Taktu þér pláss! Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Þrátt fyrir mikla hvatningu og stuðning í uppvexti mínum fékk ég ósjaldan þau skilaboð frá mínu nærumhverfi að hafa aldrei hátt um eigið ágæti og að hógværð væri mesta dyggðin. Þegar ég asnaðist til að taka að mér leiðtogahlutverk í leik eða námi fékk ég yfirleitt þau skilaboð frá umhverfinu að ég væri frek. Ég lagði mig fram í skólanum en lærði fljótt að hafa aldrei hátt um það þegar vel gekk og passaði að bæla niður „frekjuna“ í mér. Ég vann samviskusamlega þau störf sem mér buðust en fékk hjartsláttartruflanir þegar kom að launaviðtölum. Ég hélt að framkvæmdastjórar og þingmenn hlytu að vera geimvísindamenn. Ég forðaðist áhættu og sá fyrir mér að starfa alltaf í öruggu starfi og fannst því fráleitt að taka áhættu með eigin rekstri. Hvernig gæti ég svo sem haft eitthvað til málanna að leggja sem einhverjir aðrir væru ekki nú þegar búnir að leggja til? Hvort sem það voru þjóðfélagsmál eða viðskiptahugmyndir. Þangað til allt breyttist. Mitt „a-ha“ móment var árið 2008 þegar ég hlustaði fyrir tilviljun á viðtal við konu sem hafði yfirstigið allar þær hindranir sem ég hafði sett sjálfri mér og hafði þetta að segja við kynsystur sínar: Taktu þér pláss! Enginn annar en þú getur gefið þér þetta pláss. Taktu það bara! Korteri seinna hrundi Ísland og ég hafði engu að tapa. Stofnaði fyrirtæki og byggði það upp næstu árin. Smám saman hætti ég að fá hjartsláttartruflanir við að verðleggja þjónustu mína og í dag get ég meira að segja talað um peninga – án þess að falla í yfirlið. Ég á þá nefnilega skilið fyrir mitt vinnuframlag. Fljótlega tók ég mér pláss í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á mér til alþingiskosninga 2013. Og það var ekki auðvelt. Ég þurfti að slökkva á öllum innri röddum um að vera ekki að trana sér fram og þykjast vita eitthvað. Undirskriftasöfnun í Mjóddinni var ágætis rassskelling fyrir hógværðina (með tilheyrandi kjánahrolli) sem náði svo ákveðnum hæðum í útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu. Skilaboðin eru þessi: Kona…taktu þér pláss! Vertu dætrum þínum góð fyrirmynd. Sættu þig aldrei við aftasta sætið eða að leiðtogahæfni þín flokkist undir frekju. Samfélagið og atvinnulífið þarf á þinni rödd að halda. Stjórnir fyrirtækja þurfa á þinni visku og reynslu að halda. Stjórnmálin þurfa á þér að halda. Þú hefur engu að tapa – nema hógværðinni. Og hógværðin er svo last decade! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mikla hvatningu og stuðning í uppvexti mínum fékk ég ósjaldan þau skilaboð frá mínu nærumhverfi að hafa aldrei hátt um eigið ágæti og að hógværð væri mesta dyggðin. Þegar ég asnaðist til að taka að mér leiðtogahlutverk í leik eða námi fékk ég yfirleitt þau skilaboð frá umhverfinu að ég væri frek. Ég lagði mig fram í skólanum en lærði fljótt að hafa aldrei hátt um það þegar vel gekk og passaði að bæla niður „frekjuna“ í mér. Ég vann samviskusamlega þau störf sem mér buðust en fékk hjartsláttartruflanir þegar kom að launaviðtölum. Ég hélt að framkvæmdastjórar og þingmenn hlytu að vera geimvísindamenn. Ég forðaðist áhættu og sá fyrir mér að starfa alltaf í öruggu starfi og fannst því fráleitt að taka áhættu með eigin rekstri. Hvernig gæti ég svo sem haft eitthvað til málanna að leggja sem einhverjir aðrir væru ekki nú þegar búnir að leggja til? Hvort sem það voru þjóðfélagsmál eða viðskiptahugmyndir. Þangað til allt breyttist. Mitt „a-ha“ móment var árið 2008 þegar ég hlustaði fyrir tilviljun á viðtal við konu sem hafði yfirstigið allar þær hindranir sem ég hafði sett sjálfri mér og hafði þetta að segja við kynsystur sínar: Taktu þér pláss! Enginn annar en þú getur gefið þér þetta pláss. Taktu það bara! Korteri seinna hrundi Ísland og ég hafði engu að tapa. Stofnaði fyrirtæki og byggði það upp næstu árin. Smám saman hætti ég að fá hjartsláttartruflanir við að verðleggja þjónustu mína og í dag get ég meira að segja talað um peninga – án þess að falla í yfirlið. Ég á þá nefnilega skilið fyrir mitt vinnuframlag. Fljótlega tók ég mér pláss í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á mér til alþingiskosninga 2013. Og það var ekki auðvelt. Ég þurfti að slökkva á öllum innri röddum um að vera ekki að trana sér fram og þykjast vita eitthvað. Undirskriftasöfnun í Mjóddinni var ágætis rassskelling fyrir hógværðina (með tilheyrandi kjánahrolli) sem náði svo ákveðnum hæðum í útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu. Skilaboðin eru þessi: Kona…taktu þér pláss! Vertu dætrum þínum góð fyrirmynd. Sættu þig aldrei við aftasta sætið eða að leiðtogahæfni þín flokkist undir frekju. Samfélagið og atvinnulífið þarf á þinni rödd að halda. Stjórnir fyrirtækja þurfa á þinni visku og reynslu að halda. Stjórnmálin þurfa á þér að halda. Þú hefur engu að tapa – nema hógværðinni. Og hógværðin er svo last decade!
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar