Öngstræti í Evrópumálum Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 17. september 2014 07:00 ESB þróast á ógnarhraða þessa dagana. Þetta á einkum við á fjármálasviðinu en ríki ESB vinna nú hörðum höndum að þróun Bankabandalags Evrópu sem hefur það yfirlýsta markmið að búa innri markaði Evrópu öruggari og tryggari fjármálageira. Þessi þróun hefur bein áhrif á kjarna EES-samstarfsins – innri markaðinn – og þar af leiðandi beinar afleiðingar fyrir Ísland.Reglur fyrir banka - fyrir neytendur Hið nýtilkomna bankabandalag byggir á tveimur meginstoðum: Sameiginlegu fjármálaeftirlitskerfi svo og bankagjaldþrotskerfi. Þessar stoðir standa á sameiginlegum grunni: Samevrópsku regluverki fyrir fjármálastofnanir á innri markaði Evrópu (Single Rulebook) sem á m.a. að tryggja Evrópubúum aukna vernd ef bankinn þeirra fer á hausinn. Markmið evrópska fjármálaeftirlitsins er að skapa stöðugleika í fjármálageiranum, skapa réttlát lánsskilyrði í allri Evrópu og sjá til þess að bankar, en ekki skattgreiðendur, borgi fyrir sín eigin mistök. Fram kemur í síðustu yfirlitsskýrslu sendiráðs Íslands í Brussel að „ESB og EFTA-ríkin vinn[i] nú sameiginlega að lausn fyrir EFTA-ríkin við að innleiða reglur á sviði sameiginlegs fjármálaeftirlits“. Það er því ljóst að Ísland sér hag sinn í því að taka þátt í nýja fjármálaeftirlitskerfinu, enda myndi það auka tiltrú og traust á bankakerfi landsins. Hins vegar á Ísland mjög erfitt með það því lögfræðiálit komast ítrekað að þeirri niðurstöðu að það feli í sér of mikið framsal ríkisvalds til yfirþjóðlegra stofnana til að geta staðist stjórnarskrána. Þeim sérlausnum sem lagðar voru til við ESB var hafnað. Málið hefur því staðið fast í kerfinu frá 2012 og engin lausn í sjónmáli. Á meðan engin lausn finnst nýtur Ísland ekki góðs af því öfluga stuðningsneti sem evrópska fjármálaeftirlitskerfið veitir. Þá er ljóst að á meðan ástandið er svona starfa íslenskir bankar ekki í jafn öruggu starfsumhverfi og evrópskir bankar sem hefur neikvæðar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni þeirra og þar með íslenskan almenning sem nýtir sér þjónustu þeirra.Áskoranir Aðildin að innri markaðinum, sem EES-samningurinn veitir, hefur reynst Íslandi mjög vel. Ef við ætlum hins vegar að geta notið góðs af þeim betrumbótum sem orðið hafa á löggjöf innri markaðarins síðastliðin ár og veitt íslenska fjármálageiranum betri umgjörð og aðhald en áður hefur þekkst, verðum við að tryggja að íslensk lög á sviði fjármálaþjónustu rími við löggjöf ESB. Áskorunin sem íslenskir stjórnmálamenn standa frammi fyrir er að svara því hvernig EES-samstarfið á að geta staðið sem grunnurinn að framtíðarsamskiptum Íslands og ESB ef ekki er hægt að finna leið til að innleiða EES-löggjöf á Íslandi. Hvernig ætlum við að tryggja íslenskum bönkum sambærilegt stuðningsnet við það sem samkeppnisaðilar þeirra í Evrópu hafa, ef við erum ófær um að innleiða viðeigandi EES-löggjöf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
ESB þróast á ógnarhraða þessa dagana. Þetta á einkum við á fjármálasviðinu en ríki ESB vinna nú hörðum höndum að þróun Bankabandalags Evrópu sem hefur það yfirlýsta markmið að búa innri markaði Evrópu öruggari og tryggari fjármálageira. Þessi þróun hefur bein áhrif á kjarna EES-samstarfsins – innri markaðinn – og þar af leiðandi beinar afleiðingar fyrir Ísland.Reglur fyrir banka - fyrir neytendur Hið nýtilkomna bankabandalag byggir á tveimur meginstoðum: Sameiginlegu fjármálaeftirlitskerfi svo og bankagjaldþrotskerfi. Þessar stoðir standa á sameiginlegum grunni: Samevrópsku regluverki fyrir fjármálastofnanir á innri markaði Evrópu (Single Rulebook) sem á m.a. að tryggja Evrópubúum aukna vernd ef bankinn þeirra fer á hausinn. Markmið evrópska fjármálaeftirlitsins er að skapa stöðugleika í fjármálageiranum, skapa réttlát lánsskilyrði í allri Evrópu og sjá til þess að bankar, en ekki skattgreiðendur, borgi fyrir sín eigin mistök. Fram kemur í síðustu yfirlitsskýrslu sendiráðs Íslands í Brussel að „ESB og EFTA-ríkin vinn[i] nú sameiginlega að lausn fyrir EFTA-ríkin við að innleiða reglur á sviði sameiginlegs fjármálaeftirlits“. Það er því ljóst að Ísland sér hag sinn í því að taka þátt í nýja fjármálaeftirlitskerfinu, enda myndi það auka tiltrú og traust á bankakerfi landsins. Hins vegar á Ísland mjög erfitt með það því lögfræðiálit komast ítrekað að þeirri niðurstöðu að það feli í sér of mikið framsal ríkisvalds til yfirþjóðlegra stofnana til að geta staðist stjórnarskrána. Þeim sérlausnum sem lagðar voru til við ESB var hafnað. Málið hefur því staðið fast í kerfinu frá 2012 og engin lausn í sjónmáli. Á meðan engin lausn finnst nýtur Ísland ekki góðs af því öfluga stuðningsneti sem evrópska fjármálaeftirlitskerfið veitir. Þá er ljóst að á meðan ástandið er svona starfa íslenskir bankar ekki í jafn öruggu starfsumhverfi og evrópskir bankar sem hefur neikvæðar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni þeirra og þar með íslenskan almenning sem nýtir sér þjónustu þeirra.Áskoranir Aðildin að innri markaðinum, sem EES-samningurinn veitir, hefur reynst Íslandi mjög vel. Ef við ætlum hins vegar að geta notið góðs af þeim betrumbótum sem orðið hafa á löggjöf innri markaðarins síðastliðin ár og veitt íslenska fjármálageiranum betri umgjörð og aðhald en áður hefur þekkst, verðum við að tryggja að íslensk lög á sviði fjármálaþjónustu rími við löggjöf ESB. Áskorunin sem íslenskir stjórnmálamenn standa frammi fyrir er að svara því hvernig EES-samstarfið á að geta staðið sem grunnurinn að framtíðarsamskiptum Íslands og ESB ef ekki er hægt að finna leið til að innleiða EES-löggjöf á Íslandi. Hvernig ætlum við að tryggja íslenskum bönkum sambærilegt stuðningsnet við það sem samkeppnisaðilar þeirra í Evrópu hafa, ef við erum ófær um að innleiða viðeigandi EES-löggjöf?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun