Við getum gert betur! Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar 24. október 2014 07:00 Konur innan VR eru með 8,5% lægri laun en karlar í félaginu af þeirri ástæðu einni að þær eru konur. Staðan innan VR er þó skárri en hjá mörgum öðrum stéttarfélögum og hópum í þjóðfélaginu, laun kvenna eru víða mun lægri en karla án þess að hægt sé að skýra það á viðunandi hátt. Þetta á ekki að eiga sér stað í nútímaþjóðfélagi. VR hefur lengi lagt áherslu á baráttuna fyrir jafnrétti á vinnumarkaði, ekki bara vegna þess að í VR er meirihluti félagsmanna konur heldur af þeirri einföldu ástæðu að jafnrétti er sjálfsögð mannréttindi.Minnkað um 40% frá 2000 Árangur af baráttu félagsins er sýnilegur og marktækur – kynbundinn launamunur innan VR hefur dregist saman um rúmlega 40% frá aldamótum. Árið 2000 var munurinn 15,3% en er í dag 8,5% eins og fyrr sagði. Það er sá munur sem eftir stendur þegar búið er að taka tillit til vinnutímans, starfsins og allra annarra þátta sem hafa áhrif á laun félagsmanna. En þetta er ekki nóg, það er enn munur á launum karla og kvenna sem ekki er hægt að skýra. Ég hef áður bent á það sem VR hefur gert í þessari baráttu: Við höfum lagt áherslu á jafnrétti í kjarasamningum; við höfum skoðað stöðu kvenna sérstaklega í launakönnunum; við ruddum brautina fyrir nýjum fæðingarorlofslögum með því að greiða félagsmönnum laun í fæðingarorlofi; við höfum haldið námskeið og við höfum farið í herferðir svo ég nefni bara nokkur atriði.Jafnlaunavottun VR Við verðum alltaf að vera á tánum þegar kemur að jafnrétti. Aðgerðir síðustu ára hafa vissulega skilað okkur áleiðis - en þær hafa ekki dugað. Fyrir hálfu öðru ári kynntum við nýja nálgun, Jafnlaunavottun VR sem er rökrétt framhald af því sem við höfum verið að gera. Þar tökum við höndum saman með atvinnurekendum. Jafnlaunavottun VR er hagnýtt stjórntæki fyrir fyrirtæki til að tryggja að kynferði ráði engu um launaákvarðanir. Ég hvet fyrirtæki til að nýta sér Jafnlaunavottun VR – hún er fyrir öll fyrirtæki og opinberar stofnanir, burtséð frá því hvort starfsmennirnir eru í VR eða ekki. Við viljum leggja áherslu á að unga fólkið komi inn á vinnumarkaðinn á jafnréttisgrundvelli. Hvernig gerum við það? Með því að fræða ungt fólk um þessi mál, eins og gert er í VR-Skóla lífsins sem félagið hleypti af stokkunum í lok september. Það gerum við einnig með því að fara í skólana og fjalla um jafnrétti samhliða réttindum og skyldum á vinnumarkaði, eins og VR hefur gert í tæpa tvo áratugi. Og það gerum við, hvert og eitt, í uppeldi barna okkar.Horfum fram á veginn Þann 24. október 1975 lögðu konur á íslenskum vinnumarkaði niður störf til að krefjast jafnréttis. Að við skulum enn vera að hamra á sömu kröfunum næstum fjórum áratugum síðar er algerlega óásættanlegt. Ég hef aldrei hitt neinn sem telur að það sé í lagi að greiða mismunandi laun fyrir sama starf. Hefur þú hitt einhvern slíkan? Konur gegna jafnmikilvægu hlutverki í atvinnulífinu og karlar. Viðurkennum það í orði, sýnum það í verki og höldum áfram! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Konur innan VR eru með 8,5% lægri laun en karlar í félaginu af þeirri ástæðu einni að þær eru konur. Staðan innan VR er þó skárri en hjá mörgum öðrum stéttarfélögum og hópum í þjóðfélaginu, laun kvenna eru víða mun lægri en karla án þess að hægt sé að skýra það á viðunandi hátt. Þetta á ekki að eiga sér stað í nútímaþjóðfélagi. VR hefur lengi lagt áherslu á baráttuna fyrir jafnrétti á vinnumarkaði, ekki bara vegna þess að í VR er meirihluti félagsmanna konur heldur af þeirri einföldu ástæðu að jafnrétti er sjálfsögð mannréttindi.Minnkað um 40% frá 2000 Árangur af baráttu félagsins er sýnilegur og marktækur – kynbundinn launamunur innan VR hefur dregist saman um rúmlega 40% frá aldamótum. Árið 2000 var munurinn 15,3% en er í dag 8,5% eins og fyrr sagði. Það er sá munur sem eftir stendur þegar búið er að taka tillit til vinnutímans, starfsins og allra annarra þátta sem hafa áhrif á laun félagsmanna. En þetta er ekki nóg, það er enn munur á launum karla og kvenna sem ekki er hægt að skýra. Ég hef áður bent á það sem VR hefur gert í þessari baráttu: Við höfum lagt áherslu á jafnrétti í kjarasamningum; við höfum skoðað stöðu kvenna sérstaklega í launakönnunum; við ruddum brautina fyrir nýjum fæðingarorlofslögum með því að greiða félagsmönnum laun í fæðingarorlofi; við höfum haldið námskeið og við höfum farið í herferðir svo ég nefni bara nokkur atriði.Jafnlaunavottun VR Við verðum alltaf að vera á tánum þegar kemur að jafnrétti. Aðgerðir síðustu ára hafa vissulega skilað okkur áleiðis - en þær hafa ekki dugað. Fyrir hálfu öðru ári kynntum við nýja nálgun, Jafnlaunavottun VR sem er rökrétt framhald af því sem við höfum verið að gera. Þar tökum við höndum saman með atvinnurekendum. Jafnlaunavottun VR er hagnýtt stjórntæki fyrir fyrirtæki til að tryggja að kynferði ráði engu um launaákvarðanir. Ég hvet fyrirtæki til að nýta sér Jafnlaunavottun VR – hún er fyrir öll fyrirtæki og opinberar stofnanir, burtséð frá því hvort starfsmennirnir eru í VR eða ekki. Við viljum leggja áherslu á að unga fólkið komi inn á vinnumarkaðinn á jafnréttisgrundvelli. Hvernig gerum við það? Með því að fræða ungt fólk um þessi mál, eins og gert er í VR-Skóla lífsins sem félagið hleypti af stokkunum í lok september. Það gerum við einnig með því að fara í skólana og fjalla um jafnrétti samhliða réttindum og skyldum á vinnumarkaði, eins og VR hefur gert í tæpa tvo áratugi. Og það gerum við, hvert og eitt, í uppeldi barna okkar.Horfum fram á veginn Þann 24. október 1975 lögðu konur á íslenskum vinnumarkaði niður störf til að krefjast jafnréttis. Að við skulum enn vera að hamra á sömu kröfunum næstum fjórum áratugum síðar er algerlega óásættanlegt. Ég hef aldrei hitt neinn sem telur að það sé í lagi að greiða mismunandi laun fyrir sama starf. Hefur þú hitt einhvern slíkan? Konur gegna jafnmikilvægu hlutverki í atvinnulífinu og karlar. Viðurkennum það í orði, sýnum það í verki og höldum áfram!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar