Athugasemdir við leiðara Fréttablaðsins Arnór Sighvatsson skrifar 10. september 2014 07:00 Hinn 5. september sl. ritaði Fanney Birna Jónsdóttir forystugrein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Þriðja heims Ísland, þar sem fram kemur það sjónarmið höfundar að Íslandi svipi að mörgu leyti til þriðja heims ríkja, a.m.k. varðandi skilvirkni viðskiptaumhverfisins. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þeirrar fullyrðingar en sýnist Fanney hins vegar nokkuð seinheppin varðandi það dæmi sem hún tekur máli sínu til stuðnings. „Þegar höftunum var upprunalega komið á fót óttuðust margir afturhvarf til þess tíma þegar flokksskírteini eða klíkuskapur voru forsenda þess að fá gjaldeyri úthlutaðan“, segir Fanney og lætur þess getið að bréf Viðskiptaráðs til fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti fullkomlega að nefndur ótti eigi við rök að styðjast. Fanney fullyrðir að „ógagnsæi og ójafnræði einkenni ákvarðanatöku gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og ákveðnir „ráðgjafar“ fái, í gegnum tengsl sín við bankann, skjótari og hagstæðari úrlausn mála sinna“. Hún spyr loks hvort þessi lýsing á starfsháttum bankans eigi meira skylt við seðlabanka í öðru vestrænu ríki eða í þriðja heiminum.Ósatt og ósanngjarnt Fullyrðing Fanneyjar er bæði ósanngjörn og ósönn. Í fyrsta lagi er ósanngjarnt og villandi að gefa sér að starfshættir seðlabanka í þriðja heiminum séu almennt slæmir. Í öðru lagi er staðhæfing um að slík lýsing eigi við um Seðlabanka Íslands ósanngjörn, ósönn og órökstudd. Höfundur vitnar í bréf Viðskiptaráðs, þar sem vísað er í ónafngreinda heimildarmenn, en virðist ekki gera ráð fyrir að fullyrðingar þeirra geti verið rangar eða byggðar á misskilningi, né virðist höfundur hafa reynt að grafast fyrir um sannleiksgildi þeirra. Seðlabankinn hefur sjálfur reynt að afla upplýsinga um málsatvik sem gætu varpað ljósi á tilefni þessara fullyrðinga, m.a. hjá Viðskiptaráði, en fátt var um svör. Seðlabankanum er mikið í mun að bæta stjórnsýslu þar sem hnökra er að finna, en án upplýsinga um málsatvik er bankanum vandi á höndum.Hagsmunir og jafnræði Á Seðlabankanum hvílir sú skylda að veita undanþágur frá fjármagnshöftum á grundvelli sjónarmiða sem kveðið er á um í lögum. Við veitingu undanþágu þarf að vega og meta hagsmuni undanþágubeiðanda annars vegar og þjóðarhagsmuni hins vegar, þar sem fordæmisgildi undanþágu getur vegið þungt. Gjaldeyriseftirlitið heldur því ítarlegt bókhald um undanþágur, enda leggja stjórnsýslulög þær skyldur á herðar Seðlabankanum að aðilar í sambærilegri stöðu fái sambærilega úrlausn mála. Stór hluti mála er nú afgreiddur samkvæmt skýrum fordæmum. Hvort mál falli undir tiltekið fordæmi er að sönnu stundum matskennd ákvörðun. Þegar um erfið mál er að ræða koma jafnan fleiri en gjaldeyriseftirlitið að því máli og að lokum sérstök úrskurðarnefnd sem skipuð er þremur sérfræðingum, auk seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Þetta ætti að geta talist vönduð stjórnsýsla, þótt því miður leiði hún stundum til þess að afgreiðslutími verður lengri en æskilegt væri út frá öðrum sjónarmiðum. Seðlabankinn mun áfram leggja sig fram við vandaða stjórnsýsluhætti og bæta þá ef hægt er. Ég vænti þess að ritstjórar Fréttablaðsins leggi sig einnig fram um að gæta þess framvegis að vanda sig við frétta- og leiðaraskrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 5. september sl. ritaði Fanney Birna Jónsdóttir forystugrein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Þriðja heims Ísland, þar sem fram kemur það sjónarmið höfundar að Íslandi svipi að mörgu leyti til þriðja heims ríkja, a.m.k. varðandi skilvirkni viðskiptaumhverfisins. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þeirrar fullyrðingar en sýnist Fanney hins vegar nokkuð seinheppin varðandi það dæmi sem hún tekur máli sínu til stuðnings. „Þegar höftunum var upprunalega komið á fót óttuðust margir afturhvarf til þess tíma þegar flokksskírteini eða klíkuskapur voru forsenda þess að fá gjaldeyri úthlutaðan“, segir Fanney og lætur þess getið að bréf Viðskiptaráðs til fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti fullkomlega að nefndur ótti eigi við rök að styðjast. Fanney fullyrðir að „ógagnsæi og ójafnræði einkenni ákvarðanatöku gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og ákveðnir „ráðgjafar“ fái, í gegnum tengsl sín við bankann, skjótari og hagstæðari úrlausn mála sinna“. Hún spyr loks hvort þessi lýsing á starfsháttum bankans eigi meira skylt við seðlabanka í öðru vestrænu ríki eða í þriðja heiminum.Ósatt og ósanngjarnt Fullyrðing Fanneyjar er bæði ósanngjörn og ósönn. Í fyrsta lagi er ósanngjarnt og villandi að gefa sér að starfshættir seðlabanka í þriðja heiminum séu almennt slæmir. Í öðru lagi er staðhæfing um að slík lýsing eigi við um Seðlabanka Íslands ósanngjörn, ósönn og órökstudd. Höfundur vitnar í bréf Viðskiptaráðs, þar sem vísað er í ónafngreinda heimildarmenn, en virðist ekki gera ráð fyrir að fullyrðingar þeirra geti verið rangar eða byggðar á misskilningi, né virðist höfundur hafa reynt að grafast fyrir um sannleiksgildi þeirra. Seðlabankinn hefur sjálfur reynt að afla upplýsinga um málsatvik sem gætu varpað ljósi á tilefni þessara fullyrðinga, m.a. hjá Viðskiptaráði, en fátt var um svör. Seðlabankanum er mikið í mun að bæta stjórnsýslu þar sem hnökra er að finna, en án upplýsinga um málsatvik er bankanum vandi á höndum.Hagsmunir og jafnræði Á Seðlabankanum hvílir sú skylda að veita undanþágur frá fjármagnshöftum á grundvelli sjónarmiða sem kveðið er á um í lögum. Við veitingu undanþágu þarf að vega og meta hagsmuni undanþágubeiðanda annars vegar og þjóðarhagsmuni hins vegar, þar sem fordæmisgildi undanþágu getur vegið þungt. Gjaldeyriseftirlitið heldur því ítarlegt bókhald um undanþágur, enda leggja stjórnsýslulög þær skyldur á herðar Seðlabankanum að aðilar í sambærilegri stöðu fái sambærilega úrlausn mála. Stór hluti mála er nú afgreiddur samkvæmt skýrum fordæmum. Hvort mál falli undir tiltekið fordæmi er að sönnu stundum matskennd ákvörðun. Þegar um erfið mál er að ræða koma jafnan fleiri en gjaldeyriseftirlitið að því máli og að lokum sérstök úrskurðarnefnd sem skipuð er þremur sérfræðingum, auk seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Þetta ætti að geta talist vönduð stjórnsýsla, þótt því miður leiði hún stundum til þess að afgreiðslutími verður lengri en æskilegt væri út frá öðrum sjónarmiðum. Seðlabankinn mun áfram leggja sig fram við vandaða stjórnsýsluhætti og bæta þá ef hægt er. Ég vænti þess að ritstjórar Fréttablaðsins leggi sig einnig fram um að gæta þess framvegis að vanda sig við frétta- og leiðaraskrif.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun