Af verðbólgu og verðbólguvæntingum Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2014 07:00 Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um verðbólgu og væntingum um hana næstu misserin. Það er ekki að ófyrirsynju því verðbólga hefur verið ein höfuðmeinsemd í íslensku þjóðlífi um langa hríð. Síðustu mánuði hefur náðst góður árangur sem vonandi er ekki tímabundinn. Þannig hefur mánaðarverðbólga undanfarið verið undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans lengur samfellt en nokkru sinni. Í nýlegum spám er því hins vegar spáð að verðbólga fari vaxandi á næstu mánuðum og misserum. Er þar einkum um að kenna vaxandi þenslu að sögn greiningarfyrirtækja. Mér lék nokkur forvitni á að kynna mér nánar forsendur greiningarfyrirtækjanna og hafði því samband við eitt þeirra. Ég spurði hvort í spánni væri tekið tillit til þess að mjög vantar á að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra vöruverði og því sé fyrir hendi uppsöfnuð lækkun vísitölu. Svar greiningarfyrirtækisins var sláandi: Ekki er gert ráð fyrir vöruverðslækkun í spám fyrirtækisins því reynsla undanfarinna ára og jafnvel áratuga hefur kennt mönnum að gera ekki ráð fyrir lækkun vöruverðs þegar gengi krónunnar styrkist. Veiking krónunnar skilar sér hins vegar undantekningarlaust og örfljótt inn í vöruverð á Íslandi samkvæmt sömu reynslu.Tregða kaupmanna Sá sem hér ritar hefur ítrekað bent á þá staðreynd að tregða kaupmanna til að skila styrkingu krónunnar sem nemur að meðaltali um 13% undanfarin misseri, þó ekki væri nema að hluta, kostar landsmenn stórar upphæðir. Í fyrsta lagi greiða landsmenn hærra verð fyrir nauðsynjar en efni standa til. Í öðru lagi kemur tregða kaupmanna til lækkunar vöruverðs í veg fyrir að verðtryggð lán heimilanna lækki eins og gerast myndi kæmi styrking krónunnar fram í lækkuðu verði. Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi 5%, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu. Á því tímabili sem undirritaður hefur gaumgæft þróun vöruverðs og gengis, þ.e. frá febrúar 2013, hefur innkaupakarfa ASÍ hækkað í öllum verslunum sem könnun ASÍ nær til nema í Bónus þar sem karfan hefur lækkað um þrjú prósent. Lækkun Bónuss er góðra gjalda verð en betur má ef duga skal. Allar aðrar verslanir í könnunni, þ.á.m. Hagkaup, hafa hækkað innkaupakörfuna á tímabilinu. Það er algerlega óásættanlegt að verðbólguþróun fari úr böndunum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis kaupmanna. Ljóst er að ef ekki verður breyting hér á þarf að fara gaumgæfilega yfir það lagaumhverfi sem varðar verslun, samkeppni og verðlagningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um verðbólgu og væntingum um hana næstu misserin. Það er ekki að ófyrirsynju því verðbólga hefur verið ein höfuðmeinsemd í íslensku þjóðlífi um langa hríð. Síðustu mánuði hefur náðst góður árangur sem vonandi er ekki tímabundinn. Þannig hefur mánaðarverðbólga undanfarið verið undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans lengur samfellt en nokkru sinni. Í nýlegum spám er því hins vegar spáð að verðbólga fari vaxandi á næstu mánuðum og misserum. Er þar einkum um að kenna vaxandi þenslu að sögn greiningarfyrirtækja. Mér lék nokkur forvitni á að kynna mér nánar forsendur greiningarfyrirtækjanna og hafði því samband við eitt þeirra. Ég spurði hvort í spánni væri tekið tillit til þess að mjög vantar á að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra vöruverði og því sé fyrir hendi uppsöfnuð lækkun vísitölu. Svar greiningarfyrirtækisins var sláandi: Ekki er gert ráð fyrir vöruverðslækkun í spám fyrirtækisins því reynsla undanfarinna ára og jafnvel áratuga hefur kennt mönnum að gera ekki ráð fyrir lækkun vöruverðs þegar gengi krónunnar styrkist. Veiking krónunnar skilar sér hins vegar undantekningarlaust og örfljótt inn í vöruverð á Íslandi samkvæmt sömu reynslu.Tregða kaupmanna Sá sem hér ritar hefur ítrekað bent á þá staðreynd að tregða kaupmanna til að skila styrkingu krónunnar sem nemur að meðaltali um 13% undanfarin misseri, þó ekki væri nema að hluta, kostar landsmenn stórar upphæðir. Í fyrsta lagi greiða landsmenn hærra verð fyrir nauðsynjar en efni standa til. Í öðru lagi kemur tregða kaupmanna til lækkunar vöruverðs í veg fyrir að verðtryggð lán heimilanna lækki eins og gerast myndi kæmi styrking krónunnar fram í lækkuðu verði. Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi 5%, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu. Á því tímabili sem undirritaður hefur gaumgæft þróun vöruverðs og gengis, þ.e. frá febrúar 2013, hefur innkaupakarfa ASÍ hækkað í öllum verslunum sem könnun ASÍ nær til nema í Bónus þar sem karfan hefur lækkað um þrjú prósent. Lækkun Bónuss er góðra gjalda verð en betur má ef duga skal. Allar aðrar verslanir í könnunni, þ.á.m. Hagkaup, hafa hækkað innkaupakörfuna á tímabilinu. Það er algerlega óásættanlegt að verðbólguþróun fari úr böndunum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis kaupmanna. Ljóst er að ef ekki verður breyting hér á þarf að fara gaumgæfilega yfir það lagaumhverfi sem varðar verslun, samkeppni og verðlagningu.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar