Síðbúið svar til Bjarna Randvers Stefán Karlsson skrifar 5. september 2014 07:00 Bjarni Randver svarar grein minni um guðsmynd íslams og kristni. Svar Bjarna er málefnalegt enda er hann vandaður fræðimaður. Hann fer ekki út í persónulegar svívirðingar eins og margir þeir sem vilja kæfa umræðuna nota gegn þeim sem vilja brjótast út úr vítahring þöggunar og pólitískrar rétthugsunar. Engu að síður finnst mér Bjarni tipla svolítið á tánum og sneiða framhjá kjarna málsins. Hann virðist taka undir margt það sem ég segi í greininni en reynir samt að klóra í bakkann með því að tala um að finna megi lögmálshyggju í kristindóminum og með því að tala um að kristindómur og stjórnmál séu alls ekki eins aðskilin og ég vilji gefa í skyn. Nú vil ég taka fram að ég er síður en svo á móti múslimum heldur þeirri túlkun á íslam sem kallast íslamismi og hefur reynst vera alger helstefna þar sem honum hefur verið hrundið í framkvæmd. Mig langar því til að beina umræðunni að því sem ég vildi koma til skila í grein minni frekar en að svara Bjarna frekar. Margir íslamistar kvarta yfir því að þeir séu fórnarlömb nýlendustefnunnar og hentistefnu Bandaríkjanna í utanríkismálum. Það er margt til í því en múslimar verða fyrst og fremst að líta í eigin barm og leysa innri vandamál í löndum sínum. Unnt er að virða trú og tilbeiðslu múslima og standa á sama tíma gegn íslam sem algildri stjórnmálastefnu. Alþjóðleg og blóðug barátta íslamistanna fyrir upptöku sjaríalaganna, hinna helgu laga íslams, er andstæð vestrænu frelsi, lýðræði og jafnréttishugsjón og leiðir til ófarnaðar og jafnvel fullkomins hryllings eins og í Afganistan undir stjórn talíbana og í Sýrlandi og Írak undir stjórn ISIS-manna. Sjaríalögin urðu til á fyrstu 200 árum eftir dauða Múhameðs. Þau standast ekki nútímahugmyndir um mannréttindi og fela í sér skelfilegt ófrelsi og réttindaleysi kvenna. Sjaríalögin eru stjórnarskrá Sádi-Arabíu. Þau eru við lýði í Íran, Pakistan, Jemen, Súdan og breiðast hratt út með íslam í Afríku sunnan Sahara. Þau eru á stefnuskrá allra íslamskra stjórnmálahreyfinga frá Marokkó í vestri til Filippseyja í austri. Íslamistar meðal múslima í Bretlandi jafnt sem í Svíþjóð gera kröfu til þess að fá sjaríalögin viðurkennd í samfélagi múslima í þessum löndum. Íslamismi er herská stjórnmálastefna og henni verður að svara á vettvangi stjórnmálanna með málefnalegri gagnrýni. Afpólitísering íslams er eina von múslima, að öðrum kosti verður frelsi í löndum þeirra aldrei annað en fjarlægur draumur. Slík afpólitísering íslams er eina leið trúarinnar út úr þeim pólitísku ógöngum sem hún er nú stödd í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Bjarni Randver svarar grein minni um guðsmynd íslams og kristni. Svar Bjarna er málefnalegt enda er hann vandaður fræðimaður. Hann fer ekki út í persónulegar svívirðingar eins og margir þeir sem vilja kæfa umræðuna nota gegn þeim sem vilja brjótast út úr vítahring þöggunar og pólitískrar rétthugsunar. Engu að síður finnst mér Bjarni tipla svolítið á tánum og sneiða framhjá kjarna málsins. Hann virðist taka undir margt það sem ég segi í greininni en reynir samt að klóra í bakkann með því að tala um að finna megi lögmálshyggju í kristindóminum og með því að tala um að kristindómur og stjórnmál séu alls ekki eins aðskilin og ég vilji gefa í skyn. Nú vil ég taka fram að ég er síður en svo á móti múslimum heldur þeirri túlkun á íslam sem kallast íslamismi og hefur reynst vera alger helstefna þar sem honum hefur verið hrundið í framkvæmd. Mig langar því til að beina umræðunni að því sem ég vildi koma til skila í grein minni frekar en að svara Bjarna frekar. Margir íslamistar kvarta yfir því að þeir séu fórnarlömb nýlendustefnunnar og hentistefnu Bandaríkjanna í utanríkismálum. Það er margt til í því en múslimar verða fyrst og fremst að líta í eigin barm og leysa innri vandamál í löndum sínum. Unnt er að virða trú og tilbeiðslu múslima og standa á sama tíma gegn íslam sem algildri stjórnmálastefnu. Alþjóðleg og blóðug barátta íslamistanna fyrir upptöku sjaríalaganna, hinna helgu laga íslams, er andstæð vestrænu frelsi, lýðræði og jafnréttishugsjón og leiðir til ófarnaðar og jafnvel fullkomins hryllings eins og í Afganistan undir stjórn talíbana og í Sýrlandi og Írak undir stjórn ISIS-manna. Sjaríalögin urðu til á fyrstu 200 árum eftir dauða Múhameðs. Þau standast ekki nútímahugmyndir um mannréttindi og fela í sér skelfilegt ófrelsi og réttindaleysi kvenna. Sjaríalögin eru stjórnarskrá Sádi-Arabíu. Þau eru við lýði í Íran, Pakistan, Jemen, Súdan og breiðast hratt út með íslam í Afríku sunnan Sahara. Þau eru á stefnuskrá allra íslamskra stjórnmálahreyfinga frá Marokkó í vestri til Filippseyja í austri. Íslamistar meðal múslima í Bretlandi jafnt sem í Svíþjóð gera kröfu til þess að fá sjaríalögin viðurkennd í samfélagi múslima í þessum löndum. Íslamismi er herská stjórnmálastefna og henni verður að svara á vettvangi stjórnmálanna með málefnalegri gagnrýni. Afpólitísering íslams er eina von múslima, að öðrum kosti verður frelsi í löndum þeirra aldrei annað en fjarlægur draumur. Slík afpólitísering íslams er eina leið trúarinnar út úr þeim pólitísku ógöngum sem hún er nú stödd í.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun