Ríkisútvarpið og kristin gildi Sigurður Oddsson skrifar 11. september 2014 07:00 Útvarpsstjóri sagðist fella niður morgunbæn og orð kvöldsins til að fá pláss fyrir annað efni á Rás 1. Skildist mér að nýja efnið væri fræðsla um trúarbrögð. Miðað við kröftug mótmæli hlustenda er greinilegt að útvarpsstjóri hefur ekki kynnt sér hversu margir eru árrisulir og finnst gott að fara út í daginn eftir morgunbæn útvarpsins og sofna út frá orði kvöldsins. Ólíklegt er að nýja efnið fái meiri hlustun en þessar 3 + 5 mínútur, sem skulu klipptar út fyrir almenna trúarbragðafræðslu. Annars hélt ég trúarbragðafræðsla vera hlutverk skóla. Líklegast er það misskilningur, því ekki má lengur gefa Nýja testamentið í barnaskólum, sem segir að ekki megi kenna kristinfræði í barnaskólum. Í 12 ára bekk gáfu Gídeonfélagar öllum Nýja testamentið og er ég þakklátur fyrir gjöfina. Útvarpsstjóri hætti við að fella niður þriggja mínútna morgunbæn, en orð kvöldsins skal burt úr ríkisútvarpi allra landsmanna, sem flestir játa kristna trú og greiða RÚV skylduáskrift. Ég fletti dagskrá Rásar 1 upp og komst að því að ekki vantar pláss fyrir nýtt efni miðað við hversu mikið efni er endurflutt. Fimmtudagurinn 21. ágúst byrjaði á bæn dagsins 06:36 til 06:39. Áfangastaður Ísland endurflutt frá 13:00 til 14:00. Steypiregn endurflutt frá 16:05 til 17:00. Stund með KK endurflutt frá 20:50 til 21:30. Orð kvöldsins frumflutt frá 22:10 til 22:15. Segðu mér endurflutt frá 22:15 til 23:00. Sjónmál endurflutt frá 23:00 til 24:00. Fyrstu fréttir voru kl. 07:00 og endurfluttar á klukkustundar fresti svo til óbreyttar. Trúariðkun í 8 mínútur skal kippt út á sama tíma og nóg pláss er fyrir endurflutt efni í 5 klukkustundir! Daginn á undan var endurtekið efni einni klst. lengur. Greinilega er til nóg pláss til að bæta dagskrána. Fyrsta skrefið gæti verið að taka orð kvöldsins inn aftur og í stað endurtekningar frétta kl. 9:00 og 11:00 mætti endurtaka bæn dagsins fyrir þá sem ekki voru komnir á ról kl. 06:36. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér rekstri RÚV sem í áratugi hefur verið rekið með tapi. Fyrri útvarpsstjóri, Páll Magnússon, reyndi að slá á tapið með fjöldauppsögnum þeirra, sem vinna á gólfinu. Sá nýi var rétt byrjaður, þegar hann rak alla stjórana og ætlar nú að bæta reksturinn með breyttri dagskrá og það í kjölfar þess að mikilli þekkingu hefur verið hent út. Skyldi ekki vera best fyrir rekstur RÚV, úr því sem komið er, að leggja alveg niður Rás 2 og vera með eina góða rás? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Útvarpsstjóri sagðist fella niður morgunbæn og orð kvöldsins til að fá pláss fyrir annað efni á Rás 1. Skildist mér að nýja efnið væri fræðsla um trúarbrögð. Miðað við kröftug mótmæli hlustenda er greinilegt að útvarpsstjóri hefur ekki kynnt sér hversu margir eru árrisulir og finnst gott að fara út í daginn eftir morgunbæn útvarpsins og sofna út frá orði kvöldsins. Ólíklegt er að nýja efnið fái meiri hlustun en þessar 3 + 5 mínútur, sem skulu klipptar út fyrir almenna trúarbragðafræðslu. Annars hélt ég trúarbragðafræðsla vera hlutverk skóla. Líklegast er það misskilningur, því ekki má lengur gefa Nýja testamentið í barnaskólum, sem segir að ekki megi kenna kristinfræði í barnaskólum. Í 12 ára bekk gáfu Gídeonfélagar öllum Nýja testamentið og er ég þakklátur fyrir gjöfina. Útvarpsstjóri hætti við að fella niður þriggja mínútna morgunbæn, en orð kvöldsins skal burt úr ríkisútvarpi allra landsmanna, sem flestir játa kristna trú og greiða RÚV skylduáskrift. Ég fletti dagskrá Rásar 1 upp og komst að því að ekki vantar pláss fyrir nýtt efni miðað við hversu mikið efni er endurflutt. Fimmtudagurinn 21. ágúst byrjaði á bæn dagsins 06:36 til 06:39. Áfangastaður Ísland endurflutt frá 13:00 til 14:00. Steypiregn endurflutt frá 16:05 til 17:00. Stund með KK endurflutt frá 20:50 til 21:30. Orð kvöldsins frumflutt frá 22:10 til 22:15. Segðu mér endurflutt frá 22:15 til 23:00. Sjónmál endurflutt frá 23:00 til 24:00. Fyrstu fréttir voru kl. 07:00 og endurfluttar á klukkustundar fresti svo til óbreyttar. Trúariðkun í 8 mínútur skal kippt út á sama tíma og nóg pláss er fyrir endurflutt efni í 5 klukkustundir! Daginn á undan var endurtekið efni einni klst. lengur. Greinilega er til nóg pláss til að bæta dagskrána. Fyrsta skrefið gæti verið að taka orð kvöldsins inn aftur og í stað endurtekningar frétta kl. 9:00 og 11:00 mætti endurtaka bæn dagsins fyrir þá sem ekki voru komnir á ról kl. 06:36. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér rekstri RÚV sem í áratugi hefur verið rekið með tapi. Fyrri útvarpsstjóri, Páll Magnússon, reyndi að slá á tapið með fjöldauppsögnum þeirra, sem vinna á gólfinu. Sá nýi var rétt byrjaður, þegar hann rak alla stjórana og ætlar nú að bæta reksturinn með breyttri dagskrá og það í kjölfar þess að mikilli þekkingu hefur verið hent út. Skyldi ekki vera best fyrir rekstur RÚV, úr því sem komið er, að leggja alveg niður Rás 2 og vera með eina góða rás?
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun