Fleiri löggur – færri byssur Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 29. október 2014 07:00 Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd. Síðan eru liðin ellefu ár og ég er fullviss um að ég treysti mér ekki til að skjóta úr Glock eða hríðskotariffli. Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi! Ég hef, sem betur fer, í starfi mínu sem lögreglukona aldrei verið í aðstæðum þar sem ég óttast um líf mitt. Þó hef ég lent í átökum, sinnt ölvuðu og vímuðu fólki, unnið að rannsókn morðmála og alvarlegra ofbeldisglæpa og svo framvegis. Ég hef starfað faglega, treyst á hyggjuvitið, haft traust á „félögunum“ og vitað að í sérsveitinni eru vel þjálfaðir lögreglumenn, sem geta farið vopnaðir í aðstæður sem þess krefjast. Umræðan um aukinn vopnaburð lögreglumanna kom mér því í opna skjöldu. Auðvitað hefur þetta verið rætt á kaffistofum lögreglustöðvarinnar í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum en aldrei hefur umræðan verið á alvarlegum nótum og aldrei áður hef ég átt á hættu að taka líf!Röng umræða Að mínu mati er þetta röng umræða um öryggi lögreglumanna og þjóðarinnar. Rökstuðningurinn með vopnum hefur meðal annars verið sá að víða eru lögreglumenn fáir, jafnvel einir að störfum, og langt í aðstoð. Aðrir hafa rætt um aukna hörku í undirheimunum, mikla vopnaeign Íslendinga og svo framvegis. Allt eru þetta rök, en ekki með aukinni vopnavæðingu heldur með eflingu á lögreglunni. Margar rannsóknir sýna nefnilega fram á það að öryggi eykst ekki með vopnaburði lögreglumanna heldur þvert á móti. Í stað þess að ræða um vopnavæðingu mætti ræða á alvarlegum nótum um fjölgun lögreglumanna en þeim hefur fækkað töluvert eftir hrun og eru langt undir þeim viðmiðum sem eðlilegt getur talist. Fámenn lögreglulið og jafnvel staðir þar sem aðeins einn lögreglumaður er að störfum segir sig sjálft að auki hvorki né tryggi öryggi almennings. Þá hafa atvik á undanförnum árum sýnt fram á það að lögreglan er of fámenn, t.d. þegar björgunarsveitamenn voru kallaðir út til að leita hættulegs strokufanga. Það segir sig sjálft að með því að fjölga lögreglumönnum eykst öryggistilfinning þeirra sjálfra. Samhliða þessu mætti fjölga sérsveitarmönnum (til dæmis með því að leyfa konum að ganga í sveitina) og staðsetja þá víðsvegar um landið. Með þeim hætti væri hægt að tryggja aðkomu vopnaðra lögreglumanna þegar aðstæður krefjast slíks.Barn síns tíma Þessu til viðbótar er mikilvægt að auka menntun og þjálfun lögreglumanna en það mundi jafnframt auka öryggiskennd þeirra. Flestir vita að lögregluskólinn er barn síns tíma en færri vita að endur- eða símenntun lögreglumanna er lítil. Herbragurinn á námi lögreglumannsins þarf að víkja fyrir húmanískri nálgun en betri samskiptahæfni og þekking í sáttarmiðlun gæti nýst vel og leitt að betri niðurstöðu en beiting vopna. Þá þurfa laun lögreglumanna að hækka til að tryggja að gott fólk haldist í lögreglunni og vilji ganga í lögregluna. Lögreglan sinnir mikilvægri samfélagslegri þjónustu og lögreglumenn víkja sér ekki undan því að starfa við alls kyns aðstæður á öllum tímum sólarhringsins og það ætti að skila sér í launaumslagið. Þegar vopnahugmyndir eru skoðaðar með þessum gagnrökum má sjá að málið snýst um það að lögreglan er of fáliðuð og of lítið þjálfuð. Því hrýs mér hugur ef stjórnvöld og yfirmenn lögreglu sjá það sem hagræðingu að vopnavæða lögregluna í stað þess að efla hana fjárhagslega, auka menntun og þjálfun og fjölga lögreglumönnum. Yfirmenn lögreglunnar geta ekki farið gegn straumnum og vopnað lögreglumenn þvert á skoðanir almennings. Stundum er talað um gjá á milli þings og þjóðar, nú skulum við passa að ekki verði til gjá á milli lögreglu og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd. Síðan eru liðin ellefu ár og ég er fullviss um að ég treysti mér ekki til að skjóta úr Glock eða hríðskotariffli. Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi! Ég hef, sem betur fer, í starfi mínu sem lögreglukona aldrei verið í aðstæðum þar sem ég óttast um líf mitt. Þó hef ég lent í átökum, sinnt ölvuðu og vímuðu fólki, unnið að rannsókn morðmála og alvarlegra ofbeldisglæpa og svo framvegis. Ég hef starfað faglega, treyst á hyggjuvitið, haft traust á „félögunum“ og vitað að í sérsveitinni eru vel þjálfaðir lögreglumenn, sem geta farið vopnaðir í aðstæður sem þess krefjast. Umræðan um aukinn vopnaburð lögreglumanna kom mér því í opna skjöldu. Auðvitað hefur þetta verið rætt á kaffistofum lögreglustöðvarinnar í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum en aldrei hefur umræðan verið á alvarlegum nótum og aldrei áður hef ég átt á hættu að taka líf!Röng umræða Að mínu mati er þetta röng umræða um öryggi lögreglumanna og þjóðarinnar. Rökstuðningurinn með vopnum hefur meðal annars verið sá að víða eru lögreglumenn fáir, jafnvel einir að störfum, og langt í aðstoð. Aðrir hafa rætt um aukna hörku í undirheimunum, mikla vopnaeign Íslendinga og svo framvegis. Allt eru þetta rök, en ekki með aukinni vopnavæðingu heldur með eflingu á lögreglunni. Margar rannsóknir sýna nefnilega fram á það að öryggi eykst ekki með vopnaburði lögreglumanna heldur þvert á móti. Í stað þess að ræða um vopnavæðingu mætti ræða á alvarlegum nótum um fjölgun lögreglumanna en þeim hefur fækkað töluvert eftir hrun og eru langt undir þeim viðmiðum sem eðlilegt getur talist. Fámenn lögreglulið og jafnvel staðir þar sem aðeins einn lögreglumaður er að störfum segir sig sjálft að auki hvorki né tryggi öryggi almennings. Þá hafa atvik á undanförnum árum sýnt fram á það að lögreglan er of fámenn, t.d. þegar björgunarsveitamenn voru kallaðir út til að leita hættulegs strokufanga. Það segir sig sjálft að með því að fjölga lögreglumönnum eykst öryggistilfinning þeirra sjálfra. Samhliða þessu mætti fjölga sérsveitarmönnum (til dæmis með því að leyfa konum að ganga í sveitina) og staðsetja þá víðsvegar um landið. Með þeim hætti væri hægt að tryggja aðkomu vopnaðra lögreglumanna þegar aðstæður krefjast slíks.Barn síns tíma Þessu til viðbótar er mikilvægt að auka menntun og þjálfun lögreglumanna en það mundi jafnframt auka öryggiskennd þeirra. Flestir vita að lögregluskólinn er barn síns tíma en færri vita að endur- eða símenntun lögreglumanna er lítil. Herbragurinn á námi lögreglumannsins þarf að víkja fyrir húmanískri nálgun en betri samskiptahæfni og þekking í sáttarmiðlun gæti nýst vel og leitt að betri niðurstöðu en beiting vopna. Þá þurfa laun lögreglumanna að hækka til að tryggja að gott fólk haldist í lögreglunni og vilji ganga í lögregluna. Lögreglan sinnir mikilvægri samfélagslegri þjónustu og lögreglumenn víkja sér ekki undan því að starfa við alls kyns aðstæður á öllum tímum sólarhringsins og það ætti að skila sér í launaumslagið. Þegar vopnahugmyndir eru skoðaðar með þessum gagnrökum má sjá að málið snýst um það að lögreglan er of fáliðuð og of lítið þjálfuð. Því hrýs mér hugur ef stjórnvöld og yfirmenn lögreglu sjá það sem hagræðingu að vopnavæða lögregluna í stað þess að efla hana fjárhagslega, auka menntun og þjálfun og fjölga lögreglumönnum. Yfirmenn lögreglunnar geta ekki farið gegn straumnum og vopnað lögreglumenn þvert á skoðanir almennings. Stundum er talað um gjá á milli þings og þjóðar, nú skulum við passa að ekki verði til gjá á milli lögreglu og þjóðar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar