Vondir hlutir sem eru gerðir við gott fólk Dagrún Aðalsteinsdóttir skrifar 13. september 2014 07:00 Málflutningur í grein líkt og hjá Frosta í Fréttablaðinu 11.09.14 sýnir afar svarthvíta mynd af ástandinu í Mið-Austurlöndum. Frosti vitnaði meðal annars í viðtal sem var tekið við sendiherra Írans sem mér þótti afar jákvæð viðbót í fréttaumfjöllunina um átökin í Mið-Austurlöndum sem hefur verið afar einsleit. Einstrengingsleg sýn úr vel smurðu hjóli Bandaríkjanna sem eru að undirbúa réttlætingu á frekari hernaðaríhlutun hefur einkennt allan fréttaflutning. Orðræða Frosta einkennist af því sem við sjáum daglega í fréttum sem miðar að því að fylla alla slíkum ótta gagnvart íslam, svo mótbárurnar gagnvart innrás og dauðsföllum fjölda saklausra borgara í Mið-Austurlöndum verði engar eða litlar. Innrásir og ofstæki Bandaríkjamanna eru náttúrulega réttmætar og tengjast guði sé lof ekki trúarbrögðum heldur frelsi og lýðræði er það ekki? Ég ætla ekki að fara að réttlæta ofbeldi öfgahópa í Mið-Austurlöndum en það er líka fáránlegt að slíta það ofbeldi frá orsakasamhenginu. Frá innrás Bandaríkjamanna inn í Írak 2003 hefur ofbeldið eingöngu stigmagnast. Tilgangur þeirrar innrásar var að steypa af stóli stjórnvöldum sem þeir höfðu hjálpað að komast til valda til að byrja með. Það er ekkert eðlilegt við það að land hafi hernaðarítök yfir öðru landi í rúm 10 ár, byggð á eigin sérhagsmunum. Þeir hópar sem spretta upp til að reyna að berjast gegn þessu ranglæti sem heimurinn með þögn sinni samþykkir eru allir kallaðir hryðjuverkamenn. Munurinn á ofbeldi Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og öfgahópa eru valdahlutföllin. Bandaríkin hafa þvílíkt vald og bera ábyrgð á það miklu mannfalli saklausra borgara að gagnvart alþjóðasamfélaginu þurfa þeir að reyna hylma yfir það, en seinni hópurinn sem hefur mun minna hernaðarvald og reynir að magna upp ótta í þeirri von að öðlast frekari völd. Bandaríkin reyna sitt besta til að vídeó af þeirra voðaverkum leki ekki en öfgahóparnir sýna markvisst sín. Ofbeldi beggja er algjör hryllingur en að loka augunum gagnvart þeirri ógn sem Bandaríkjamenn eru gagnvart heiminum er fullkomið dómgreindarleysi.Ofureinföldun Nýlega birti Human Rights Watch rannsókn gerða af Columbia Law School sem bar titilinn Illusion of justice: Human rights abuses in US terrorism prosecutions. Skýrslan fjallar um hvernig Bandaríkjamenn hafa með ofsóknum sínum skapað öfgahópa þar sem engir voru fyrir. En Frosti minnist ekkert á fangabúðir eins og Guantanamo Bay þar sem mönnum hefur verið haldið í mörg ár án dóms og laga og pyntaðir, sumum hefur verið sleppt en margir eru enn í haldi. En þessar aðferðir og það að nota dróna, mannlausar stríðsvélar til að slátra fólki kerfisbundið, er allt réttlætanlegt því Bandaríkin eru að varðveita lýðræðið. Er það þess vegna sem þeir dæma Bradley Manning í fangelsi fyrir að sýna vídeó af slátrun á saklausu fólki og gögn sem sýndu að mannfall saklausra borgara var mun hærra en Bandaríkjamenn héldu fram. Þurfti Edward Snowden að flýja land sitt og heimili fyrir að sýna hversu njósnir og innrásir bandarískra stjórnvalda á einkalífið væru öfgafullar vegna þess að það er verið að vernda lýðræðið? Hvernig eigum við að geta kyngt þessum réttlætingum. Bandaríkin hafa verið að glíma við efnahagsvanda og lélegt félagskerfi sem hefur skapað ókyrrt ástand heima fyrir, þá er nú gott að eiga sameiginlegan óvin, ekki er verra að hann sé ríkur af jarðefnum eins og olíu. Stríðið í Mið-Austurlöndum hefur aldrei snúist um lýðræði heldur sérhagsmuni, þar sem átök hafa orðið að peningamaskínu, og hernaður boðinn út eins og hvert annað verkefni. Hvað kyndir undir ofbeldið og fær gott fólk til að gera vonda hluti eins og Frosti orðaði það, ótti og óöryggi líkt og við sáum í seinni heimstyrjöldinni. Óttinn og óöryggið á báða bóga fær gott fólk til að missa samkenndina. Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi og tengjast trúarbrögð því ekki neitt og er ofureinföldun á ástandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Málflutningur í grein líkt og hjá Frosta í Fréttablaðinu 11.09.14 sýnir afar svarthvíta mynd af ástandinu í Mið-Austurlöndum. Frosti vitnaði meðal annars í viðtal sem var tekið við sendiherra Írans sem mér þótti afar jákvæð viðbót í fréttaumfjöllunina um átökin í Mið-Austurlöndum sem hefur verið afar einsleit. Einstrengingsleg sýn úr vel smurðu hjóli Bandaríkjanna sem eru að undirbúa réttlætingu á frekari hernaðaríhlutun hefur einkennt allan fréttaflutning. Orðræða Frosta einkennist af því sem við sjáum daglega í fréttum sem miðar að því að fylla alla slíkum ótta gagnvart íslam, svo mótbárurnar gagnvart innrás og dauðsföllum fjölda saklausra borgara í Mið-Austurlöndum verði engar eða litlar. Innrásir og ofstæki Bandaríkjamanna eru náttúrulega réttmætar og tengjast guði sé lof ekki trúarbrögðum heldur frelsi og lýðræði er það ekki? Ég ætla ekki að fara að réttlæta ofbeldi öfgahópa í Mið-Austurlöndum en það er líka fáránlegt að slíta það ofbeldi frá orsakasamhenginu. Frá innrás Bandaríkjamanna inn í Írak 2003 hefur ofbeldið eingöngu stigmagnast. Tilgangur þeirrar innrásar var að steypa af stóli stjórnvöldum sem þeir höfðu hjálpað að komast til valda til að byrja með. Það er ekkert eðlilegt við það að land hafi hernaðarítök yfir öðru landi í rúm 10 ár, byggð á eigin sérhagsmunum. Þeir hópar sem spretta upp til að reyna að berjast gegn þessu ranglæti sem heimurinn með þögn sinni samþykkir eru allir kallaðir hryðjuverkamenn. Munurinn á ofbeldi Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og öfgahópa eru valdahlutföllin. Bandaríkin hafa þvílíkt vald og bera ábyrgð á það miklu mannfalli saklausra borgara að gagnvart alþjóðasamfélaginu þurfa þeir að reyna hylma yfir það, en seinni hópurinn sem hefur mun minna hernaðarvald og reynir að magna upp ótta í þeirri von að öðlast frekari völd. Bandaríkin reyna sitt besta til að vídeó af þeirra voðaverkum leki ekki en öfgahóparnir sýna markvisst sín. Ofbeldi beggja er algjör hryllingur en að loka augunum gagnvart þeirri ógn sem Bandaríkjamenn eru gagnvart heiminum er fullkomið dómgreindarleysi.Ofureinföldun Nýlega birti Human Rights Watch rannsókn gerða af Columbia Law School sem bar titilinn Illusion of justice: Human rights abuses in US terrorism prosecutions. Skýrslan fjallar um hvernig Bandaríkjamenn hafa með ofsóknum sínum skapað öfgahópa þar sem engir voru fyrir. En Frosti minnist ekkert á fangabúðir eins og Guantanamo Bay þar sem mönnum hefur verið haldið í mörg ár án dóms og laga og pyntaðir, sumum hefur verið sleppt en margir eru enn í haldi. En þessar aðferðir og það að nota dróna, mannlausar stríðsvélar til að slátra fólki kerfisbundið, er allt réttlætanlegt því Bandaríkin eru að varðveita lýðræðið. Er það þess vegna sem þeir dæma Bradley Manning í fangelsi fyrir að sýna vídeó af slátrun á saklausu fólki og gögn sem sýndu að mannfall saklausra borgara var mun hærra en Bandaríkjamenn héldu fram. Þurfti Edward Snowden að flýja land sitt og heimili fyrir að sýna hversu njósnir og innrásir bandarískra stjórnvalda á einkalífið væru öfgafullar vegna þess að það er verið að vernda lýðræðið? Hvernig eigum við að geta kyngt þessum réttlætingum. Bandaríkin hafa verið að glíma við efnahagsvanda og lélegt félagskerfi sem hefur skapað ókyrrt ástand heima fyrir, þá er nú gott að eiga sameiginlegan óvin, ekki er verra að hann sé ríkur af jarðefnum eins og olíu. Stríðið í Mið-Austurlöndum hefur aldrei snúist um lýðræði heldur sérhagsmuni, þar sem átök hafa orðið að peningamaskínu, og hernaður boðinn út eins og hvert annað verkefni. Hvað kyndir undir ofbeldið og fær gott fólk til að gera vonda hluti eins og Frosti orðaði það, ótti og óöryggi líkt og við sáum í seinni heimstyrjöldinni. Óttinn og óöryggið á báða bóga fær gott fólk til að missa samkenndina. Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi og tengjast trúarbrögð því ekki neitt og er ofureinföldun á ástandinu.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun