Skuggabaldrar heilbrigðis Dagþór Haraldsson skrifar 5. september 2014 07:00 Árið er 2014. Segi og skrifa tvö þúsund og fjórtán. Vettvangurinn er Landspítalinn við Hringbraut, spítali allra landsmanna. Sjúklingur sem greindist með krabbamein fyrir ári er fluttur á krabbameinsdeildina 11E. Sjúklingurinn er alvarlega veikur, en vonast samt eftir að komast heim aftur. Stofan er tveggja manna stofa. Aðstaðan þar er ömurleg og þrengslin eru yfirþyrmandi. Salernið er sameiginlegt með næstu stofu og er því fyrir fjóra sjúklinga og það er ekki boðlegt. Það er með góðu móti hægt að koma tveim lausum stólum fyrir í stofunni, sem þýðir einn stól fyrir aðstandanda hvors sjúklings. Mjög oft eru þessir mikið veiku sjúklingar með vökva eða lyf í æð. Ef þeir komast fram úr rúminu þá þurfa þeir að rúlla með sér statívunum, sem pokarnir hanga í, á milli hindrana til að komast um stofuna. Aðstaðan fyrir það aðdáunarverða starfsfólk sem þarna vinnur er erfið í þessum þrengslum, en aldrei heyrði ég það kvarta. Prívatið fyrir aðstandendur er ekkert, enda ekkert sem skermar af á milli rúmanna, nema tjald sem hægt er að draga fyrir. Þegar sjúklingar og aðstandendur skynja að farið er að líða að leiðarlokum er víst að þeir myndu vilja ræða ýmislegt í sameiginlegu lífshlaupi, en á því er ekki nokkur möguleiki við þessar ömurlegu aðstæður.Biðlisti á líknardeildina Eftir viku er sótt um vistun á líknardeildinni í Kópavogi. En líknardeildin var full og gat ekki tekið á móti fleiri sjúklingum, svo viðkomandi var settur á biðlista. Aðstaðan á líknardeildinni mun vera í takt við nútímann, þ.e. að sjúklingar eru á eins manns herbergjum og þar er salerni á hverri stofu. Þar er góð aðstaða fyrir aðstandendur og þeir geta dvalið allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Þar er hægt að létta lífið með því að sýna myndir á flatskjáum og hlusta á valda eigin tónlist. Eftir 11 sólarhringa á tveggja manna stofunni var ástand sjúklingsins orðið það slæmt að hann var færður á eins manns stofu. Nánasti aðstandandi tók samstundis þá ákvörðun að fá aukarúm inn á stofuna og dvelja allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Hér var prívatið orðið meira, nema hvað það gagnaðist lítið þar sem sjúklingurinn var orðinn með skerta meðvitund. Þessum 11 dögum sem sjúklingurinn lá á tveggja manna stofunni var í raun stolið frá honum og hans aðstandendum. Og hver skyldi nú þjófurinn vera? Það eru handónýtir og hugsjónalausir stjórnmálamenn.Sinnuleysi stjórnmálamanna Umræðan um nýjan spítala er búin að vera í gangi í örugglega 20 ár. Peningarnir sem fengust fyrir sölu Símans árið 2005 áttu að renna til þessa nýja spítala. Það eru búnar að vera starfandi bygginganefndir og örugglega mikið talað, en ekkert skeður. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að orsökin fyrir þessu sinnuleysi stjórnmálamannanna er að bygging nýs spítala er ekki kjördæmatengt mál. Ef málið væri kjördæmatengt þá ættum við örugglega kröftugan baráttumann á þingi sem berðist á sama hátt fyrir spítalanum eins og þeir gera í kjördæmatengdum málum, svo sem misnauðsynlegum jarðgöngum. Stjórnmálamenn verða að skilja að heilbrigðismál eru ekki sett í sama flokk og t.d. malbikun þjóðvega. Það er ekkert mál sem er sambærilegt við heilbrigði þjóðarinnar og það verður að hafa forgang og það verður að búa þannig að sjúklingum að sómi sé að fyrir land og þjóð og í samræmi við að Ísland er auðugt land, en ekki þriðja heims land. Sjúklingurinn dvaldi á einbýlinu í rétt rúma tvo sólarhringa og eftir það fækkaði um eitt pláss á biðlista líknardeildarinnar. Vonandi hefur þá einhver annar mjög sjúkur notið þess. Góður samlandi. Ert þú næstur? Eða aðstandandi þinn? Taktu afstöðu og heimtaðu heilbrigðiskerfið í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Segi og skrifa tvö þúsund og fjórtán. Vettvangurinn er Landspítalinn við Hringbraut, spítali allra landsmanna. Sjúklingur sem greindist með krabbamein fyrir ári er fluttur á krabbameinsdeildina 11E. Sjúklingurinn er alvarlega veikur, en vonast samt eftir að komast heim aftur. Stofan er tveggja manna stofa. Aðstaðan þar er ömurleg og þrengslin eru yfirþyrmandi. Salernið er sameiginlegt með næstu stofu og er því fyrir fjóra sjúklinga og það er ekki boðlegt. Það er með góðu móti hægt að koma tveim lausum stólum fyrir í stofunni, sem þýðir einn stól fyrir aðstandanda hvors sjúklings. Mjög oft eru þessir mikið veiku sjúklingar með vökva eða lyf í æð. Ef þeir komast fram úr rúminu þá þurfa þeir að rúlla með sér statívunum, sem pokarnir hanga í, á milli hindrana til að komast um stofuna. Aðstaðan fyrir það aðdáunarverða starfsfólk sem þarna vinnur er erfið í þessum þrengslum, en aldrei heyrði ég það kvarta. Prívatið fyrir aðstandendur er ekkert, enda ekkert sem skermar af á milli rúmanna, nema tjald sem hægt er að draga fyrir. Þegar sjúklingar og aðstandendur skynja að farið er að líða að leiðarlokum er víst að þeir myndu vilja ræða ýmislegt í sameiginlegu lífshlaupi, en á því er ekki nokkur möguleiki við þessar ömurlegu aðstæður.Biðlisti á líknardeildina Eftir viku er sótt um vistun á líknardeildinni í Kópavogi. En líknardeildin var full og gat ekki tekið á móti fleiri sjúklingum, svo viðkomandi var settur á biðlista. Aðstaðan á líknardeildinni mun vera í takt við nútímann, þ.e. að sjúklingar eru á eins manns herbergjum og þar er salerni á hverri stofu. Þar er góð aðstaða fyrir aðstandendur og þeir geta dvalið allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Þar er hægt að létta lífið með því að sýna myndir á flatskjáum og hlusta á valda eigin tónlist. Eftir 11 sólarhringa á tveggja manna stofunni var ástand sjúklingsins orðið það slæmt að hann var færður á eins manns stofu. Nánasti aðstandandi tók samstundis þá ákvörðun að fá aukarúm inn á stofuna og dvelja allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Hér var prívatið orðið meira, nema hvað það gagnaðist lítið þar sem sjúklingurinn var orðinn með skerta meðvitund. Þessum 11 dögum sem sjúklingurinn lá á tveggja manna stofunni var í raun stolið frá honum og hans aðstandendum. Og hver skyldi nú þjófurinn vera? Það eru handónýtir og hugsjónalausir stjórnmálamenn.Sinnuleysi stjórnmálamanna Umræðan um nýjan spítala er búin að vera í gangi í örugglega 20 ár. Peningarnir sem fengust fyrir sölu Símans árið 2005 áttu að renna til þessa nýja spítala. Það eru búnar að vera starfandi bygginganefndir og örugglega mikið talað, en ekkert skeður. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að orsökin fyrir þessu sinnuleysi stjórnmálamannanna er að bygging nýs spítala er ekki kjördæmatengt mál. Ef málið væri kjördæmatengt þá ættum við örugglega kröftugan baráttumann á þingi sem berðist á sama hátt fyrir spítalanum eins og þeir gera í kjördæmatengdum málum, svo sem misnauðsynlegum jarðgöngum. Stjórnmálamenn verða að skilja að heilbrigðismál eru ekki sett í sama flokk og t.d. malbikun þjóðvega. Það er ekkert mál sem er sambærilegt við heilbrigði þjóðarinnar og það verður að hafa forgang og það verður að búa þannig að sjúklingum að sómi sé að fyrir land og þjóð og í samræmi við að Ísland er auðugt land, en ekki þriðja heims land. Sjúklingurinn dvaldi á einbýlinu í rétt rúma tvo sólarhringa og eftir það fækkaði um eitt pláss á biðlista líknardeildarinnar. Vonandi hefur þá einhver annar mjög sjúkur notið þess. Góður samlandi. Ert þú næstur? Eða aðstandandi þinn? Taktu afstöðu og heimtaðu heilbrigðiskerfið í forgang.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun