Víða er gott að vera Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2014 07:00 Færsla opinberra starfa til landsbyggðarinnar er liður í að sporna við núverandi byggðaþróun. En á undanförnum árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni. Það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að of stór hluti þjóðarinnar búi á sama horninu, því til að nýta öll landsins gæði, til sjávar og sveita, verður fólk að búa sem víðast. Stórauknu fiskeldi í Arnarfirði verður til dæmis ekki sinnt frá Reykjavík.Hluti starfa flyst norður Starfsemi Fiskistofu er nú á sjö stöðum vítt og breytt um landið og starfa 74 hjá stofnuninni. Sjávarútvegsráðherra hefur kynnt áform um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá munu 25-30 störf flytjast norður.Sterkari stofnun Breytingar eru oft sársaukafullar en engu að síður geta þær verið hagkvæmar til lengri tíma litið. Flutningur höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar er gott dæmi um hagkvæma aðgerð. Rekstrarkostnaður er t.a.m. minni á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, og munar þar mest um húsnæðiskostnað. Einnig er starfsmannavelta mun minni á landsbyggðinni. Það kostar mikla fjármuni að þjálfa nýjan starfsmann og því mun aukinn stöðugleiki í starfsmannahaldi styrkja stofnunina.Styður við mannauðinn Til skemmri tíma litið má gera ráð fyrir því að faglegur grunnur stofnunarinnar veikist. En það er ekki ástæða til að ætla annað en að fagþekking byggist upp á ný þar sem að eyfirska vinnusóknarsvæðið hefur upp á þá fagþekkingu að bjóða sem Fiskistofa þarfnast. Háskólinn á Akureyri er leiðandi á sviði sjávarútvegsfræða auk þess sem skólinn býður upp á nám á öðrum fagsviðum sem Fiskistofa sækir mannauð í. Á Akureyri er einnig starfrækt Sjávarútvegsmiðstöð sem leggur stund á rannsóknir tengdar sjávarútvegi. Því má segja að fræðaumhverfið á Akureyri muni styðja verulega við mannauð stofnunarinnar.Nokkur skref Áætlað er að flutningur Fiskistofu muni taka nokkurn tíma og þann tíma þarf að nota vel til að vinna að yfirfærslu þekkingar. Gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Fiskistofu verði komnar til Akureyrar fyrir 1. júlí 2015. Vandað verður til verka og reynt að koma til móts við starfsmenn eins og kostur er til að halda þeim mannauði sem skapast hefur innan stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að flutningi ljúki að öllu leyti fyrir 1. janúar 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Færsla opinberra starfa til landsbyggðarinnar er liður í að sporna við núverandi byggðaþróun. En á undanförnum árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni. Það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að of stór hluti þjóðarinnar búi á sama horninu, því til að nýta öll landsins gæði, til sjávar og sveita, verður fólk að búa sem víðast. Stórauknu fiskeldi í Arnarfirði verður til dæmis ekki sinnt frá Reykjavík.Hluti starfa flyst norður Starfsemi Fiskistofu er nú á sjö stöðum vítt og breytt um landið og starfa 74 hjá stofnuninni. Sjávarútvegsráðherra hefur kynnt áform um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá munu 25-30 störf flytjast norður.Sterkari stofnun Breytingar eru oft sársaukafullar en engu að síður geta þær verið hagkvæmar til lengri tíma litið. Flutningur höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar er gott dæmi um hagkvæma aðgerð. Rekstrarkostnaður er t.a.m. minni á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, og munar þar mest um húsnæðiskostnað. Einnig er starfsmannavelta mun minni á landsbyggðinni. Það kostar mikla fjármuni að þjálfa nýjan starfsmann og því mun aukinn stöðugleiki í starfsmannahaldi styrkja stofnunina.Styður við mannauðinn Til skemmri tíma litið má gera ráð fyrir því að faglegur grunnur stofnunarinnar veikist. En það er ekki ástæða til að ætla annað en að fagþekking byggist upp á ný þar sem að eyfirska vinnusóknarsvæðið hefur upp á þá fagþekkingu að bjóða sem Fiskistofa þarfnast. Háskólinn á Akureyri er leiðandi á sviði sjávarútvegsfræða auk þess sem skólinn býður upp á nám á öðrum fagsviðum sem Fiskistofa sækir mannauð í. Á Akureyri er einnig starfrækt Sjávarútvegsmiðstöð sem leggur stund á rannsóknir tengdar sjávarútvegi. Því má segja að fræðaumhverfið á Akureyri muni styðja verulega við mannauð stofnunarinnar.Nokkur skref Áætlað er að flutningur Fiskistofu muni taka nokkurn tíma og þann tíma þarf að nota vel til að vinna að yfirfærslu þekkingar. Gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Fiskistofu verði komnar til Akureyrar fyrir 1. júlí 2015. Vandað verður til verka og reynt að koma til móts við starfsmenn eins og kostur er til að halda þeim mannauði sem skapast hefur innan stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að flutningi ljúki að öllu leyti fyrir 1. janúar 2017.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun