Skuggabaldrar heilbrigðis Dagþór Haraldsson skrifar 5. september 2014 07:00 Árið er 2014. Segi og skrifa tvö þúsund og fjórtán. Vettvangurinn er Landspítalinn við Hringbraut, spítali allra landsmanna. Sjúklingur sem greindist með krabbamein fyrir ári er fluttur á krabbameinsdeildina 11E. Sjúklingurinn er alvarlega veikur, en vonast samt eftir að komast heim aftur. Stofan er tveggja manna stofa. Aðstaðan þar er ömurleg og þrengslin eru yfirþyrmandi. Salernið er sameiginlegt með næstu stofu og er því fyrir fjóra sjúklinga og það er ekki boðlegt. Það er með góðu móti hægt að koma tveim lausum stólum fyrir í stofunni, sem þýðir einn stól fyrir aðstandanda hvors sjúklings. Mjög oft eru þessir mikið veiku sjúklingar með vökva eða lyf í æð. Ef þeir komast fram úr rúminu þá þurfa þeir að rúlla með sér statívunum, sem pokarnir hanga í, á milli hindrana til að komast um stofuna. Aðstaðan fyrir það aðdáunarverða starfsfólk sem þarna vinnur er erfið í þessum þrengslum, en aldrei heyrði ég það kvarta. Prívatið fyrir aðstandendur er ekkert, enda ekkert sem skermar af á milli rúmanna, nema tjald sem hægt er að draga fyrir. Þegar sjúklingar og aðstandendur skynja að farið er að líða að leiðarlokum er víst að þeir myndu vilja ræða ýmislegt í sameiginlegu lífshlaupi, en á því er ekki nokkur möguleiki við þessar ömurlegu aðstæður.Biðlisti á líknardeildina Eftir viku er sótt um vistun á líknardeildinni í Kópavogi. En líknardeildin var full og gat ekki tekið á móti fleiri sjúklingum, svo viðkomandi var settur á biðlista. Aðstaðan á líknardeildinni mun vera í takt við nútímann, þ.e. að sjúklingar eru á eins manns herbergjum og þar er salerni á hverri stofu. Þar er góð aðstaða fyrir aðstandendur og þeir geta dvalið allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Þar er hægt að létta lífið með því að sýna myndir á flatskjáum og hlusta á valda eigin tónlist. Eftir 11 sólarhringa á tveggja manna stofunni var ástand sjúklingsins orðið það slæmt að hann var færður á eins manns stofu. Nánasti aðstandandi tók samstundis þá ákvörðun að fá aukarúm inn á stofuna og dvelja allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Hér var prívatið orðið meira, nema hvað það gagnaðist lítið þar sem sjúklingurinn var orðinn með skerta meðvitund. Þessum 11 dögum sem sjúklingurinn lá á tveggja manna stofunni var í raun stolið frá honum og hans aðstandendum. Og hver skyldi nú þjófurinn vera? Það eru handónýtir og hugsjónalausir stjórnmálamenn.Sinnuleysi stjórnmálamanna Umræðan um nýjan spítala er búin að vera í gangi í örugglega 20 ár. Peningarnir sem fengust fyrir sölu Símans árið 2005 áttu að renna til þessa nýja spítala. Það eru búnar að vera starfandi bygginganefndir og örugglega mikið talað, en ekkert skeður. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að orsökin fyrir þessu sinnuleysi stjórnmálamannanna er að bygging nýs spítala er ekki kjördæmatengt mál. Ef málið væri kjördæmatengt þá ættum við örugglega kröftugan baráttumann á þingi sem berðist á sama hátt fyrir spítalanum eins og þeir gera í kjördæmatengdum málum, svo sem misnauðsynlegum jarðgöngum. Stjórnmálamenn verða að skilja að heilbrigðismál eru ekki sett í sama flokk og t.d. malbikun þjóðvega. Það er ekkert mál sem er sambærilegt við heilbrigði þjóðarinnar og það verður að hafa forgang og það verður að búa þannig að sjúklingum að sómi sé að fyrir land og þjóð og í samræmi við að Ísland er auðugt land, en ekki þriðja heims land. Sjúklingurinn dvaldi á einbýlinu í rétt rúma tvo sólarhringa og eftir það fækkaði um eitt pláss á biðlista líknardeildarinnar. Vonandi hefur þá einhver annar mjög sjúkur notið þess. Góður samlandi. Ert þú næstur? Eða aðstandandi þinn? Taktu afstöðu og heimtaðu heilbrigðiskerfið í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Segi og skrifa tvö þúsund og fjórtán. Vettvangurinn er Landspítalinn við Hringbraut, spítali allra landsmanna. Sjúklingur sem greindist með krabbamein fyrir ári er fluttur á krabbameinsdeildina 11E. Sjúklingurinn er alvarlega veikur, en vonast samt eftir að komast heim aftur. Stofan er tveggja manna stofa. Aðstaðan þar er ömurleg og þrengslin eru yfirþyrmandi. Salernið er sameiginlegt með næstu stofu og er því fyrir fjóra sjúklinga og það er ekki boðlegt. Það er með góðu móti hægt að koma tveim lausum stólum fyrir í stofunni, sem þýðir einn stól fyrir aðstandanda hvors sjúklings. Mjög oft eru þessir mikið veiku sjúklingar með vökva eða lyf í æð. Ef þeir komast fram úr rúminu þá þurfa þeir að rúlla með sér statívunum, sem pokarnir hanga í, á milli hindrana til að komast um stofuna. Aðstaðan fyrir það aðdáunarverða starfsfólk sem þarna vinnur er erfið í þessum þrengslum, en aldrei heyrði ég það kvarta. Prívatið fyrir aðstandendur er ekkert, enda ekkert sem skermar af á milli rúmanna, nema tjald sem hægt er að draga fyrir. Þegar sjúklingar og aðstandendur skynja að farið er að líða að leiðarlokum er víst að þeir myndu vilja ræða ýmislegt í sameiginlegu lífshlaupi, en á því er ekki nokkur möguleiki við þessar ömurlegu aðstæður.Biðlisti á líknardeildina Eftir viku er sótt um vistun á líknardeildinni í Kópavogi. En líknardeildin var full og gat ekki tekið á móti fleiri sjúklingum, svo viðkomandi var settur á biðlista. Aðstaðan á líknardeildinni mun vera í takt við nútímann, þ.e. að sjúklingar eru á eins manns herbergjum og þar er salerni á hverri stofu. Þar er góð aðstaða fyrir aðstandendur og þeir geta dvalið allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Þar er hægt að létta lífið með því að sýna myndir á flatskjáum og hlusta á valda eigin tónlist. Eftir 11 sólarhringa á tveggja manna stofunni var ástand sjúklingsins orðið það slæmt að hann var færður á eins manns stofu. Nánasti aðstandandi tók samstundis þá ákvörðun að fá aukarúm inn á stofuna og dvelja allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Hér var prívatið orðið meira, nema hvað það gagnaðist lítið þar sem sjúklingurinn var orðinn með skerta meðvitund. Þessum 11 dögum sem sjúklingurinn lá á tveggja manna stofunni var í raun stolið frá honum og hans aðstandendum. Og hver skyldi nú þjófurinn vera? Það eru handónýtir og hugsjónalausir stjórnmálamenn.Sinnuleysi stjórnmálamanna Umræðan um nýjan spítala er búin að vera í gangi í örugglega 20 ár. Peningarnir sem fengust fyrir sölu Símans árið 2005 áttu að renna til þessa nýja spítala. Það eru búnar að vera starfandi bygginganefndir og örugglega mikið talað, en ekkert skeður. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að orsökin fyrir þessu sinnuleysi stjórnmálamannanna er að bygging nýs spítala er ekki kjördæmatengt mál. Ef málið væri kjördæmatengt þá ættum við örugglega kröftugan baráttumann á þingi sem berðist á sama hátt fyrir spítalanum eins og þeir gera í kjördæmatengdum málum, svo sem misnauðsynlegum jarðgöngum. Stjórnmálamenn verða að skilja að heilbrigðismál eru ekki sett í sama flokk og t.d. malbikun þjóðvega. Það er ekkert mál sem er sambærilegt við heilbrigði þjóðarinnar og það verður að hafa forgang og það verður að búa þannig að sjúklingum að sómi sé að fyrir land og þjóð og í samræmi við að Ísland er auðugt land, en ekki þriðja heims land. Sjúklingurinn dvaldi á einbýlinu í rétt rúma tvo sólarhringa og eftir það fækkaði um eitt pláss á biðlista líknardeildarinnar. Vonandi hefur þá einhver annar mjög sjúkur notið þess. Góður samlandi. Ert þú næstur? Eða aðstandandi þinn? Taktu afstöðu og heimtaðu heilbrigðiskerfið í forgang.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun