Utan vallar: Þyrnirósarsvefn handboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. september 2014 07:00 Íslenska handboltahreyfingin er komin með gula spjaldið. vísir/daníel Stærstu vefmiðlar landsins hafa þjónað íslenskum handbolta ótrúlega vel síðustu ár. Svo vel reyndar að engin önnur deild í heiminum státar af álíka þjónustu. Vefumfjöllun um Olís-deild karla hefur verið sú besta í heiminum. Ég fullyrði það enda fylgist ég vel með umfjöllun stærstu deilda heims. Breytingar voru gerðar á deildinni í sumar. Fjölgað var úr átta liðum í tíu og fara átta lið í úrslitakeppni í stað fjögurra áður. Leikjum í deildinni hefur þar af leiðandi fjölgað um 50. Í kjölfarið hafa vefmiðlar dregið saman seglin í sinni umfjöllun. Skiljanlega. Fleiri leikir kalla á meiri kostnað og svo er mikilvægi leikja ekki heldur það sama lengur. Þegar umfjöllun miðlanna hefur minnkað hvað kemur þá í ljós? Jú, upplýsingaþjónusta hreyfingarinnar er ein rjúkandi rúst! Það er nákvæmlega ekkert að frétta. Það er engin leið að fylgjast með gangi mála í leikjum hjá félögunum eða HSÍ. Það er aðeins Akureyri sem sýnir smá viðleitni í að sinna sínu liði almennilega. Handboltahreyfingin hefur lítið sem ekkert þróast á nýjum tímum og menn þar á bæ verða að fara að líta í eigin barm og gera eitthvað í sínum málum. Ekki einu sinni má nálgast uppfærðar tölur úr leikjum á Facebook eða Twitter. Það útheimtir ekki beint mikla vinnu. HSÍ hefur talað um að taka upp úrslitaþjónustukerfi í að verða þrjú ár núna. Lítið bólar á því. Það er allt á sömu bókina lært. Félögum er uppálagt að senda skýrslur til fjölmiðla eftir leiki sem fjölmiðlamenn þurfa síðan að skrifa upp úr. Þær skýrslur berast oft bæði seint og illa. Á vef HSÍ er oft ekki hægt að nálgast leikskýrslur degi eftir leik og stundum nokkrum dögum eftir leiki. Þetta kallast á góðri íslensku grín. Hreyfingin hefur verið föst í sömu hjólförum í mörg ár og virðist ætla að spóla þar áfram. Handboltinn mætti líta aðeins til nágranna sinna í körfuboltahreyfingunni. Það er orðið þó nokkuð síðan KKÍ tók upp flotta og glæsilega úrslitaþjónustu. Slíkt telst eðlilegt á þeim tímum sem við lifum á. Árið 2015 er jú handan við hornið. Félögin láta þessa þjónustu KKÍ ekki duga heldur þjónusta áhugamenn um körfubolta á frábæran hátt með beinum vefsjónvarpsútsendingum til að mynda. Það gera fjölmörg félög vel. Algjörlega til fyrirmyndar. Á meðan sitja forráðamenn handboltahreyfingarinnar, bæði HSÍ og félögin, við sinn keip. Þau kvarta í stað þess að gera eitthvað í sínum málum til tilbreytingar. Sum af stærri félögum landsins geta ekki einu sinni boðið fjölmiðlum upp á boðlegt internet og allt of mörg félög virðast engan áhuga hafa á því að hafa umgjörðina í lagi. Hvenær ætlar hreyfingin að vakna af Þyrnirósarsvefninum? Olís-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Stærstu vefmiðlar landsins hafa þjónað íslenskum handbolta ótrúlega vel síðustu ár. Svo vel reyndar að engin önnur deild í heiminum státar af álíka þjónustu. Vefumfjöllun um Olís-deild karla hefur verið sú besta í heiminum. Ég fullyrði það enda fylgist ég vel með umfjöllun stærstu deilda heims. Breytingar voru gerðar á deildinni í sumar. Fjölgað var úr átta liðum í tíu og fara átta lið í úrslitakeppni í stað fjögurra áður. Leikjum í deildinni hefur þar af leiðandi fjölgað um 50. Í kjölfarið hafa vefmiðlar dregið saman seglin í sinni umfjöllun. Skiljanlega. Fleiri leikir kalla á meiri kostnað og svo er mikilvægi leikja ekki heldur það sama lengur. Þegar umfjöllun miðlanna hefur minnkað hvað kemur þá í ljós? Jú, upplýsingaþjónusta hreyfingarinnar er ein rjúkandi rúst! Það er nákvæmlega ekkert að frétta. Það er engin leið að fylgjast með gangi mála í leikjum hjá félögunum eða HSÍ. Það er aðeins Akureyri sem sýnir smá viðleitni í að sinna sínu liði almennilega. Handboltahreyfingin hefur lítið sem ekkert þróast á nýjum tímum og menn þar á bæ verða að fara að líta í eigin barm og gera eitthvað í sínum málum. Ekki einu sinni má nálgast uppfærðar tölur úr leikjum á Facebook eða Twitter. Það útheimtir ekki beint mikla vinnu. HSÍ hefur talað um að taka upp úrslitaþjónustukerfi í að verða þrjú ár núna. Lítið bólar á því. Það er allt á sömu bókina lært. Félögum er uppálagt að senda skýrslur til fjölmiðla eftir leiki sem fjölmiðlamenn þurfa síðan að skrifa upp úr. Þær skýrslur berast oft bæði seint og illa. Á vef HSÍ er oft ekki hægt að nálgast leikskýrslur degi eftir leik og stundum nokkrum dögum eftir leiki. Þetta kallast á góðri íslensku grín. Hreyfingin hefur verið föst í sömu hjólförum í mörg ár og virðist ætla að spóla þar áfram. Handboltinn mætti líta aðeins til nágranna sinna í körfuboltahreyfingunni. Það er orðið þó nokkuð síðan KKÍ tók upp flotta og glæsilega úrslitaþjónustu. Slíkt telst eðlilegt á þeim tímum sem við lifum á. Árið 2015 er jú handan við hornið. Félögin láta þessa þjónustu KKÍ ekki duga heldur þjónusta áhugamenn um körfubolta á frábæran hátt með beinum vefsjónvarpsútsendingum til að mynda. Það gera fjölmörg félög vel. Algjörlega til fyrirmyndar. Á meðan sitja forráðamenn handboltahreyfingarinnar, bæði HSÍ og félögin, við sinn keip. Þau kvarta í stað þess að gera eitthvað í sínum málum til tilbreytingar. Sum af stærri félögum landsins geta ekki einu sinni boðið fjölmiðlum upp á boðlegt internet og allt of mörg félög virðast engan áhuga hafa á því að hafa umgjörðina í lagi. Hvenær ætlar hreyfingin að vakna af Þyrnirósarsvefninum?
Olís-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira