Áréttað um „bústaðarmálið“ Haraldur Flosi Tryggvason skrifar 29. september 2014 00:00 Fréttablaðið sýnir svokölluðum forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn umtalsverðan áhuga og gott er nú það. Umfjöllun blaðsins og Stöðvar 2 varð til þess að varpa ljósi á lausa enda, flýta fyrir því að þeir yrðu nýttir og tilheyrandi verkferlar skýrðir til frambúðar. Ekki geri ég lítið úr „bústaðarmálinu“ en læt duga að segja að stjórn og stjórnendur OR hafi verið uppteknari við að velta við margfalt stærri steinum í starfsemi fyrirtækisins undanfarin ár, án þess að það sé afsökun fyrir einu né neinu í þessu sambandi. Ástæðan fyrir athugasemd minni hér er sú að mér þykir Fréttablaðið vega glannalega að æru forstjóra OR í forsíðuuppslætti sínum 24. september: „Níu milljónum eytt í sumarhús forstjórans.“ Þarna er ýjað að spillingu í efnislega rangri og ósmekklegri fyrirsögn. Ef fullyrðingin væri á hinn bóginn rétt hefðu fleiri fjölmiðlar og helst allir með tölu haft ríka ástæðu til að fara strax í málið líka! Þjóðin öll fylgdist með því þegar ný stjórn OR lagði árið 2010 út í umfangsmeiri og harkalegri björgunaraðgerðir en dæmi eru trúlega um áður í opinberum rekstri á Íslandi. Árangurinn sýnir sig svo eftir er tekið. Ákvörðun stjórnar OR um að selja tíu sumarbústaðalóðir við Þingvallavatn var liður í þessum aðgerðum. Þegar betur var að gáð þótti ráðlegra að selja ekki lóðirnar og framlengja ekki heldur leigusamning um þær. Í staðinn verður samið um að hækka lóðarleigu verulega þar til sumarhúsin víkja alveg og OR mun gæta sanngirni varðandi tímafresti í því sambandi. Ekki kom til greina að selja bústað OR á svæðinu, enda stendur hann nánast ofan á vatnsbóli sem OR nýtir á svæðinu. Nú hefur verið ákveðið að rífa bústaðinn og er saga hans þá öll. Gott er að vera vitur eftir á og segja að best hefði verið að ákveða til dæmis strax árið 2012 að láta húsið víkja og spara þá um leið 1,3 milljónir króna sem varið var til klæðningar í því skyni að verja það skemmdum. Það var ekki gert. Betra er samt að taka rétta ákvörðun seint en alls ekki og hún liggur nú fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sýnir svokölluðum forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn umtalsverðan áhuga og gott er nú það. Umfjöllun blaðsins og Stöðvar 2 varð til þess að varpa ljósi á lausa enda, flýta fyrir því að þeir yrðu nýttir og tilheyrandi verkferlar skýrðir til frambúðar. Ekki geri ég lítið úr „bústaðarmálinu“ en læt duga að segja að stjórn og stjórnendur OR hafi verið uppteknari við að velta við margfalt stærri steinum í starfsemi fyrirtækisins undanfarin ár, án þess að það sé afsökun fyrir einu né neinu í þessu sambandi. Ástæðan fyrir athugasemd minni hér er sú að mér þykir Fréttablaðið vega glannalega að æru forstjóra OR í forsíðuuppslætti sínum 24. september: „Níu milljónum eytt í sumarhús forstjórans.“ Þarna er ýjað að spillingu í efnislega rangri og ósmekklegri fyrirsögn. Ef fullyrðingin væri á hinn bóginn rétt hefðu fleiri fjölmiðlar og helst allir með tölu haft ríka ástæðu til að fara strax í málið líka! Þjóðin öll fylgdist með því þegar ný stjórn OR lagði árið 2010 út í umfangsmeiri og harkalegri björgunaraðgerðir en dæmi eru trúlega um áður í opinberum rekstri á Íslandi. Árangurinn sýnir sig svo eftir er tekið. Ákvörðun stjórnar OR um að selja tíu sumarbústaðalóðir við Þingvallavatn var liður í þessum aðgerðum. Þegar betur var að gáð þótti ráðlegra að selja ekki lóðirnar og framlengja ekki heldur leigusamning um þær. Í staðinn verður samið um að hækka lóðarleigu verulega þar til sumarhúsin víkja alveg og OR mun gæta sanngirni varðandi tímafresti í því sambandi. Ekki kom til greina að selja bústað OR á svæðinu, enda stendur hann nánast ofan á vatnsbóli sem OR nýtir á svæðinu. Nú hefur verið ákveðið að rífa bústaðinn og er saga hans þá öll. Gott er að vera vitur eftir á og segja að best hefði verið að ákveða til dæmis strax árið 2012 að láta húsið víkja og spara þá um leið 1,3 milljónir króna sem varið var til klæðningar í því skyni að verja það skemmdum. Það var ekki gert. Betra er samt að taka rétta ákvörðun seint en alls ekki og hún liggur nú fyrir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar