Brýr milli lífs og dauða Hrannar Jónsson skrifar 10. september 2014 07:00 Hver var hviðan sem neistann slökkti? Hver var dropinn sem glas þitt fyllti? Þú býrð í mér og ég bý í þér. Brúin á milli, sem þú eitt sinn áttir, hún hrundi og fannst aldrei aftur. Þú gekkst samt þinn veg og fannst engan annan Svo þú fórst of snemma og snýrð aldrei aftur Þegar eitt faðmlag eða bros hefði getað vakið upp aftur Minninguna um lífið. Einu sinni heyrði ég mann segja frá því þegar hann ætlaði að svipta sig lífi. Hann stökk fram af Golden Gate-brúnni í San Francisco. Hann varð númer 32 í röðinni af þeim sem hafa lifað það af. Þeir eru víst 33 í dag. Mér er minnisstætt að hann sagði að þar sem hann gekk að brúnni, vildi hann helst að einhver hefði stoppað sig. Tekið hann tali, hlustað á hann. Þá hefði hann ekki hoppað. Hann var manneskja sem var örvæntingarfull og sá enga leið út. Þegar ég heyrði í honum ferðaðist hann um og hélt fyrirlestra um þessa lífsreynslu sína. Ég veit hvernig það er að vera á staðnum þar sem vonin er dáin, þótt ég hafi aldrei tekið skref að neinni brú. Fyrir nokkrum árum lagði ég af stað í aðra göngu, því ég upplifði svo mikið tóm í hjartanu. Þá hafði ég komist að þeirri niðurstöðu að ekkert verkefni væri mikilvægara en að finna neistann aftur. Ég er enn á þessu ferðalagi og skemmti mér sífellt betur. En það breytir því ekki að þetta sálarmyrkur er eitt stærsta þjóðfélagsböl í okkar heimshluta. Þegar fólk týnist uppi á heiðum fer hugrakkt og gott fólk og leitar og bjargar fjölmörgum mannslífum. Það er gott og eitthvað sem við getum verið stolt af. Hins vegar týnist fólk stundum í blindbyljum uppi á heiðum hugans. Það situr einhvers staðar týnt og eitt, þótt það sé innan um alla hina. Það eru dapurlegar fréttir að fjórar manneskjur á mánuði svipti sig lífi og ég veit að þarna getum við gert miklu betur. Þarna er svo sannarlega eitthvað sem hallar á kynin: Þrír af hverjum fjórum eru karlmenn. Ég hef þekkt fólk sem hefur ráðið sér bana. Eftir á situr maður auðvitað vanmáttugur og hugsar, hefði ég getað gert eitthvað? Hefði ég getað sagt eða gert eitthvað öðruvísi? Ég var ekki með svar fyrir Björk eða Palla eða Dan eða Luca. Ég er ekki með svörin en ég veit að við getum gert miklu betur. Í dag, sem mitt litla framlag, ætla ég þó að leggja mig fram um að brosa framan í fólk. Ég ætla að reyna að taka utan um einhverja. Ég ætla að hlusta. Ég ætla að segja einhverri manneskju hversu mikilvægt sé að hún sé til. Þetta er auðvitað eitthvað sem ég vil gera alla daga, en í dag er dagur forvarna gegn sjálfsvígum og ég ætla að reyna aðeins meira. Dagskrá til minningar um fórnarlömb sjálfsvíga verður tvíþætt í Reykjavík þann 10. september. Annars vegar opin málstofa í Iðnó milli kl. 16 og 17.15 og hins vegar kyrrðarstund í Dómkirkjunni kl. 20. Kyrrðarstundir verða einnig á Egilsstöðum og Akureyri. Að dagskránni standa Rauði kross Íslands, Geðhjálp, Þjóðkirkjan, Ný dögun, Lifa, Hugarafl, Embætti landlæknis og geðsvið LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Hver var hviðan sem neistann slökkti? Hver var dropinn sem glas þitt fyllti? Þú býrð í mér og ég bý í þér. Brúin á milli, sem þú eitt sinn áttir, hún hrundi og fannst aldrei aftur. Þú gekkst samt þinn veg og fannst engan annan Svo þú fórst of snemma og snýrð aldrei aftur Þegar eitt faðmlag eða bros hefði getað vakið upp aftur Minninguna um lífið. Einu sinni heyrði ég mann segja frá því þegar hann ætlaði að svipta sig lífi. Hann stökk fram af Golden Gate-brúnni í San Francisco. Hann varð númer 32 í röðinni af þeim sem hafa lifað það af. Þeir eru víst 33 í dag. Mér er minnisstætt að hann sagði að þar sem hann gekk að brúnni, vildi hann helst að einhver hefði stoppað sig. Tekið hann tali, hlustað á hann. Þá hefði hann ekki hoppað. Hann var manneskja sem var örvæntingarfull og sá enga leið út. Þegar ég heyrði í honum ferðaðist hann um og hélt fyrirlestra um þessa lífsreynslu sína. Ég veit hvernig það er að vera á staðnum þar sem vonin er dáin, þótt ég hafi aldrei tekið skref að neinni brú. Fyrir nokkrum árum lagði ég af stað í aðra göngu, því ég upplifði svo mikið tóm í hjartanu. Þá hafði ég komist að þeirri niðurstöðu að ekkert verkefni væri mikilvægara en að finna neistann aftur. Ég er enn á þessu ferðalagi og skemmti mér sífellt betur. En það breytir því ekki að þetta sálarmyrkur er eitt stærsta þjóðfélagsböl í okkar heimshluta. Þegar fólk týnist uppi á heiðum fer hugrakkt og gott fólk og leitar og bjargar fjölmörgum mannslífum. Það er gott og eitthvað sem við getum verið stolt af. Hins vegar týnist fólk stundum í blindbyljum uppi á heiðum hugans. Það situr einhvers staðar týnt og eitt, þótt það sé innan um alla hina. Það eru dapurlegar fréttir að fjórar manneskjur á mánuði svipti sig lífi og ég veit að þarna getum við gert miklu betur. Þarna er svo sannarlega eitthvað sem hallar á kynin: Þrír af hverjum fjórum eru karlmenn. Ég hef þekkt fólk sem hefur ráðið sér bana. Eftir á situr maður auðvitað vanmáttugur og hugsar, hefði ég getað gert eitthvað? Hefði ég getað sagt eða gert eitthvað öðruvísi? Ég var ekki með svar fyrir Björk eða Palla eða Dan eða Luca. Ég er ekki með svörin en ég veit að við getum gert miklu betur. Í dag, sem mitt litla framlag, ætla ég þó að leggja mig fram um að brosa framan í fólk. Ég ætla að reyna að taka utan um einhverja. Ég ætla að hlusta. Ég ætla að segja einhverri manneskju hversu mikilvægt sé að hún sé til. Þetta er auðvitað eitthvað sem ég vil gera alla daga, en í dag er dagur forvarna gegn sjálfsvígum og ég ætla að reyna aðeins meira. Dagskrá til minningar um fórnarlömb sjálfsvíga verður tvíþætt í Reykjavík þann 10. september. Annars vegar opin málstofa í Iðnó milli kl. 16 og 17.15 og hins vegar kyrrðarstund í Dómkirkjunni kl. 20. Kyrrðarstundir verða einnig á Egilsstöðum og Akureyri. Að dagskránni standa Rauði kross Íslands, Geðhjálp, Þjóðkirkjan, Ný dögun, Lifa, Hugarafl, Embætti landlæknis og geðsvið LSH.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun