Að rífast við sjálfan sig Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 19. september 2014 00:00 Það er ekki hægt að halda því fram að það sé djúpstæður ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um einföldun á virðisaukaskattskerfinu. Það væri líka fjarstæða að halda því fram að það sé himinn og haf á milli stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnar vegna auðlegðarskattsins. Þegar Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, settist tímabundið í stól fjármálaráðherra, í einni af fjölmörgum ráðherra- og ráðuneytishrókeringum síðasta kjörtímabils, sagði hún í viðtali við Viðskiptablaðið þann 25. ágúst 2012: „Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er í efra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði í gegnum tekjuskattinn. Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“ Nú getur enginn haldið því fram að á síðasta kjörtímabili hafi engar deilur verið uppi í hinni norrænu velferðarstjórn um lítil mál og stór. En enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þó ummælum ráðherrans. Reyndar var það stefna beggja þáverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga vorið 2013, að endurnýja ekki auðlegðarskattinn heldur láta gildistíma hans renna út um áramótin 2014-2015 líkt og áform núverandi ríkisstjórnar eru.Popúlísk upphlaup „góða fólksins“ Það er álit flestra ef ekki allra er um efnahags- og skattamál fjalla, að það sé beinlínis rangt að jafna kjör fólks með neyslustýringum í gegnum neysluskattakerfið. Rétta leiðin til þeirra hluta sé að gera það í gegnum tekjuskattinn og bótakerfið. Því má vel halda fram að þverpólitísk sátt sé um afnám vörugjalda, líkt og stefnt er að í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Enda vörugjöldin svo sannarlega barn síns tíma og álitamál reyndar hvort þau hafi nokkurn tímann verið réttlætanleg. Það sé hins vegar ekki pólitískt klókt að þeirra mati að fagna þeim breytingum svo eftir sé tekið. Heldur sé það umræðunni frekar til framdráttar að vera „fúll á móti“ og hamra á röngum útreikningum um niðurstöðu þessara aðgerða allra fyrir íslensk heimili. Það er einnig alveg morgunljóst að ekki er hægt að koma á einu virðisaukaskattsþrepi nema bæði þrepin nálgist hvort annað. Það lægra hækki og hærra þrepið lækki. Að reikna með öðru ber í besta falli vott um „valkvæða“ vanþekkingu á málinu. Vissulega má alltaf um það deila hvort lækkunin hafi mátt vera meiri á kostnað hækkunarinnar. En í ljósi afnáms vörugjalda, er það alveg kýrskýrt, að um skref í átt til betri kjara almennings sé að ræða. Hvað sem rangfærslum og popúlískum upphlaupum „góða fólksins“ líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að halda því fram að það sé djúpstæður ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um einföldun á virðisaukaskattskerfinu. Það væri líka fjarstæða að halda því fram að það sé himinn og haf á milli stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnar vegna auðlegðarskattsins. Þegar Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, settist tímabundið í stól fjármálaráðherra, í einni af fjölmörgum ráðherra- og ráðuneytishrókeringum síðasta kjörtímabils, sagði hún í viðtali við Viðskiptablaðið þann 25. ágúst 2012: „Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er í efra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði í gegnum tekjuskattinn. Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“ Nú getur enginn haldið því fram að á síðasta kjörtímabili hafi engar deilur verið uppi í hinni norrænu velferðarstjórn um lítil mál og stór. En enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þó ummælum ráðherrans. Reyndar var það stefna beggja þáverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga vorið 2013, að endurnýja ekki auðlegðarskattinn heldur láta gildistíma hans renna út um áramótin 2014-2015 líkt og áform núverandi ríkisstjórnar eru.Popúlísk upphlaup „góða fólksins“ Það er álit flestra ef ekki allra er um efnahags- og skattamál fjalla, að það sé beinlínis rangt að jafna kjör fólks með neyslustýringum í gegnum neysluskattakerfið. Rétta leiðin til þeirra hluta sé að gera það í gegnum tekjuskattinn og bótakerfið. Því má vel halda fram að þverpólitísk sátt sé um afnám vörugjalda, líkt og stefnt er að í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Enda vörugjöldin svo sannarlega barn síns tíma og álitamál reyndar hvort þau hafi nokkurn tímann verið réttlætanleg. Það sé hins vegar ekki pólitískt klókt að þeirra mati að fagna þeim breytingum svo eftir sé tekið. Heldur sé það umræðunni frekar til framdráttar að vera „fúll á móti“ og hamra á röngum útreikningum um niðurstöðu þessara aðgerða allra fyrir íslensk heimili. Það er einnig alveg morgunljóst að ekki er hægt að koma á einu virðisaukaskattsþrepi nema bæði þrepin nálgist hvort annað. Það lægra hækki og hærra þrepið lækki. Að reikna með öðru ber í besta falli vott um „valkvæða“ vanþekkingu á málinu. Vissulega má alltaf um það deila hvort lækkunin hafi mátt vera meiri á kostnað hækkunarinnar. En í ljósi afnáms vörugjalda, er það alveg kýrskýrt, að um skref í átt til betri kjara almennings sé að ræða. Hvað sem rangfærslum og popúlískum upphlaupum „góða fólksins“ líður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun