Verðofbeldi í skjóli stjórnarráðsins Þórólfur Matthíasson skrifar 2. október 2014 07:00 Árið 1904 réði Standard Oil Co. um 90% af allri olíuframleiðslu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Fram til 1. janúar 1984 var AT&T eini seljandi símaþjónustu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Um aldamótin 2000 var markaðshlutdeild Microsoft á markaði fyrir stýrikerfi um 97%. Öll urðu þessi fyrirtæki, fyrir tilstyrk markaðsstöðu sinnar, afar sterk fjárhagslega. Keppinautar héldu því fram að fyrirtækjunum væri tamara að nota fjárhagsstyrk sinn til að takmarka samkeppni en til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Svo háværar voru þessar raddir að samkeppnisyfirvöld beggja vegna Atlantshafs lögðust í áralöng málaferli til að binda enda á samkeppnishamlandi atferli fyrirtækjanna. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda höfðu í öllum tilfellum afgerandi áhrif til lækkunar kostnaðar og hraðari tækniþróunar. Þróun samgangna (einkabíllinn), fjarskipta (farsímar) og netþjónustu hefðu nær örugglega orðið allt önnur og hægari hefðu yfirvöld ekki gripið til sinna ráða. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda gegn verðofbeldi skiluðu góðum árangri. Mjólkursamsalan (MS) og tengd fyrirtæki er með yfir 95% af mjólkurvörumarkaðnum á Íslandi. Sé litið til þeirra sögulegu dæma hér að ofan er ekki undarlegt þó samkeppnisyfirvöld hér á landi hafi fyrirtækið til skoðunar með jöfnu millibili. Nýlegur úrskurður þar sem MS er sektuð um 370 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sannar nauðsyn þess. En þar með er ekki öll sagan sögð.Óskammfeilin framkoma Samkvæmt búvörulögum er heildsöluverðlagning nokkurra tilgreindra vörutegunda sem MS framleiðir á hendi svokallaðrar verðlagsnefndar búvöru. Verðlagsnefndin auglýsir tvenns konar verð fyrir nýmjólkurduft og undanrennuduft. Annars vegar verð til matvælaframleiðenda sem ekki eru í samkeppni við MS. Þeir fá nýmjólkurduftið á 659 krónur kílóið, en aðilar í samkeppni við MS þurfa að borga 1.360 krónur! Þetta er 100% verðmunur! Svipaða sögu er að segja um undanrennuduftið, nema hvað verðmunurinn er heldur minni. Stjórnarráðið leggur ofurtolla á innflutt duft og kemur þannig algjörlega í veg fyrir samkeppni að utan. Þetta er svo óskammfeilin framkoma að engu tali tekur. Verðlagsnefnd búvara er skipuð sjö mönnum. Formaður er starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrrverandi forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, tveir eru frá Bændasamtökum Íslands, tveir eru frá afurðastöðvum (les MS) og síðan sinn hver frá ASÍ og BSRB. Fulltrúar launafólks eru í minnihluta. Því má fullyrða að stjórnvöld hafi afhent starfsmönnum og eigendum einkasölurisa á neysluvörumarkaði sjálfdæmi um verðlagningu á mikilvægri neysluvöru, vöru sem er bæði notuð af neytendum og af öðrum aðilum í matvælaiðnaði. Og starfsmenn og eigendur einkasölurisans standa undir væntingum og beita verð-ofbeldi úr vopnasafni John D. Rockefeller, eiganda Standard Oil, við verðlagningu á hráefnum til mögulegra keppinauta sinna. Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) telur að seta fulltrúa ASÍ og BSRB í þessari ólánsnefnd réttlæti allar hennar gerðir. Því spyr ég: Er ekki rétt að ASÍ og BSRB hætti að blessa verðofbeldi mjólkurframleiðenda og afturkalli skipan fulltrúa í verðlagsnefnd búvara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Árið 1904 réði Standard Oil Co. um 90% af allri olíuframleiðslu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Fram til 1. janúar 1984 var AT&T eini seljandi símaþjónustu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Um aldamótin 2000 var markaðshlutdeild Microsoft á markaði fyrir stýrikerfi um 97%. Öll urðu þessi fyrirtæki, fyrir tilstyrk markaðsstöðu sinnar, afar sterk fjárhagslega. Keppinautar héldu því fram að fyrirtækjunum væri tamara að nota fjárhagsstyrk sinn til að takmarka samkeppni en til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Svo háværar voru þessar raddir að samkeppnisyfirvöld beggja vegna Atlantshafs lögðust í áralöng málaferli til að binda enda á samkeppnishamlandi atferli fyrirtækjanna. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda höfðu í öllum tilfellum afgerandi áhrif til lækkunar kostnaðar og hraðari tækniþróunar. Þróun samgangna (einkabíllinn), fjarskipta (farsímar) og netþjónustu hefðu nær örugglega orðið allt önnur og hægari hefðu yfirvöld ekki gripið til sinna ráða. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda gegn verðofbeldi skiluðu góðum árangri. Mjólkursamsalan (MS) og tengd fyrirtæki er með yfir 95% af mjólkurvörumarkaðnum á Íslandi. Sé litið til þeirra sögulegu dæma hér að ofan er ekki undarlegt þó samkeppnisyfirvöld hér á landi hafi fyrirtækið til skoðunar með jöfnu millibili. Nýlegur úrskurður þar sem MS er sektuð um 370 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sannar nauðsyn þess. En þar með er ekki öll sagan sögð.Óskammfeilin framkoma Samkvæmt búvörulögum er heildsöluverðlagning nokkurra tilgreindra vörutegunda sem MS framleiðir á hendi svokallaðrar verðlagsnefndar búvöru. Verðlagsnefndin auglýsir tvenns konar verð fyrir nýmjólkurduft og undanrennuduft. Annars vegar verð til matvælaframleiðenda sem ekki eru í samkeppni við MS. Þeir fá nýmjólkurduftið á 659 krónur kílóið, en aðilar í samkeppni við MS þurfa að borga 1.360 krónur! Þetta er 100% verðmunur! Svipaða sögu er að segja um undanrennuduftið, nema hvað verðmunurinn er heldur minni. Stjórnarráðið leggur ofurtolla á innflutt duft og kemur þannig algjörlega í veg fyrir samkeppni að utan. Þetta er svo óskammfeilin framkoma að engu tali tekur. Verðlagsnefnd búvara er skipuð sjö mönnum. Formaður er starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrrverandi forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, tveir eru frá Bændasamtökum Íslands, tveir eru frá afurðastöðvum (les MS) og síðan sinn hver frá ASÍ og BSRB. Fulltrúar launafólks eru í minnihluta. Því má fullyrða að stjórnvöld hafi afhent starfsmönnum og eigendum einkasölurisa á neysluvörumarkaði sjálfdæmi um verðlagningu á mikilvægri neysluvöru, vöru sem er bæði notuð af neytendum og af öðrum aðilum í matvælaiðnaði. Og starfsmenn og eigendur einkasölurisans standa undir væntingum og beita verð-ofbeldi úr vopnasafni John D. Rockefeller, eiganda Standard Oil, við verðlagningu á hráefnum til mögulegra keppinauta sinna. Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) telur að seta fulltrúa ASÍ og BSRB í þessari ólánsnefnd réttlæti allar hennar gerðir. Því spyr ég: Er ekki rétt að ASÍ og BSRB hætti að blessa verðofbeldi mjólkurframleiðenda og afturkalli skipan fulltrúa í verðlagsnefnd búvara?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun