Hópleit að hópleitarkonum Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar 2. október 2014 07:00 Heilbrigðisþjónusta í okkar heimshluta fæst að langmestu leyti við meðferð sjúkdóma og viðbrögð við kvillum. Of lítið virðist gert af hálfu hins opinbera til að tryggja borgurunum betra líf með því að gefa þeim kost á forvörnum greiddum úr sameiginlegum sjóðum. Í Evrópu er talið að þetta hlutfall sé um 3%, en heldur lægra hér eða um 1,6%. Þetta hefur verið gagnrýnt kröftuglega og með réttu úr mörgum áttum undanfarin ár. Helstu vandamálin sem heilbrigðisyfirvöld standa frammi fyrir þegar kemur að ákvörðunum um úthlutun fjár til forvarna eru að áhrif slíkra aðgerða koma fram seint og um síðir, og einnig að stundum er örðugt að sýna fram á kostnaðarhagkvæmni þeirra. Þetta á ekki við um leit að leghálskrabbameini, sem stendur konum frá 23 til 65 ára til boða þriðja hvert ár. Engum vafa er undirorpið að það er mikilvæg hópleit og að árangurinn er góður. Þessi leit hefur þá sérstöðu að unnt er að finna forstig að krabbameinum, og þannig koma í veg fyrir að krabbamein myndist. Þarna er komin forvörn sem ríkið greiðir að hluta til; samfélagið hefur tekið höndum saman um að vinna gegn þessum sjúkdómi með skipulögðum, lýðgrunduðum aðgerðum. Krabbameinsfélagið hefur borið ábyrgð á þessari leit í hálfa öld, og hefur síðustu ár gert þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands þar að lútandi. Félagið hefur jafnframt stutt þessa starfsemi með sjálfsaflafé til að tryggja að verkefninu sé eins vel sinnt og raun ber vitni.Árvekniátak Leghálskrabbamein er smitandi veirusjúkdómur af völdum HPV og er nú öllum íslenskum stúlkum á tólfta aldursári boðin bólusetning gegn honum. Þátttaka er hátt í 90%, svo vandinn minnkar væntanlega á komandi árum. Samt verður áfram nauðsynlegt fyrir þessar stúlkur að mæta í leitina, því bólusetningin gefur ekki fullkomna vörn. Nauðsynlegt er að allir, af báðum kynjum, þekki smitleiðir og verjist smiti með tiltækum ráðum. Nú er verið að taka upp nýja tækni við meðferð leghálssýnanna sem gerir greiningu áreiðanlegri. Í framhaldinu verður unnt að mæla HPV-veirur í sýnunum og finna annars vegar þær konur, sem taldar eru í lítilli í hættu og þurfa sjaldan eða aldrei að mæta, og hins vegar þær, sem þurfa meira eftirlit. Þannig verður unnt að skipuleggja leitina meira í samræmi við áhættuna. Tækjavæðing vegna þessara nýjunga verður greidd af söfnunarfé. Nú stendur yfir árvekniátak sem hefur það að markmiði að finna þær konur sem ekki hafa mætt í leitina, nokkurs konar hópleit að hópleitarkonum. Tökum þátt í því og hvetjum konur til að mæta; þær sem ekki hafa mætt gera það sem fyrst, en hinar þegar þær fá boð frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta í okkar heimshluta fæst að langmestu leyti við meðferð sjúkdóma og viðbrögð við kvillum. Of lítið virðist gert af hálfu hins opinbera til að tryggja borgurunum betra líf með því að gefa þeim kost á forvörnum greiddum úr sameiginlegum sjóðum. Í Evrópu er talið að þetta hlutfall sé um 3%, en heldur lægra hér eða um 1,6%. Þetta hefur verið gagnrýnt kröftuglega og með réttu úr mörgum áttum undanfarin ár. Helstu vandamálin sem heilbrigðisyfirvöld standa frammi fyrir þegar kemur að ákvörðunum um úthlutun fjár til forvarna eru að áhrif slíkra aðgerða koma fram seint og um síðir, og einnig að stundum er örðugt að sýna fram á kostnaðarhagkvæmni þeirra. Þetta á ekki við um leit að leghálskrabbameini, sem stendur konum frá 23 til 65 ára til boða þriðja hvert ár. Engum vafa er undirorpið að það er mikilvæg hópleit og að árangurinn er góður. Þessi leit hefur þá sérstöðu að unnt er að finna forstig að krabbameinum, og þannig koma í veg fyrir að krabbamein myndist. Þarna er komin forvörn sem ríkið greiðir að hluta til; samfélagið hefur tekið höndum saman um að vinna gegn þessum sjúkdómi með skipulögðum, lýðgrunduðum aðgerðum. Krabbameinsfélagið hefur borið ábyrgð á þessari leit í hálfa öld, og hefur síðustu ár gert þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands þar að lútandi. Félagið hefur jafnframt stutt þessa starfsemi með sjálfsaflafé til að tryggja að verkefninu sé eins vel sinnt og raun ber vitni.Árvekniátak Leghálskrabbamein er smitandi veirusjúkdómur af völdum HPV og er nú öllum íslenskum stúlkum á tólfta aldursári boðin bólusetning gegn honum. Þátttaka er hátt í 90%, svo vandinn minnkar væntanlega á komandi árum. Samt verður áfram nauðsynlegt fyrir þessar stúlkur að mæta í leitina, því bólusetningin gefur ekki fullkomna vörn. Nauðsynlegt er að allir, af báðum kynjum, þekki smitleiðir og verjist smiti með tiltækum ráðum. Nú er verið að taka upp nýja tækni við meðferð leghálssýnanna sem gerir greiningu áreiðanlegri. Í framhaldinu verður unnt að mæla HPV-veirur í sýnunum og finna annars vegar þær konur, sem taldar eru í lítilli í hættu og þurfa sjaldan eða aldrei að mæta, og hins vegar þær, sem þurfa meira eftirlit. Þannig verður unnt að skipuleggja leitina meira í samræmi við áhættuna. Tækjavæðing vegna þessara nýjunga verður greidd af söfnunarfé. Nú stendur yfir árvekniátak sem hefur það að markmiði að finna þær konur sem ekki hafa mætt í leitina, nokkurs konar hópleit að hópleitarkonum. Tökum þátt í því og hvetjum konur til að mæta; þær sem ekki hafa mætt gera það sem fyrst, en hinar þegar þær fá boð frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun