Eru íslensk fyrirtæki samfélagslega ábyrg? Halldóra Hreggviðsdóttir skrifar 3. september 2014 07:30 Nýlega birti Festa, miðstöð um samfélagslega ábyrgð, niðurstöður könnunar sinnar um viðhorf íslensks almennings og stjórnenda á samfélagslegri ábyrgð íslenskra fyrirtækja. Niðurstöðurnar voru bornar saman við viðhorf fólks frá ýmsum nágrannalöndum okkar og gáfu til kynna að aðeins 48% almennings á Íslandi telja áhrif fyrirtækja á íslenskt samfélag vera jákvæð. Á sama tíma þótti um 60% Bandaríkjamanna, 57% Breta og 85% Dana fyrirtækin í föðurlandi sínu hafa jákvæð áhrif á samfélagið.Erum ekki samanburðarhæf Þessar niðurstöður er hægt að túlka á margvíslegan máta, en þegar allt kemur til alls þá stendur upp úr að íslenskum almenningi þykir fyrirtæki hér á landi ekki hafa nægilega jákvæð áhrif á samfélag sitt. Við Íslendingar erum ekki samanburðarhæfir þegar kemur að því að útskýra hvernig fyrirtækin okkar hafa jákvæð áhrif á samfélagið sem við lifum í. Ástæðurnar fyrir því hvers vegna Íslendingar eru svona miklir eftirbátar nágrannaþjóða sinna verða seint útskýrðar að fullu í fáum orðum, en mikilvægt er að vekja athygli á því að afar fá íslensk fyrirtæki eru með skýrt mótaða stefnu um samfélagslega ábyrgð sína og enn færri gera grein fyrir árangri fyrirtækis síns í málaflokknum á skipulagðan máta. Vissulega hefur áhuginn á samfélagslegri ábyrgð aukist hér á landi á undanförnum árum og vinnubrögð tengd málaflokknum batnað mikið, en betur má ef duga skal. Mikil tækifæriÍ þeim löndum þar sem fyrirtæki þykja hafa jákvæðari áhrif á samfélag sitt en hérlendis hefur í töluverðan tíma tíðkast að vera með skýra stefnu um samfélagslega ábyrgð og er skýrslugjöf um málefnið í samræmi við það. Í Danmörku þurfa til að mynda öll fyrirtæki af ákveðinni stærðargráðu að veita upplýsingar um árangur sinn hvað samfélagslega ábyrgð varðar og í Bandaríkjunum eru nokkur ár liðin frá því að meirihluti 500 stærstu fyrirtækjanna þar í landi fóru að skila inn skýrslu um málaflokkinn með ársskýrslu sinni. Hvort sem íslensk fyrirtæki telja sig þurfa að brúa bilið sem nú er á milli þeirra og nágrannalandanna eða ekki þá er beinlínis ljóst að ímynd þeirra líður fyrir að hafa ekki markað sér stefnu um samfélagslega ábyrgð sína. Í dag eru aðeins tíu fyrirtæki á Íslandi sem gefa út skýrslu um samfélagslega ábyrgð og er því ljóst að hér eru mikil tækifæri til þess að bæta um betur. Það verður því spennandi að sjá hvernig þessi mál þróast á komandi misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birti Festa, miðstöð um samfélagslega ábyrgð, niðurstöður könnunar sinnar um viðhorf íslensks almennings og stjórnenda á samfélagslegri ábyrgð íslenskra fyrirtækja. Niðurstöðurnar voru bornar saman við viðhorf fólks frá ýmsum nágrannalöndum okkar og gáfu til kynna að aðeins 48% almennings á Íslandi telja áhrif fyrirtækja á íslenskt samfélag vera jákvæð. Á sama tíma þótti um 60% Bandaríkjamanna, 57% Breta og 85% Dana fyrirtækin í föðurlandi sínu hafa jákvæð áhrif á samfélagið.Erum ekki samanburðarhæf Þessar niðurstöður er hægt að túlka á margvíslegan máta, en þegar allt kemur til alls þá stendur upp úr að íslenskum almenningi þykir fyrirtæki hér á landi ekki hafa nægilega jákvæð áhrif á samfélag sitt. Við Íslendingar erum ekki samanburðarhæfir þegar kemur að því að útskýra hvernig fyrirtækin okkar hafa jákvæð áhrif á samfélagið sem við lifum í. Ástæðurnar fyrir því hvers vegna Íslendingar eru svona miklir eftirbátar nágrannaþjóða sinna verða seint útskýrðar að fullu í fáum orðum, en mikilvægt er að vekja athygli á því að afar fá íslensk fyrirtæki eru með skýrt mótaða stefnu um samfélagslega ábyrgð sína og enn færri gera grein fyrir árangri fyrirtækis síns í málaflokknum á skipulagðan máta. Vissulega hefur áhuginn á samfélagslegri ábyrgð aukist hér á landi á undanförnum árum og vinnubrögð tengd málaflokknum batnað mikið, en betur má ef duga skal. Mikil tækifæriÍ þeim löndum þar sem fyrirtæki þykja hafa jákvæðari áhrif á samfélag sitt en hérlendis hefur í töluverðan tíma tíðkast að vera með skýra stefnu um samfélagslega ábyrgð og er skýrslugjöf um málefnið í samræmi við það. Í Danmörku þurfa til að mynda öll fyrirtæki af ákveðinni stærðargráðu að veita upplýsingar um árangur sinn hvað samfélagslega ábyrgð varðar og í Bandaríkjunum eru nokkur ár liðin frá því að meirihluti 500 stærstu fyrirtækjanna þar í landi fóru að skila inn skýrslu um málaflokkinn með ársskýrslu sinni. Hvort sem íslensk fyrirtæki telja sig þurfa að brúa bilið sem nú er á milli þeirra og nágrannalandanna eða ekki þá er beinlínis ljóst að ímynd þeirra líður fyrir að hafa ekki markað sér stefnu um samfélagslega ábyrgð sína. Í dag eru aðeins tíu fyrirtæki á Íslandi sem gefa út skýrslu um samfélagslega ábyrgð og er því ljóst að hér eru mikil tækifæri til þess að bæta um betur. Það verður því spennandi að sjá hvernig þessi mál þróast á komandi misserum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun