Rétturinn til að auðkenna sig Toshiki Toma skrifar 15. október 2014 07:00 Sérhver maður sem býr á Íslandi eða dvelur hér á ákveðnu tímabili vegna vinnu sinnar eða náms hefur rétt til þess að auðkenna sig. Og raunar er það svo að um þessi réttindi er fjallað í íslenskum stjórnsýslulögum, þar sem þau eru nefnd kennitala. Ef um ferðamenn er að ræða, geta þeir vísað til vegabréfs síns eða ökuskírteinis ef þeir þurfa að auðkenna sig af einhverri ástæðu. Auðkenningin snýst um mannréttindi, er grundvallaratriði og ómissandi í athöfnum daglegs lífs.Utan kerfisins En þetta eru ekki sjálfssögð réttindi eins og fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hérlendis, eða svokallaðir „hælisleitendur“, veit svo vel. Auðvitað fær fólk á flótta kennitölu. Það er utan kerfisins á Íslandi. Þegar slík manneskja er svo heppin að öðlast dvalarleyfi hérlendis til bráðabirgða og vinnu fær hún fyrst gefna út kennitölu, sem samt er bara til bráðabirgða. Reglugerð um útlendingalög kveður á að „Umsækjandi (um hæli) skal afhenda með umsókninni vegabréf eða önnur ferðaskilríki sem hann hefur í fórum sínum“ (88 gr. 1. mgr.) en: „Umsækjandi um hæli […] skal eins fljótt og verða má eftir komu til landsins, fá í hendur skráningarskírteini hælisumsækjanda…“ (92 gr. 1. mgr.) Það er hins vegar ekki alltaf farið eftir hinu síðarnefnda. Staðreyndin er sú að fólk á flótta verður að afhenda Útlendingastofnun skjöl sem það hefur með sér, en fær ekkert skírteini um hæli. Næstum enginn sem dvelur í Fit hosteli hefur skírteini sem auðkennir hann, þó að viðkomandi hafi verið hérlendis hálft ár eða jafnvel lengur. Þetta getur skapað margvísleg vandræði, jafnt stór sem smá. Það getur verið vesen að fara inn á skemmtistað ef maður getur ekki framvísað skírteini. Einnig er mér minnisstætt þegar strákur frá Afríku lenti í bílslysi og kalla þurfti á sjúkrabíl. Þá kom í ljós að enginn gat staðfest hver hann var eða hvar hann bjó. Sem betur fer var slysið ekki alvarlegt en það gæti gerst í dag eða á morgun. Hver á að bera ábyrgð á slíku tilfelli? Auðkennisleysi fólks á flótta er ekkert nýtt mál. Við áhugafólk um flóttafólk höfum margsinnis bent Útlendingastofnun á vandamálið og krafist útbóta. Það tók ár þar til allir fengu skírteini. Við vorum ánægð í bili en núna, nokkrum árum seinna hef ég tekið eftir að flest flóttafólk sem ég þekki hefur ekki fengið skírteini aftur. Hvað er svona erfitt við að það gefa út auðkennisskírteini fyrir fólk á flótta á Íslandi sem staðfestir hvert það er (a.m.k. segist vera)? Eða eru réttindi fólks á flótta svo ómerkileg að það megi ekki einu sinni auðkenna sig sem manneskju, sem sjálfa sig. Ég óska þess að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái auðkennisskíreini fljótt og vel eins og reglugerðin kveður á um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Sérhver maður sem býr á Íslandi eða dvelur hér á ákveðnu tímabili vegna vinnu sinnar eða náms hefur rétt til þess að auðkenna sig. Og raunar er það svo að um þessi réttindi er fjallað í íslenskum stjórnsýslulögum, þar sem þau eru nefnd kennitala. Ef um ferðamenn er að ræða, geta þeir vísað til vegabréfs síns eða ökuskírteinis ef þeir þurfa að auðkenna sig af einhverri ástæðu. Auðkenningin snýst um mannréttindi, er grundvallaratriði og ómissandi í athöfnum daglegs lífs.Utan kerfisins En þetta eru ekki sjálfssögð réttindi eins og fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hérlendis, eða svokallaðir „hælisleitendur“, veit svo vel. Auðvitað fær fólk á flótta kennitölu. Það er utan kerfisins á Íslandi. Þegar slík manneskja er svo heppin að öðlast dvalarleyfi hérlendis til bráðabirgða og vinnu fær hún fyrst gefna út kennitölu, sem samt er bara til bráðabirgða. Reglugerð um útlendingalög kveður á að „Umsækjandi (um hæli) skal afhenda með umsókninni vegabréf eða önnur ferðaskilríki sem hann hefur í fórum sínum“ (88 gr. 1. mgr.) en: „Umsækjandi um hæli […] skal eins fljótt og verða má eftir komu til landsins, fá í hendur skráningarskírteini hælisumsækjanda…“ (92 gr. 1. mgr.) Það er hins vegar ekki alltaf farið eftir hinu síðarnefnda. Staðreyndin er sú að fólk á flótta verður að afhenda Útlendingastofnun skjöl sem það hefur með sér, en fær ekkert skírteini um hæli. Næstum enginn sem dvelur í Fit hosteli hefur skírteini sem auðkennir hann, þó að viðkomandi hafi verið hérlendis hálft ár eða jafnvel lengur. Þetta getur skapað margvísleg vandræði, jafnt stór sem smá. Það getur verið vesen að fara inn á skemmtistað ef maður getur ekki framvísað skírteini. Einnig er mér minnisstætt þegar strákur frá Afríku lenti í bílslysi og kalla þurfti á sjúkrabíl. Þá kom í ljós að enginn gat staðfest hver hann var eða hvar hann bjó. Sem betur fer var slysið ekki alvarlegt en það gæti gerst í dag eða á morgun. Hver á að bera ábyrgð á slíku tilfelli? Auðkennisleysi fólks á flótta er ekkert nýtt mál. Við áhugafólk um flóttafólk höfum margsinnis bent Útlendingastofnun á vandamálið og krafist útbóta. Það tók ár þar til allir fengu skírteini. Við vorum ánægð í bili en núna, nokkrum árum seinna hef ég tekið eftir að flest flóttafólk sem ég þekki hefur ekki fengið skírteini aftur. Hvað er svona erfitt við að það gefa út auðkennisskírteini fyrir fólk á flótta á Íslandi sem staðfestir hvert það er (a.m.k. segist vera)? Eða eru réttindi fólks á flótta svo ómerkileg að það megi ekki einu sinni auðkenna sig sem manneskju, sem sjálfa sig. Ég óska þess að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái auðkennisskíreini fljótt og vel eins og reglugerðin kveður á um.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar