚV. Það er gert með því að láta allt útvarpsgjaldið renna til RÚV eins og því er ætlað að gera. Og með því að draga Ohf.-væðingu stofnunarinnar til baka og aflétta tilheyrandi lífeyrisskuldbindingum sem íþyngja rekstrinum. En fyrst af öllu þarf útvarpsgjald að renna óskert til RÚV. Það nægir. Útvarpsgjald er svipað á öllum Norðurlöndum og víðar hærra. Þannig reka allar nágrannaþjóðir okkar almannaútvarp.Villusýn Eða af hverju geta Spánverjar með öll sín hörmulegu vandamál, atvinnuleysi og efnahagsvanda, ekki aðeins rekið miklu betra heilbrigðiskerfi en Íslendingar heldur einnig mun öflugri almannafjölmiðla, útvarp og sjónvarp? Hví hengja Íslendingar haus og væla meðan slíkar þjóðir standa í lappirnar? Það er vegna þess að víðast hafa stjórnmálaflokkar einhverja reisn og láta ekki hvarfla að sér að hlusta á rausið úr reikningshausum. Af hverju var útvarpið ekki lagt niður árið 1950, 1936 eða 1993? Það er vegna þess að þá hvarflaði ekki að stjórnmálunum að selja sjálfsvirðingu sína. Stærðfræði er merkileg vísindagrein. Hún er hrein vísindi sem ekki tengist öðru en sínum eigin óhlutbundnu reglum. Þessu gera allir góðir stærðfræðingar sér grein fyrir. Þeir vita að fólk getur ekki reiknað út pólitísk og menningarleg gildi sín. Það er sérstök fyrirhöfn að hafa kúltúr og gera sér gildi sín ljós. Menning, eins og sú sem miðlað er á Rás 1, er grunnur þeirra gilda. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn láti ekki glepjast af þeirri villusýn að menning sé útreiknanleg verðmæti og eða gerist slíkar smásálir að halda að menning sé í eigu sumra stjórnmálaflokka en náttúrulegur óvinur annarra. Menning er allra. Að skera hana niður eru svik við hugsjónir allra stjórnmálaflokka og alla þeirra sögu. Að leggja niður útvarpsrás eru óafturkræf hryðjuverk. Það yrðu afdrifaríkar ákvarðanir ef stjórnmálamenn ákvæðu að leggja til atlögu við Ríkisútvarpið. Lítilsigld yrði þeirra arfleifð. Tíminn er kannski ekki fljótur að reikna en hann mylur fjandi smátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum uppgötvuðu fáeinir íslenskir spekúlantar að þeir kunnu að reikna. Í kjölfarið komust þeir að raun um að þetta var ný þekking, aldrei hafði nokkur maður kunnað að reikna í sögu mannkyns. Í ofanálag kom yfir þá sú hugljómun að það var hægt að beita þessari nýuppgötvuðu þekkingu á alla skapaða hluti og jafnvel leika sér með tölur. Það var hægt að reikna út verðið á sjúkrarúmi og innlagningardögum á spítala, reikna út hagnaðarvon og skilvirkni í starfsemi stofnana og á íslenskri tungu, reikna út prísinn á andlegum verðmætum, framlegðaráhrif og skilvirkni lista og verðið á vergri sjálfsvirðingu. Það var hægt að reikna sig rakleiðis til helvítis. Undanfarið hafa nokkrir reiknimeistarar tekið að sér í blaðagreinum að reikna út hvað það kosti nú að halda úti almannaútvarpi. Þessir spekingar komast jafnan að því að þetta sé of dýrt og eitthvað þurfi undan að láta. Í einni af nýjustu ritningunum, ég hirði ekki um að greina þær hverja frá annarri, er lagt til að dregið sé stórkostlega úr starfsemi Ríkisútvarpsins. Stöku stjórnmálamenn hafa talað eins og þessar fabúleringar séu marktæk innlegg í umræðuna. Það tekur því ekki að blanda sér í reikningskúnstirnar að öðru leyti en því að nefna að ekkert bendir til annars en að það sé einfaldasta mál í heimi að bjarga fjárhag RÚV. Það er gert með því að láta allt útvarpsgjaldið renna til RÚV eins og því er ætlað að gera. Og með því að draga Ohf.-væðingu stofnunarinnar til baka og aflétta tilheyrandi lífeyrisskuldbindingum sem íþyngja rekstrinum. En fyrst af öllu þarf útvarpsgjald að renna óskert til RÚV. Það nægir. Útvarpsgjald er svipað á öllum Norðurlöndum og víðar hærra. Þannig reka allar nágrannaþjóðir okkar almannaútvarp.Villusýn Eða af hverju geta Spánverjar með öll sín hörmulegu vandamál, atvinnuleysi og efnahagsvanda, ekki aðeins rekið miklu betra heilbrigðiskerfi en Íslendingar heldur einnig mun öflugri almannafjölmiðla, útvarp og sjónvarp? Hví hengja Íslendingar haus og væla meðan slíkar þjóðir standa í lappirnar? Það er vegna þess að víðast hafa stjórnmálaflokkar einhverja reisn og láta ekki hvarfla að sér að hlusta á rausið úr reikningshausum. Af hverju var útvarpið ekki lagt niður árið 1950, 1936 eða 1993? Það er vegna þess að þá hvarflaði ekki að stjórnmálunum að selja sjálfsvirðingu sína. Stærðfræði er merkileg vísindagrein. Hún er hrein vísindi sem ekki tengist öðru en sínum eigin óhlutbundnu reglum. Þessu gera allir góðir stærðfræðingar sér grein fyrir. Þeir vita að fólk getur ekki reiknað út pólitísk og menningarleg gildi sín. Það er sérstök fyrirhöfn að hafa kúltúr og gera sér gildi sín ljós. Menning, eins og sú sem miðlað er á Rás 1, er grunnur þeirra gilda. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn láti ekki glepjast af þeirri villusýn að menning sé útreiknanleg verðmæti og eða gerist slíkar smásálir að halda að menning sé í eigu sumra stjórnmálaflokka en náttúrulegur óvinur annarra. Menning er allra. Að skera hana niður eru svik við hugsjónir allra stjórnmálaflokka og alla þeirra sögu. Að leggja niður útvarpsrás eru óafturkræf hryðjuverk. Það yrðu afdrifaríkar ákvarðanir ef stjórnmálamenn ákvæðu að leggja til atlögu við Ríkisútvarpið. Lítilsigld yrði þeirra arfleifð. Tíminn er kannski ekki fljótur að reikna en hann mylur fjandi smátt.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun