Hvers vegna á MR að vera öðru vísi en hann er? Ásta Huld Henrýsdóttir skrifar 3. september 2014 07:00 Öllum finnst gott að hafa val og ekki síður frelsi til að velja. Landið okkar býður upp á það í miklu víðari skilningi en talsvert stærri ríki geta státað sig af, þess vegna þykir mörgum gott að búa hér. Það er alls ekki gefið úti í hinum stóra heimi að allir fái grunnmenntun, geti valið hvar þeir búi, tekið þátt í vali á forseta landsins og ríkisstjórn svo ég tali ekki um valið sér maka óháð kyni, litarafti og trúarskoðunum. Hvers vegna þarf þá að steypa alla skóla í sama mót? Það getur vissulega verið kostur fyrir einhverja framhaldsskólanemendur að ljúka námi á þremur skólaárum eða skemur, en nú þegar geta viðkomandi nemendur líka valið skóla sem býður upp á þann möguleika. Það aftur á móti að skikka alla skóla undir sama hatt eyðir út sérkennum þeirra og gerir valið ekki eins spennandi fyrir þá sem hafa frelsið til að velja. Þessi umræða menntamálaráðherra um það að stytta námið í öllum framhaldsskólum niður í 3 ár gengur því í berhögg við tóninn í samfélaginu okkar. Þeir nemendur sem velja sér að stunda nám í Menntaskólanum í Reykjavík eru að velja það vegna þess að fyrirkomulagið þar er eins og það er og hefur alltaf verið. Viss gæðastimpill er á náminu þar og er hvergi slegið slöku við, ég get ekki séð miðað við námsálagið sem er þar öll árin fjögur að neinu sé hægt að þjappa saman því um leið og farið er að fella út greinar hverfa sérkennin. Margir gagnrýna að fyrirkomulagið þar og að allar áherslur séu ekki í takt við tímann, en hvað veit maður um tímann sem framundan er og hvað í rauninni búi okkur best undir hann? Hættum að ætlast til þess að allir skólar séu steyptir í sama mót, höfum valkostina eins marga og ólíka og kostur er, svo það séu í alvörunni forréttindi að hafa frelsi til að velja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Öllum finnst gott að hafa val og ekki síður frelsi til að velja. Landið okkar býður upp á það í miklu víðari skilningi en talsvert stærri ríki geta státað sig af, þess vegna þykir mörgum gott að búa hér. Það er alls ekki gefið úti í hinum stóra heimi að allir fái grunnmenntun, geti valið hvar þeir búi, tekið þátt í vali á forseta landsins og ríkisstjórn svo ég tali ekki um valið sér maka óháð kyni, litarafti og trúarskoðunum. Hvers vegna þarf þá að steypa alla skóla í sama mót? Það getur vissulega verið kostur fyrir einhverja framhaldsskólanemendur að ljúka námi á þremur skólaárum eða skemur, en nú þegar geta viðkomandi nemendur líka valið skóla sem býður upp á þann möguleika. Það aftur á móti að skikka alla skóla undir sama hatt eyðir út sérkennum þeirra og gerir valið ekki eins spennandi fyrir þá sem hafa frelsið til að velja. Þessi umræða menntamálaráðherra um það að stytta námið í öllum framhaldsskólum niður í 3 ár gengur því í berhögg við tóninn í samfélaginu okkar. Þeir nemendur sem velja sér að stunda nám í Menntaskólanum í Reykjavík eru að velja það vegna þess að fyrirkomulagið þar er eins og það er og hefur alltaf verið. Viss gæðastimpill er á náminu þar og er hvergi slegið slöku við, ég get ekki séð miðað við námsálagið sem er þar öll árin fjögur að neinu sé hægt að þjappa saman því um leið og farið er að fella út greinar hverfa sérkennin. Margir gagnrýna að fyrirkomulagið þar og að allar áherslur séu ekki í takt við tímann, en hvað veit maður um tímann sem framundan er og hvað í rauninni búi okkur best undir hann? Hættum að ætlast til þess að allir skólar séu steyptir í sama mót, höfum valkostina eins marga og ólíka og kostur er, svo það séu í alvörunni forréttindi að hafa frelsi til að velja.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar