Að rífast við sjálfan sig Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 19. september 2014 00:00 Það er ekki hægt að halda því fram að það sé djúpstæður ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um einföldun á virðisaukaskattskerfinu. Það væri líka fjarstæða að halda því fram að það sé himinn og haf á milli stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnar vegna auðlegðarskattsins. Þegar Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, settist tímabundið í stól fjármálaráðherra, í einni af fjölmörgum ráðherra- og ráðuneytishrókeringum síðasta kjörtímabils, sagði hún í viðtali við Viðskiptablaðið þann 25. ágúst 2012: „Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er í efra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði í gegnum tekjuskattinn. Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“ Nú getur enginn haldið því fram að á síðasta kjörtímabili hafi engar deilur verið uppi í hinni norrænu velferðarstjórn um lítil mál og stór. En enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þó ummælum ráðherrans. Reyndar var það stefna beggja þáverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga vorið 2013, að endurnýja ekki auðlegðarskattinn heldur láta gildistíma hans renna út um áramótin 2014-2015 líkt og áform núverandi ríkisstjórnar eru.Popúlísk upphlaup „góða fólksins“ Það er álit flestra ef ekki allra er um efnahags- og skattamál fjalla, að það sé beinlínis rangt að jafna kjör fólks með neyslustýringum í gegnum neysluskattakerfið. Rétta leiðin til þeirra hluta sé að gera það í gegnum tekjuskattinn og bótakerfið. Því má vel halda fram að þverpólitísk sátt sé um afnám vörugjalda, líkt og stefnt er að í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Enda vörugjöldin svo sannarlega barn síns tíma og álitamál reyndar hvort þau hafi nokkurn tímann verið réttlætanleg. Það sé hins vegar ekki pólitískt klókt að þeirra mati að fagna þeim breytingum svo eftir sé tekið. Heldur sé það umræðunni frekar til framdráttar að vera „fúll á móti“ og hamra á röngum útreikningum um niðurstöðu þessara aðgerða allra fyrir íslensk heimili. Það er einnig alveg morgunljóst að ekki er hægt að koma á einu virðisaukaskattsþrepi nema bæði þrepin nálgist hvort annað. Það lægra hækki og hærra þrepið lækki. Að reikna með öðru ber í besta falli vott um „valkvæða“ vanþekkingu á málinu. Vissulega má alltaf um það deila hvort lækkunin hafi mátt vera meiri á kostnað hækkunarinnar. En í ljósi afnáms vörugjalda, er það alveg kýrskýrt, að um skref í átt til betri kjara almennings sé að ræða. Hvað sem rangfærslum og popúlískum upphlaupum „góða fólksins“ líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að halda því fram að það sé djúpstæður ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um einföldun á virðisaukaskattskerfinu. Það væri líka fjarstæða að halda því fram að það sé himinn og haf á milli stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnar vegna auðlegðarskattsins. Þegar Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, settist tímabundið í stól fjármálaráðherra, í einni af fjölmörgum ráðherra- og ráðuneytishrókeringum síðasta kjörtímabils, sagði hún í viðtali við Viðskiptablaðið þann 25. ágúst 2012: „Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er í efra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði í gegnum tekjuskattinn. Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“ Nú getur enginn haldið því fram að á síðasta kjörtímabili hafi engar deilur verið uppi í hinni norrænu velferðarstjórn um lítil mál og stór. En enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þó ummælum ráðherrans. Reyndar var það stefna beggja þáverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga vorið 2013, að endurnýja ekki auðlegðarskattinn heldur láta gildistíma hans renna út um áramótin 2014-2015 líkt og áform núverandi ríkisstjórnar eru.Popúlísk upphlaup „góða fólksins“ Það er álit flestra ef ekki allra er um efnahags- og skattamál fjalla, að það sé beinlínis rangt að jafna kjör fólks með neyslustýringum í gegnum neysluskattakerfið. Rétta leiðin til þeirra hluta sé að gera það í gegnum tekjuskattinn og bótakerfið. Því má vel halda fram að þverpólitísk sátt sé um afnám vörugjalda, líkt og stefnt er að í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Enda vörugjöldin svo sannarlega barn síns tíma og álitamál reyndar hvort þau hafi nokkurn tímann verið réttlætanleg. Það sé hins vegar ekki pólitískt klókt að þeirra mati að fagna þeim breytingum svo eftir sé tekið. Heldur sé það umræðunni frekar til framdráttar að vera „fúll á móti“ og hamra á röngum útreikningum um niðurstöðu þessara aðgerða allra fyrir íslensk heimili. Það er einnig alveg morgunljóst að ekki er hægt að koma á einu virðisaukaskattsþrepi nema bæði þrepin nálgist hvort annað. Það lægra hækki og hærra þrepið lækki. Að reikna með öðru ber í besta falli vott um „valkvæða“ vanþekkingu á málinu. Vissulega má alltaf um það deila hvort lækkunin hafi mátt vera meiri á kostnað hækkunarinnar. En í ljósi afnáms vörugjalda, er það alveg kýrskýrt, að um skref í átt til betri kjara almennings sé að ræða. Hvað sem rangfærslum og popúlískum upphlaupum „góða fólksins“ líður.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun