Bóklestur á leið í vaskinn Brynhildur Þórarinsdóttir skrifar 25. september 2014 07:00 Við stöndum frammi fyrir vandamáli – krakkarnir okkar lesa ekki nóg af bókum. Langflest börn sem komin eru á miðstig grunnskóla eru læs og þau lesa heilmikið á hverjum degi, sjónvarpstexta, sms, vefsíður, alls kyns upplýsingar og leiðbeiningar. En þau lesa síður bækur. Af hverju er það vandamál? – Svarið er margþætt. Í fyrsta lagi vitum við að lestur bóka tengist góðum árangri í lesskilningi. Lesskilningur er svo aftur undirstaða náms í flestum greinum, meira að segja stærðfræðikunnátta er mæld með lesskilningsdæmum. Í öðru lagi krefst lestur bóka einbeitingar og úthalds, börn sem lesa síður bækur eiga erfiðara með að komast í gegnum skólabækurnar þegar námið þyngist. Í þriðja lagi færir lestur bóka börnum kyrrð og ró sem mörg þeirra þurfa virkilega á að halda í amstri dagsins. Ég gæti haldið lengi áfram. Hvernig aukum við þá áhuga barna á bóklestri? – Því miður er engin töfralausn til, en rannsóknir gefa góða mynd af því hvað skilur á milli hinna bókelsku og þeirra bóklausu. Börn sem hafa áhuga á lestri bóka hafa alist upp við góðan aðgang að bókum; það eru bækur á heimilinu og þau hafa lesandi fyrirmyndir heima hjá sér. Við stöndum frammi fyrir vandamáli – ráðherra mennta- og menningarmála kýs að líta fram hjá þessu sambandi milli aðgengis að bókum og áhuga á bóklestri og þar með árangurs í lesskilningi. (sjá ruv.is – „Lestrarkunnátta og skattskylda óskyld mál“). Ráðherrann hafnar því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni bitna á markmiðum um að bæta lestrargetu barna og segir: „Ég held að það sé varhugavert að ætla að draga beina ályktun af þessu vegna þess að læsi er bara svo flókið fyrirbæri. Þar koma saman kennsluhættir, undirbúningur kennara, samstarf við foreldra og ýmislegt annað sem þarf að horfa á og hefur sennilega þyngri áhrif.“Ráðherra berji í borðið Það er rétt hjá Illuga Gunnarssyni að læsi er flókið fyrirbæri. Læsi er ekki bara að kunna tæknina að lesa, læsi felur í sér lesskilning og til að byggja hann upp þarf áhuga. Kennarar nota hugtakið áhugahvöt um viljann til að læra. Ef vel tekst til að virkja áhugahvöt nemenda í lestrarnáminu geta þeir ekki stillt sig um að lesa meira. Áhugahvöt þarf að virkja bæði í skólanum og heima, bæði kennarar og foreldrar þurfa að gefa börnunum færi á að lesa bækur sem höfða til þeirra, hvetja þau áfram og sjá til þess að þau fái tíma til að lesa. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt skýrt samband milli frístundalesturs barna og námsárangurs. Þeir nemendur sem lesa bækur sér til ánægju standa að svo mörgu leyti betur að vígi en bóklausu jafnaldrarnir. Hér má benda á skýrslu Barnabókaseturs, Lestrarvenjur ungra bókaorma, og ýmsar skýrslur Námsmatsstofnunar og OECD um PISA-prófin. OECD bendir á að tengslin milli ánægju af bóklestri og námsárangurs í PISA-prófunum eru svo sterk að börn sem lesa bækur daglega standa að meðaltali einu og hálfu skólaári framar en börn sem ekki stunda daglegan bóklestur. Bókaormar alast upp umkringdir bókum og áhugahvötin kviknar við reglubundinn lestur bóka. Þetta veit Illugi Gunnarsson, í Hvítbók hans stendur meira að segja: „Ekkert eykur færni í lestri eins og það að lesa. Eftir því sem nemendur lesa meira og fjölbreyttara efni eykst skilningur þeirra og löngun til að lesa meira.“ Það er gott að vita að ráðherra vill vinna að eflingu læsis. Það er hins vegar óskiljanlegt hvernig hann getur haldið því fram að hærra bókaverð og þar með minni sala, slakari útgáfa og verra aðgengi að bókum sé ekki í mótsögn við markmið hans um bætta lestrarmenningu. Ef ráðherranum er alvara með að bæta læsi barna og unglinga verður hann að berja í borðið og koma í veg fyrir hækkun bókaverðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir vandamáli – krakkarnir okkar lesa ekki nóg af bókum. Langflest börn sem komin eru á miðstig grunnskóla eru læs og þau lesa heilmikið á hverjum degi, sjónvarpstexta, sms, vefsíður, alls kyns upplýsingar og leiðbeiningar. En þau lesa síður bækur. Af hverju er það vandamál? – Svarið er margþætt. Í fyrsta lagi vitum við að lestur bóka tengist góðum árangri í lesskilningi. Lesskilningur er svo aftur undirstaða náms í flestum greinum, meira að segja stærðfræðikunnátta er mæld með lesskilningsdæmum. Í öðru lagi krefst lestur bóka einbeitingar og úthalds, börn sem lesa síður bækur eiga erfiðara með að komast í gegnum skólabækurnar þegar námið þyngist. Í þriðja lagi færir lestur bóka börnum kyrrð og ró sem mörg þeirra þurfa virkilega á að halda í amstri dagsins. Ég gæti haldið lengi áfram. Hvernig aukum við þá áhuga barna á bóklestri? – Því miður er engin töfralausn til, en rannsóknir gefa góða mynd af því hvað skilur á milli hinna bókelsku og þeirra bóklausu. Börn sem hafa áhuga á lestri bóka hafa alist upp við góðan aðgang að bókum; það eru bækur á heimilinu og þau hafa lesandi fyrirmyndir heima hjá sér. Við stöndum frammi fyrir vandamáli – ráðherra mennta- og menningarmála kýs að líta fram hjá þessu sambandi milli aðgengis að bókum og áhuga á bóklestri og þar með árangurs í lesskilningi. (sjá ruv.is – „Lestrarkunnátta og skattskylda óskyld mál“). Ráðherrann hafnar því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni bitna á markmiðum um að bæta lestrargetu barna og segir: „Ég held að það sé varhugavert að ætla að draga beina ályktun af þessu vegna þess að læsi er bara svo flókið fyrirbæri. Þar koma saman kennsluhættir, undirbúningur kennara, samstarf við foreldra og ýmislegt annað sem þarf að horfa á og hefur sennilega þyngri áhrif.“Ráðherra berji í borðið Það er rétt hjá Illuga Gunnarssyni að læsi er flókið fyrirbæri. Læsi er ekki bara að kunna tæknina að lesa, læsi felur í sér lesskilning og til að byggja hann upp þarf áhuga. Kennarar nota hugtakið áhugahvöt um viljann til að læra. Ef vel tekst til að virkja áhugahvöt nemenda í lestrarnáminu geta þeir ekki stillt sig um að lesa meira. Áhugahvöt þarf að virkja bæði í skólanum og heima, bæði kennarar og foreldrar þurfa að gefa börnunum færi á að lesa bækur sem höfða til þeirra, hvetja þau áfram og sjá til þess að þau fái tíma til að lesa. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt skýrt samband milli frístundalesturs barna og námsárangurs. Þeir nemendur sem lesa bækur sér til ánægju standa að svo mörgu leyti betur að vígi en bóklausu jafnaldrarnir. Hér má benda á skýrslu Barnabókaseturs, Lestrarvenjur ungra bókaorma, og ýmsar skýrslur Námsmatsstofnunar og OECD um PISA-prófin. OECD bendir á að tengslin milli ánægju af bóklestri og námsárangurs í PISA-prófunum eru svo sterk að börn sem lesa bækur daglega standa að meðaltali einu og hálfu skólaári framar en börn sem ekki stunda daglegan bóklestur. Bókaormar alast upp umkringdir bókum og áhugahvötin kviknar við reglubundinn lestur bóka. Þetta veit Illugi Gunnarsson, í Hvítbók hans stendur meira að segja: „Ekkert eykur færni í lestri eins og það að lesa. Eftir því sem nemendur lesa meira og fjölbreyttara efni eykst skilningur þeirra og löngun til að lesa meira.“ Það er gott að vita að ráðherra vill vinna að eflingu læsis. Það er hins vegar óskiljanlegt hvernig hann getur haldið því fram að hærra bókaverð og þar með minni sala, slakari útgáfa og verra aðgengi að bókum sé ekki í mótsögn við markmið hans um bætta lestrarmenningu. Ef ráðherranum er alvara með að bæta læsi barna og unglinga verður hann að berja í borðið og koma í veg fyrir hækkun bókaverðs.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar