Þriðjungur þjóðarinnar í strætó Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum Strætó bs. en á nýafstaðinni menningarnótt. Um 100 þúsund gestir komu í strætó einhvern tíma yfir daginn, en akstur stóð til eitt eftir miðnætti. Á sunnudeginum stóð Strætó, í samvinnu við Kópavogsbæ, síðan fyrir flutningum um 10 þúsund gesta á tónleika Justins Timberlake og um 15 þúsund frá þeim. Strætó bs. flutti því um 125 þúsund farþega á tveimur dögum, en það jafngildir því að vel ríflega þriðjungur þjóðarinnar hafi tekið sér far með strætó á einni helgi. Heilt yfir gekk allt mjög vel og þakka má það góðri samvinnu við þá sem skipulögðu viðburðina. Sérstök stemning myndast á hátíðum sem þessum og þó þröngt væri í vögnunum sýndu farþegar einstaka þolinmæði og skilning. Strætó bs. þakkar þeim sérstaklega fyrir hve vel tókst til. Ljóst er að strætó er mikilvægur hluti af Menningarnótt og mun verða það áfram. Góð reynsla er komin á þjónustuna, en á hverju ári lærum við eitthvað nýtt. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung að aka frá Kirkjusandi að Skólavörðuholti, með viðkomu í Borgartúni. Skemmst er frá því að segja að þetta vakti mikla lukku og þegar hefur verið ákveðið að tvöfalda fjölda vagna sem aka munu þá leið á Menningarnótt. Þá er líklegt að fleiri vagnar verði notaðir við að flytja fólk úr miðbænum að ári, en ekki er hægt að segja annað en að það hafi þó gengið vel þar sem það tók ekki nema um einn og hálfan tíma. Við hjá Srætó bs. erum stolt yfir því hve starfsemi fyrirtækisins skiptir miklu máli í daglegu lífi margra og vinnum stöðugt að því að bæta þjónustuna svo sem flestir geti nýtt sér strætó. Markmið eigenda og stjórnvalda er að auka hlut þeirra ferða sem farnar eru með almenningssamgöngum úr 4% árið 2012 í 8% árið 2022. Mikil fjölgun hefur orðið á farþegum síðustu árin og almenningssamgöngur hafa fengið æ meiri sess í skipulagi sveitarfélaga. Ljóst er þó að allir þurfa að halda vel á spilunum ef fyrrgreind markmið eiga að nást. Það er hagur okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum Strætó bs. en á nýafstaðinni menningarnótt. Um 100 þúsund gestir komu í strætó einhvern tíma yfir daginn, en akstur stóð til eitt eftir miðnætti. Á sunnudeginum stóð Strætó, í samvinnu við Kópavogsbæ, síðan fyrir flutningum um 10 þúsund gesta á tónleika Justins Timberlake og um 15 þúsund frá þeim. Strætó bs. flutti því um 125 þúsund farþega á tveimur dögum, en það jafngildir því að vel ríflega þriðjungur þjóðarinnar hafi tekið sér far með strætó á einni helgi. Heilt yfir gekk allt mjög vel og þakka má það góðri samvinnu við þá sem skipulögðu viðburðina. Sérstök stemning myndast á hátíðum sem þessum og þó þröngt væri í vögnunum sýndu farþegar einstaka þolinmæði og skilning. Strætó bs. þakkar þeim sérstaklega fyrir hve vel tókst til. Ljóst er að strætó er mikilvægur hluti af Menningarnótt og mun verða það áfram. Góð reynsla er komin á þjónustuna, en á hverju ári lærum við eitthvað nýtt. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung að aka frá Kirkjusandi að Skólavörðuholti, með viðkomu í Borgartúni. Skemmst er frá því að segja að þetta vakti mikla lukku og þegar hefur verið ákveðið að tvöfalda fjölda vagna sem aka munu þá leið á Menningarnótt. Þá er líklegt að fleiri vagnar verði notaðir við að flytja fólk úr miðbænum að ári, en ekki er hægt að segja annað en að það hafi þó gengið vel þar sem það tók ekki nema um einn og hálfan tíma. Við hjá Srætó bs. erum stolt yfir því hve starfsemi fyrirtækisins skiptir miklu máli í daglegu lífi margra og vinnum stöðugt að því að bæta þjónustuna svo sem flestir geti nýtt sér strætó. Markmið eigenda og stjórnvalda er að auka hlut þeirra ferða sem farnar eru með almenningssamgöngum úr 4% árið 2012 í 8% árið 2022. Mikil fjölgun hefur orðið á farþegum síðustu árin og almenningssamgöngur hafa fengið æ meiri sess í skipulagi sveitarfélaga. Ljóst er þó að allir þurfa að halda vel á spilunum ef fyrrgreind markmið eiga að nást. Það er hagur okkar allra.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun