Skuggabaldrar heilbrigðis Dagþór Haraldsson skrifar 5. september 2014 07:00 Árið er 2014. Segi og skrifa tvö þúsund og fjórtán. Vettvangurinn er Landspítalinn við Hringbraut, spítali allra landsmanna. Sjúklingur sem greindist með krabbamein fyrir ári er fluttur á krabbameinsdeildina 11E. Sjúklingurinn er alvarlega veikur, en vonast samt eftir að komast heim aftur. Stofan er tveggja manna stofa. Aðstaðan þar er ömurleg og þrengslin eru yfirþyrmandi. Salernið er sameiginlegt með næstu stofu og er því fyrir fjóra sjúklinga og það er ekki boðlegt. Það er með góðu móti hægt að koma tveim lausum stólum fyrir í stofunni, sem þýðir einn stól fyrir aðstandanda hvors sjúklings. Mjög oft eru þessir mikið veiku sjúklingar með vökva eða lyf í æð. Ef þeir komast fram úr rúminu þá þurfa þeir að rúlla með sér statívunum, sem pokarnir hanga í, á milli hindrana til að komast um stofuna. Aðstaðan fyrir það aðdáunarverða starfsfólk sem þarna vinnur er erfið í þessum þrengslum, en aldrei heyrði ég það kvarta. Prívatið fyrir aðstandendur er ekkert, enda ekkert sem skermar af á milli rúmanna, nema tjald sem hægt er að draga fyrir. Þegar sjúklingar og aðstandendur skynja að farið er að líða að leiðarlokum er víst að þeir myndu vilja ræða ýmislegt í sameiginlegu lífshlaupi, en á því er ekki nokkur möguleiki við þessar ömurlegu aðstæður.Biðlisti á líknardeildina Eftir viku er sótt um vistun á líknardeildinni í Kópavogi. En líknardeildin var full og gat ekki tekið á móti fleiri sjúklingum, svo viðkomandi var settur á biðlista. Aðstaðan á líknardeildinni mun vera í takt við nútímann, þ.e. að sjúklingar eru á eins manns herbergjum og þar er salerni á hverri stofu. Þar er góð aðstaða fyrir aðstandendur og þeir geta dvalið allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Þar er hægt að létta lífið með því að sýna myndir á flatskjáum og hlusta á valda eigin tónlist. Eftir 11 sólarhringa á tveggja manna stofunni var ástand sjúklingsins orðið það slæmt að hann var færður á eins manns stofu. Nánasti aðstandandi tók samstundis þá ákvörðun að fá aukarúm inn á stofuna og dvelja allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Hér var prívatið orðið meira, nema hvað það gagnaðist lítið þar sem sjúklingurinn var orðinn með skerta meðvitund. Þessum 11 dögum sem sjúklingurinn lá á tveggja manna stofunni var í raun stolið frá honum og hans aðstandendum. Og hver skyldi nú þjófurinn vera? Það eru handónýtir og hugsjónalausir stjórnmálamenn.Sinnuleysi stjórnmálamanna Umræðan um nýjan spítala er búin að vera í gangi í örugglega 20 ár. Peningarnir sem fengust fyrir sölu Símans árið 2005 áttu að renna til þessa nýja spítala. Það eru búnar að vera starfandi bygginganefndir og örugglega mikið talað, en ekkert skeður. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að orsökin fyrir þessu sinnuleysi stjórnmálamannanna er að bygging nýs spítala er ekki kjördæmatengt mál. Ef málið væri kjördæmatengt þá ættum við örugglega kröftugan baráttumann á þingi sem berðist á sama hátt fyrir spítalanum eins og þeir gera í kjördæmatengdum málum, svo sem misnauðsynlegum jarðgöngum. Stjórnmálamenn verða að skilja að heilbrigðismál eru ekki sett í sama flokk og t.d. malbikun þjóðvega. Það er ekkert mál sem er sambærilegt við heilbrigði þjóðarinnar og það verður að hafa forgang og það verður að búa þannig að sjúklingum að sómi sé að fyrir land og þjóð og í samræmi við að Ísland er auðugt land, en ekki þriðja heims land. Sjúklingurinn dvaldi á einbýlinu í rétt rúma tvo sólarhringa og eftir það fækkaði um eitt pláss á biðlista líknardeildarinnar. Vonandi hefur þá einhver annar mjög sjúkur notið þess. Góður samlandi. Ert þú næstur? Eða aðstandandi þinn? Taktu afstöðu og heimtaðu heilbrigðiskerfið í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Segi og skrifa tvö þúsund og fjórtán. Vettvangurinn er Landspítalinn við Hringbraut, spítali allra landsmanna. Sjúklingur sem greindist með krabbamein fyrir ári er fluttur á krabbameinsdeildina 11E. Sjúklingurinn er alvarlega veikur, en vonast samt eftir að komast heim aftur. Stofan er tveggja manna stofa. Aðstaðan þar er ömurleg og þrengslin eru yfirþyrmandi. Salernið er sameiginlegt með næstu stofu og er því fyrir fjóra sjúklinga og það er ekki boðlegt. Það er með góðu móti hægt að koma tveim lausum stólum fyrir í stofunni, sem þýðir einn stól fyrir aðstandanda hvors sjúklings. Mjög oft eru þessir mikið veiku sjúklingar með vökva eða lyf í æð. Ef þeir komast fram úr rúminu þá þurfa þeir að rúlla með sér statívunum, sem pokarnir hanga í, á milli hindrana til að komast um stofuna. Aðstaðan fyrir það aðdáunarverða starfsfólk sem þarna vinnur er erfið í þessum þrengslum, en aldrei heyrði ég það kvarta. Prívatið fyrir aðstandendur er ekkert, enda ekkert sem skermar af á milli rúmanna, nema tjald sem hægt er að draga fyrir. Þegar sjúklingar og aðstandendur skynja að farið er að líða að leiðarlokum er víst að þeir myndu vilja ræða ýmislegt í sameiginlegu lífshlaupi, en á því er ekki nokkur möguleiki við þessar ömurlegu aðstæður.Biðlisti á líknardeildina Eftir viku er sótt um vistun á líknardeildinni í Kópavogi. En líknardeildin var full og gat ekki tekið á móti fleiri sjúklingum, svo viðkomandi var settur á biðlista. Aðstaðan á líknardeildinni mun vera í takt við nútímann, þ.e. að sjúklingar eru á eins manns herbergjum og þar er salerni á hverri stofu. Þar er góð aðstaða fyrir aðstandendur og þeir geta dvalið allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Þar er hægt að létta lífið með því að sýna myndir á flatskjáum og hlusta á valda eigin tónlist. Eftir 11 sólarhringa á tveggja manna stofunni var ástand sjúklingsins orðið það slæmt að hann var færður á eins manns stofu. Nánasti aðstandandi tók samstundis þá ákvörðun að fá aukarúm inn á stofuna og dvelja allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Hér var prívatið orðið meira, nema hvað það gagnaðist lítið þar sem sjúklingurinn var orðinn með skerta meðvitund. Þessum 11 dögum sem sjúklingurinn lá á tveggja manna stofunni var í raun stolið frá honum og hans aðstandendum. Og hver skyldi nú þjófurinn vera? Það eru handónýtir og hugsjónalausir stjórnmálamenn.Sinnuleysi stjórnmálamanna Umræðan um nýjan spítala er búin að vera í gangi í örugglega 20 ár. Peningarnir sem fengust fyrir sölu Símans árið 2005 áttu að renna til þessa nýja spítala. Það eru búnar að vera starfandi bygginganefndir og örugglega mikið talað, en ekkert skeður. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að orsökin fyrir þessu sinnuleysi stjórnmálamannanna er að bygging nýs spítala er ekki kjördæmatengt mál. Ef málið væri kjördæmatengt þá ættum við örugglega kröftugan baráttumann á þingi sem berðist á sama hátt fyrir spítalanum eins og þeir gera í kjördæmatengdum málum, svo sem misnauðsynlegum jarðgöngum. Stjórnmálamenn verða að skilja að heilbrigðismál eru ekki sett í sama flokk og t.d. malbikun þjóðvega. Það er ekkert mál sem er sambærilegt við heilbrigði þjóðarinnar og það verður að hafa forgang og það verður að búa þannig að sjúklingum að sómi sé að fyrir land og þjóð og í samræmi við að Ísland er auðugt land, en ekki þriðja heims land. Sjúklingurinn dvaldi á einbýlinu í rétt rúma tvo sólarhringa og eftir það fækkaði um eitt pláss á biðlista líknardeildarinnar. Vonandi hefur þá einhver annar mjög sjúkur notið þess. Góður samlandi. Ert þú næstur? Eða aðstandandi þinn? Taktu afstöðu og heimtaðu heilbrigðiskerfið í forgang.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun