Verðofbeldi í skjóli stjórnarráðsins Þórólfur Matthíasson skrifar 2. október 2014 07:00 Árið 1904 réði Standard Oil Co. um 90% af allri olíuframleiðslu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Fram til 1. janúar 1984 var AT&T eini seljandi símaþjónustu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Um aldamótin 2000 var markaðshlutdeild Microsoft á markaði fyrir stýrikerfi um 97%. Öll urðu þessi fyrirtæki, fyrir tilstyrk markaðsstöðu sinnar, afar sterk fjárhagslega. Keppinautar héldu því fram að fyrirtækjunum væri tamara að nota fjárhagsstyrk sinn til að takmarka samkeppni en til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Svo háværar voru þessar raddir að samkeppnisyfirvöld beggja vegna Atlantshafs lögðust í áralöng málaferli til að binda enda á samkeppnishamlandi atferli fyrirtækjanna. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda höfðu í öllum tilfellum afgerandi áhrif til lækkunar kostnaðar og hraðari tækniþróunar. Þróun samgangna (einkabíllinn), fjarskipta (farsímar) og netþjónustu hefðu nær örugglega orðið allt önnur og hægari hefðu yfirvöld ekki gripið til sinna ráða. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda gegn verðofbeldi skiluðu góðum árangri. Mjólkursamsalan (MS) og tengd fyrirtæki er með yfir 95% af mjólkurvörumarkaðnum á Íslandi. Sé litið til þeirra sögulegu dæma hér að ofan er ekki undarlegt þó samkeppnisyfirvöld hér á landi hafi fyrirtækið til skoðunar með jöfnu millibili. Nýlegur úrskurður þar sem MS er sektuð um 370 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sannar nauðsyn þess. En þar með er ekki öll sagan sögð.Óskammfeilin framkoma Samkvæmt búvörulögum er heildsöluverðlagning nokkurra tilgreindra vörutegunda sem MS framleiðir á hendi svokallaðrar verðlagsnefndar búvöru. Verðlagsnefndin auglýsir tvenns konar verð fyrir nýmjólkurduft og undanrennuduft. Annars vegar verð til matvælaframleiðenda sem ekki eru í samkeppni við MS. Þeir fá nýmjólkurduftið á 659 krónur kílóið, en aðilar í samkeppni við MS þurfa að borga 1.360 krónur! Þetta er 100% verðmunur! Svipaða sögu er að segja um undanrennuduftið, nema hvað verðmunurinn er heldur minni. Stjórnarráðið leggur ofurtolla á innflutt duft og kemur þannig algjörlega í veg fyrir samkeppni að utan. Þetta er svo óskammfeilin framkoma að engu tali tekur. Verðlagsnefnd búvara er skipuð sjö mönnum. Formaður er starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrrverandi forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, tveir eru frá Bændasamtökum Íslands, tveir eru frá afurðastöðvum (les MS) og síðan sinn hver frá ASÍ og BSRB. Fulltrúar launafólks eru í minnihluta. Því má fullyrða að stjórnvöld hafi afhent starfsmönnum og eigendum einkasölurisa á neysluvörumarkaði sjálfdæmi um verðlagningu á mikilvægri neysluvöru, vöru sem er bæði notuð af neytendum og af öðrum aðilum í matvælaiðnaði. Og starfsmenn og eigendur einkasölurisans standa undir væntingum og beita verð-ofbeldi úr vopnasafni John D. Rockefeller, eiganda Standard Oil, við verðlagningu á hráefnum til mögulegra keppinauta sinna. Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) telur að seta fulltrúa ASÍ og BSRB í þessari ólánsnefnd réttlæti allar hennar gerðir. Því spyr ég: Er ekki rétt að ASÍ og BSRB hætti að blessa verðofbeldi mjólkurframleiðenda og afturkalli skipan fulltrúa í verðlagsnefnd búvara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1904 réði Standard Oil Co. um 90% af allri olíuframleiðslu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Fram til 1. janúar 1984 var AT&T eini seljandi símaþjónustu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Um aldamótin 2000 var markaðshlutdeild Microsoft á markaði fyrir stýrikerfi um 97%. Öll urðu þessi fyrirtæki, fyrir tilstyrk markaðsstöðu sinnar, afar sterk fjárhagslega. Keppinautar héldu því fram að fyrirtækjunum væri tamara að nota fjárhagsstyrk sinn til að takmarka samkeppni en til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Svo háværar voru þessar raddir að samkeppnisyfirvöld beggja vegna Atlantshafs lögðust í áralöng málaferli til að binda enda á samkeppnishamlandi atferli fyrirtækjanna. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda höfðu í öllum tilfellum afgerandi áhrif til lækkunar kostnaðar og hraðari tækniþróunar. Þróun samgangna (einkabíllinn), fjarskipta (farsímar) og netþjónustu hefðu nær örugglega orðið allt önnur og hægari hefðu yfirvöld ekki gripið til sinna ráða. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda gegn verðofbeldi skiluðu góðum árangri. Mjólkursamsalan (MS) og tengd fyrirtæki er með yfir 95% af mjólkurvörumarkaðnum á Íslandi. Sé litið til þeirra sögulegu dæma hér að ofan er ekki undarlegt þó samkeppnisyfirvöld hér á landi hafi fyrirtækið til skoðunar með jöfnu millibili. Nýlegur úrskurður þar sem MS er sektuð um 370 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sannar nauðsyn þess. En þar með er ekki öll sagan sögð.Óskammfeilin framkoma Samkvæmt búvörulögum er heildsöluverðlagning nokkurra tilgreindra vörutegunda sem MS framleiðir á hendi svokallaðrar verðlagsnefndar búvöru. Verðlagsnefndin auglýsir tvenns konar verð fyrir nýmjólkurduft og undanrennuduft. Annars vegar verð til matvælaframleiðenda sem ekki eru í samkeppni við MS. Þeir fá nýmjólkurduftið á 659 krónur kílóið, en aðilar í samkeppni við MS þurfa að borga 1.360 krónur! Þetta er 100% verðmunur! Svipaða sögu er að segja um undanrennuduftið, nema hvað verðmunurinn er heldur minni. Stjórnarráðið leggur ofurtolla á innflutt duft og kemur þannig algjörlega í veg fyrir samkeppni að utan. Þetta er svo óskammfeilin framkoma að engu tali tekur. Verðlagsnefnd búvara er skipuð sjö mönnum. Formaður er starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrrverandi forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, tveir eru frá Bændasamtökum Íslands, tveir eru frá afurðastöðvum (les MS) og síðan sinn hver frá ASÍ og BSRB. Fulltrúar launafólks eru í minnihluta. Því má fullyrða að stjórnvöld hafi afhent starfsmönnum og eigendum einkasölurisa á neysluvörumarkaði sjálfdæmi um verðlagningu á mikilvægri neysluvöru, vöru sem er bæði notuð af neytendum og af öðrum aðilum í matvælaiðnaði. Og starfsmenn og eigendur einkasölurisans standa undir væntingum og beita verð-ofbeldi úr vopnasafni John D. Rockefeller, eiganda Standard Oil, við verðlagningu á hráefnum til mögulegra keppinauta sinna. Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) telur að seta fulltrúa ASÍ og BSRB í þessari ólánsnefnd réttlæti allar hennar gerðir. Því spyr ég: Er ekki rétt að ASÍ og BSRB hætti að blessa verðofbeldi mjólkurframleiðenda og afturkalli skipan fulltrúa í verðlagsnefnd búvara?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar